Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 18
368
heppilegar í safnaðarstarfi á fyrstu prestskapar-árum mín-
um, eiga ekki lengur við, þó í sama söfnuði sé, það er að
segja: grundvöllurinn er hinn sami, en aðferðin er breyting-
um háð. pannig hefi eg lært, að samlaga mig breytingu
þeirri, er síðari ár hafa flutt með sér.
Fyrir langa þjónustu í sama söfnuði lærist prestinum
betur að leiða hjörð sína og koma í framkvæmd með söfn-
uði sínum því hinu ýmsa, sem miðar að því, að auka áhrif
fagnaðarboðskaparins hjá sóknarbömum hans. —
Langvarandi þjónusta í söfnuðinum kennir prestinum
að hafa vald yfir tilfinningum sínum. Eg á ekki hér við að
presti sé samboðið að beita brögðum eða undirhyggju, held-
ur réttlátri dómgreind. Prestinum lærist, að vilji hann hafa
varanleg og heilnæm áhrif, þá þarf hann ekki einungis að
vera hugvitssamur einis og könguló, og iðjusamur eins og
maurildi, heldur einnig ósaknæmur eins og dúfa, og vitur
eins og höggormur.
pví lengur sem prestur þjónar söfnuði sínum, því vand-
lætingarsamari og kærleiksríkari verður hann, og því há-
leitari verða áform hans.
Nýr prestur á ekki erfitt með að safna að sér áheyrend-
um. Eyru safnaðarfólksins hilusta á hann. Hann er maðui’-
inn, sem mest er talað um í nágrenninu, í nokkra mánuði.
Og fólkið þyrpist til að hlusta á hann.
Svo er því ekki farið með prestinn, sem lengi hefir
þjónað söfnuði sínum. Hann vekur ekki þá eftirtekt, sem
nýr maður gerir. Hann hefir ekki augnabliks aðdráttarafl
óþekts prests. Og verið getur, að sú hugmynd læðist inn
í huga hans, að hann gerði betur að breyta til, að hann gæti
komið meiru til leiðar annarsstaðar.
En þetta er stundarfreisting, og allir vita að nýr sópur
hreinsar betur — fyrst í stað, að minsta kosti.
Forvitnin ein rekur fólk til að hlusta á nýjan prest, en
forvitnin getur ekki dregið fólk til kirkju til lengdar. —
En haldi fólk áfram að sækja kirkju, eftir að presturinn er
orðinn kunnugur, þá er það sönnun fyrir því, að fólkið
treystir honum sem kennimanni, og það er víst, að ekkert
annað en trúmenska hans í kennimannsstöðunni, framkoma
hans gagnvart fólki utan kirkju og innan gerir hann hæfan
til að vera sendiboði frelsarans.
Löng þjónusta prests í söfnuðinum gefur honum stöð-
ugleika í öllum áformum hans — þroskar þolinmæði hans
og skarpskygni.
pegar prestur dvelur lengi í sama prestakalli, verð' -