Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 15
365
hefir með höndum, og sem gerir honum unt að klæðast
“purpura og dýrindis líni”.
En á fyrsta sunnudegi prestsins í nýju sókninni, eru
líka margir aðrir viðstaddir, sem presturinn lærir að þekkja
og elska því betur, því lengur sem hann vinnur með þeim.
J7ó það sé tiltölulega hægt að skifta um prestaköll.
meðan presturinn er ungur, þá verður það þó mjög erfitt,
þegar árunum fjölgar og presturinn eldist. Margra ára
dvöl hefir bundið hann og ihans traustum böndum, sem
örðugt er að slíta í sundur. pað eru heimili, sem hann var
daglegur gestur á. Margir staðir og endurminningar, sem
binda hann við bæinn eða sveitina, þar sem starfsvið hans.
liggur.
Vinir hans sjá, að söfnuðurinn er að smá leysast upp,
en vilja ekki særa tilfinningar þess, sem þeim er kær, með
því að biðja hann að breyta til, — benda honum á, að heppi-
legast sé að hann fari. —
Mikið af baráttu í heiminum stafar af því, að umsjón-
arstarf er gert að eigu þess, er umsjónina hefir á hendi. Og
í þessu er fólgin ein af stórhættum prestsins.
f byrjun prestsþjónustu sinnar gleðst ungi presturinn
yfir því “að vera meðal þeirra sem þjónn”. En með vaxandi
áhrifum í kirkju og utan hennar, verður sú breyting á, að
í stað þess að gleðjast yfir verki þjónsins, nægir prestinum
ekki minna en það, að stjórna öllu, ráða öllu. Hann er ekki
lengur starfandi fyrir fólkið, heldur það fyrir hann. Hann
stærir sig af afreksverkum sínum, og er hugsjúkur yfir því,
að valdi sínu fari hnignandi. Einu sinni var hann hirðir,
sem leitaði að þeim týndu, kallaði þá með nafni og leiddi í
græna haga. Nú er aðailstarf hans orðið að rýja sauðina og
gera afurðina að markaðsgengri vöru.
pegar þessi sjúkdómseinkenni fara að koma í Ijós, þá
fer hygginn prestur að leita, eftir gæzlustarfi hjá annari
hjörð.
II.
Kostir langrar þjónustu prests hjá sama söfnuði.
Eftir Newton H. Rosei-s, prest í Brookville, Ohio.
pýtt af séra Sigiirði ólafssyni.
Hverjir eru aðalkostimir við það, að prestur þjóni
sama söfnuði um langan tíma?