Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 19
3G9 hann færari um að hindra ill áhrif utan að frá, bæði að því er safnaðarfólkið og söfnuðinn sjálfan snertir. Hann reynir að mæta breytingunum, sem tírninn og framrás hans flytnr með sér. Hann vinnur ekki einungis fyrir yfirstandandi tíma, heldur hugsar hann og um ókomna tíð, hvort sem það er nú bygging nýrrar kirkju, eða viðgerð á kirkju safnað- arins. Hann fylgist með framrás timans, breycingum í starfi sunnudagsskólans og hvarvetna í kirkjustarfinu. Hann hefir vakandi auga á hinum ungu. Hann kallar til afturhvarfs hina breysku, og hann þreytist ekki ao benda hinum brotlegu á rétta leið. Með öðrum orðum, hann hugsar meira um framför og vellíðan safnaðarbræðra sinna, en ágóða eða eiginn hag. Merkismannatal. Hitt og þetta um ýmsa mæta menn, helzt kirkjulega, menn, sem margir eiga ekki kost á aö kynnast, en sem uppbyggilegt er aö vita eitthva'ð um og þekkja. Kftlr séra .Tóhann Bjarnason. III. Richard Baxter. Riehard Baxter, prestur og rithöfundur, f. 12. nóv. 1615, í Rowton, Shropshire á Englandi. Er hann talinn með hinum allra áhrifamestu og ágætustu kennimönnum sínnar tíðar. Var frábær gáfumaður, eldheitur trúmaður og svo samvizkusamur, að það einkendi allan æfiferil hans, bæði hin kennimannlegu störf hans og eins þau, er snertu ýmiskonai' önnur viðfangsefni. Baxter var af góðum ættum. pó er sagt að faðir hans hafi verið fremur óreglusamur framan af, en bætt ráð sitt til muna eftir að hann kvæntist og honum fæddist þessi sonur. Hugsaði hann sér snemma að koma drengnum til menta. Ekki var það þó prestskapur, sem hann ætlaði honum. Fág- að og þægilegt líf við hirð konungs var það, sem hann hafði í huga. Komst sú fyrirætlan svo langt, að Baxter á unga aldri fór með tiginbomum vinum föður síns til London og dvaldi þar um tirna. Ekki gazt honum að ihirðlífinu. Hvarf hann þá heim aftur, staðráðinn í að lesa guðfræði. Dó móðir hans rétt um þetta leyti og er mælt, að það hafi mjög styrkt hann í þessu áformi. Kyntist hann og um sama leyti tveim ágætum kennimönnum, þeim Joseph Symonds og Walter Cradock. Varð hann fyrir sterkum áhrifum frá þeim báðum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.