Sameiningin - 01.02.1918, Page 20
370
Eftir að Baxter var orðinn prestur, var hann lengstum
sóknarprestur í Kidderminster í Worcestershire á Englandi.
Var sá bær iðnaðarbær mikiil, vefnaðarverkstæði þar stór og
unnu bæjarbúar flestir í þessum verksmiðjum. Drykkju-
skaparöld var þá mikil. Bæjarbúar drykkfeldir, óupplýstir
ruddar. Prestur sá og aðstoðarprestur, sem höfðu verið
næstir á undan Baxter, voru báðir drykkjusvolar, og alt and-
legt líf og kirkjuleg starfsemi í hinni mestu órækt. pannig
var aðkoman, þegar Baxter kom til Kidderminster að taka
þar við kennimannlegu embætti.
Áhrif hins mikla og göfuga kennimanns komu fljótt í
ljós. Kirkjan varð troðfull við helgar tíðir, sem áður hafði
veríð nálega tóm. f stað þess að einstaka heimili sinti and-
legum málum, varð sú breyting á, að aðeins einstaka heimili
sinti þeim ekki. Ruddamir, sem áður höfðu verið, urðu
kurteisir menn. Drykkj uskapurinn lagðist niður. Bærinn
varð 'sem nýr bær. Svo mikið máttu sín tilraunir Baxters,
að koma fólki til lifandi trúar og sæmilegs lífemis.
pegar maður les um þau feikna áhrif, sem Baxter hafði
á fólkið í bæ sínum og gætir jafnframt að því, sem sagt er
um ræður hans, þá verður manni fyrst fyrir að hugsa, að
það hafi verið alt annað en ræðumar, sem komið hafi um-
bótunum til vegar. Ræðum hans er svo lýst, að þær hafi
verið óvenjulega langar, lauslega bygðar og hirðuleysislega
orðaðar. petta þrent er “fremur til viðvörunar en eftir-
dæmis”, eins og einn rithöfundur kemst að orði. En þetta
er ekki öll lýsingin. Baxter hafði undursamlega mikla hæfi-
leika í þá átt, að sannfæra fólk um, að svona hlyti nú þetta
og hitt að vera, eins og hann segði. Rökfærslurnar Ijósar
og sterkar og brennandi áhugi lýsti sér í öllu, sem hann
gerði utan kirkju og innan. Er og sagt, að Baxter sjálfur,
sem annars var maður auðmjúkur og yfirlætislaus, hafi
haft mikið traust á sjálfum sér, að sannfæra aðra um það,
sem hann sjálfur fyrst var orðinn viss um að rétt væri og
satt. pegar maður svo athugar, að honum var óvenjulega
vel gefinn sá hæfileiki að fá aðra á sitt mál og eins það, hve
mikil og göfug persóna hann var, þá getur maður vel skilið,
að ræðurnar, meðal annars, hafi valdið þeim sterku og miklu
áhrifum, sem Baxter hafði á fólk sitt og samtíð.
Einn sið hafði Baxter, sem var all-einkennilegur. Hann
var sá, að prédika einu sinni á ári svo “sprenglærða” ræðu
fyrir söfnuði sínum, að enginn gat fylgt honum. Er mælt
að hann hafi gert það til að sýna fólki, að hversdagsbragur-