Sameiningin - 01.02.1918, Side 17
367
sem bezt þörf safnaðarins. Hann þroskast með söfnuði
sínum. Hjarta hans styrkist. Grundvallaratriði trúarinnar
verða æ ljósari og hærri, og hann verður traustari leiðtogi,
leiðtogi sem lærir að þekkja leyndardóma guðsríkis. Og söfn-
uðurinn lærir að virða þekkingu 'hanis, sem er bæði sönn og
holl og óhætt er að treysta.
Prestur, sem þjónar lengi sama söfnuði, þroskast ekki
eingöngu að þekkingu, heldur fara áhrif hans sí-vaxandi.
Misskilningur er það, að halda að maður þurfi að búa
á mörgum stöðum, helzt í stórborgum, til þess að þekkja
fólk og kynnast hugarfari þess. pað eru til eins mörg sýnis-
hom af mannlegum tilfinningum í Brookville eins og í
Chicago, þó stéttir manna séu ekki eins margar, og ástandið
ekki eins breytilegt. Eg hefi jafnmörg tækifæri til að
þekkja fólk og innræti þess, eins og prestur, sem þjónar
söfnuði í New York; og fólk, sem býr í smáþorpi eða bæ,
eða úti í sveit, er eins opið fyrir áhrifum og hefir þroska-
hæfileika, ekki síður en stórborgar fólkið.
Spumingin er því ekki um starfsviðið, heldur tíma til
að kynnast fólki og þekkja það. En slík þekking kemur
smám saman og er hægfara. Að læra að þekkja fólk tekur
langan tíma. Einkenni fólks koma betur í ljós með langri
þekkingu, en sú þekking er nauðsynleg, eigi presturinn að
ná tiltrú safnaðar síns og vera hæfur að þjóna honum.
Fullvís er eg um það, að prestur, sem hefir þjónað
söfnuði í fimtán ár, er betur hæfur til að þjóna honum
áfram, og meiri árangur yrði af starfi hans, heldur en af
starfi óþekts manns með sömu hæfileikum. Og það veit eg,
að sá prestur, sem hefir þjónað söfnuði í fimtán ár, er fær-
ari um að hefja starf hjá öðrum söfnuði, heldur en annar
maður, er á sama tímabili hefir haft þjónustu hjá fimm
mismunandi söfnuðum.
Löng þjónusta í sama prestakalli hefir og það ágæti
í för með sér, að presturinn þroskast, er hann reynir af
fremsta megni að mæta brteytingum þeim, sem verða í
prestakalli hans, og í félagslífi því, sem hann vinnur með.
Ekki má ætlast til þess, að þær aðferðir, sem blessast
í einum söfnuði, komi að tilætluðum notum í öðrum. Ollir
því einatt mismunandi þroskaástand safnaða, eða aðrar
ástæður.
Ástand safnaða og kringumstæður eru mismunandi, en
að þekkja og skilja í hverju sá mismunur er fólginn, tekur
langan tíma að skilja til hlítar. Og breytingar eiga sér líka
stað, þó í sama prestakalli sé. Sumar þær aðferðir, sem voru