Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Síða 7

Sameiningin - 01.02.1918, Síða 7
um þorpið og reisa þar hæli allmörg eða sæluhús fyrir píla- gríma. Önnur kirkja, “fæðingarkirkjan” svo nefnda, var reist í Befclehem fyrir tólf hundruð árum og stendur enn. Tvær deildir kaþólskunnar, sú rómverska og sú gríska, eiga sitt klaustrið hvor fast við kirkjuna, og Armeningar það þriðja. Húsaþyrping þessi er líkusfc' veglegum kastala til að sjá. Kirkjan sjálf er stórt hús og tígulegt, með þykkum veggjum úr marmara, sem fæst þar í grendinni, en bitar og sperrur úr sedrusviði frá Lebanon. f berginu eru nokkrir hellar, þar sem kirkjan stendur yfir. Guðshús þetta heyrir til þrem kirkjudeildunum áður nefndu. J?ær eiga þar sitt altarið hver og flytja messu hver á sínum tíma eftir sam- komulagi. Inn úr þessum þrefalda helgidómi gengur mar- mara-rið niður í “Fæðingar-helli” svo nefndan. ]7ar á frels- arinn að hafa fæðst. Hellir þessi er tólf fet á hælð og breidd og gengur rúm fjörutíu fet inn í bergið. Hann er lýstur upp með þrjátíu og tveimur logagyltum lömpum. Marmara- hellur alíavega litar eru feltar í gólf og veggi til prýðis. Stjarna úr silfri er greypt í bergið í veggskoru að austan- verðu, lýst af fimtán lömpum. f annari skoru í vesturveggn- um stendur jatan — úr marmara! Fjórar stúkur aðrar eru í hellis-veggjunum, helgaðar vitringunum, Jósep, Betlehems- bömunum, og Híeronýmusi hinum helga, þeim er þýddi ritn- ingarnar á latínu. Hann hafðist við árum saman á þessum stöðvum. Hellirinn ber þess merki, að hann hefir verið stækkaður af manna höndum. Pílagrímar streyma til kirkju þessarar í stór-hópum á hverju ári. Betlehem telur átta þúsund íbúa. Flest er það kristið fólk, úr báðum deildum kaþólsku kirkjunnar. par eru um tvö hundruð mótmælendur. Bæjarbúar þykja bera mjög af öðru fólki á Gyði-ngalandi, sem flest er Múhameðstrúar. peir eru iðjusamir, framgjamir, klæðast vel og bjóða af sér góð- an þokka. Bæði kaþólsku klaustrin halda uppi bamakenslu. Arabskur mótmæilendasöfnuður er í Betlehem — um tvö hundruð sálir. Hann er ávöxtur þýzkrar trúboðsstarfsemi, sem hafin var þar fyrir sextíu árum. Söfnuðurinn á kirkju- vandaða og fagra, sem pýzkalandsdrotning lét reisa fyrir hann árið 1897. Nokkrir skólar heyra trúboðsstöð þessari til, svo og hæli fyrir munaðarlaus börn af armenskum ætt- um. Sænskir lúterstrúarmenn eiga þar sjúkrahús, og trú- boðsfélag eitt á vegum ensku kirkjunnar hefir nýlega komið þar upp skóla fyrir innlend stúlkuböm. Betlelhem er ein- hver fegursti bærinn á Gyðingalandi, hreinlegur og mjög aðlaðandi. -----------

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.