Sameiningin - 01.02.1918, Síða 5
355
þessi rödd, þessi vitnisburður föðurins: Þú fer, elsku
barnið mitt, lit á þessa kvalabraut til þess að gera nafnið
mitt dýrlegt, gera það dýrlegt um allar aldir um allan
heim.
Fólk það er viðstatt var heyrði rödd þessa, en það
hélt að komið hefði þruma. Svo ólíkt heyra menn, eftir
því, sem á stendur fyrir þeim. Jesús heyrði blíða föður-
rödd og dýrðartal. Sú sama rödd var liinum ekki annað
en reiðarþruma. Hvílíkt tákn þess sannleika, hvernig
friðþægingar píslir Jesú eru og verða mönnunum annað-
hvort opinberun æðstrar Drottins dýrðar, — þeirn, sem
trúa, og heyra fyrir friðþæging frelsarans föðurinn tala
við sig kærleikans dýrlega tal; eða þá þrumudómur, —
þeim, sem ekki trúa, ekki heyra, ekki finna föðurást Guðs
í friðþægingu sonar hans. Enda var Jesú það ljóst, að
nú var dómur að ganga yfir heiminn, að með fitför hans
í píslirnar byrjaði dagur hins mikla dóms. Iíann segir:
“Nú gengur dómur yfir heim þennan; nú skal höfðing-ja
]>essa heims kastað út; en er eg verð hafinn frá jörðu,
mun eg draga alla til mín”.
Dómur—sýknunardómur þeim, sem iðrast og trúa;
dauðadómur þeiin, sem halda í syndinni áfram að hafna
náð Guðs, — um það vitnar krosspína Jesú; á það minnir
fastan alla, er eyru liafa að heyra.
Betlehem og Jerúsalem.
Sigurvinning'ar Breta á Gyðingalandi hafa að sjálf-
sögðu fengið lesendum vorum mikillar gleði, mitt í ógnum
og hörmumgum ófriðarins. pað hlýtur að vera flestum
þjóðhollum kristindómsvinum í hópi vorum meira en lítið
fagnaðarefni, að vita nú af heilögum sögustöðum á þessari
fósturjörð trúar vorrar—Hebron, Betlehem, Jerúsalem og
öðrum fleiri—komnum að síðustu í kristnar hendur og undir
yfirráð þess ríkis, sem vér sjálfir heyrum til hér í Kanada.
Kristnir menn hljóta ætíð að hugsa til þeirra stöðva með
viðkvæmni og heilagri lotning, því þær eiga ættlands-ítök
í hjörtum vorum. Að lesa um þær er alla jafna hugnæmt
og uppbyggjandi; en þó hefir sjaldan átt betur við að virða
fyrir sér þessa dýrmætu helgistaði heldur en einmitt nú,