Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 22
372
Karls konungs. Má vera að sumir hafi með þessu verið að
reyna að koma sér í mjúkinn hjá syni hans, hinum nýja
konungi, Karli öðrum. Baxter reyndi ekki að réttlæta líf-
lát Karls konungs, en fór þó mýkri höndum um Cromwell
en margir aðrir. “Góður maður, sem féll fyrir þungri
freistingu”, var dómur hans um hinn einkennilega og mikla
byltingamann. pað tekst stundum miður en skyldi, að dæma
réttilega um menn, sem eru lifandi eða rétt nýhorfnir af
sjónarsviðinu, en þessi ummæli Baxters um Cromwell eru
ef til vill viturlegri og sanngjarnari en flest annað, sem sagt
var um þennan stórfelda lýðforingja nýlátinn.
Sem rithöfundur var Baxter fádæma afkastamikill.
Ekki færri en 168 bækur og rit eru honum eignuð. Flest
af bókum hans og ritum eru frá þeim árum þegar hann
fékk ekki að þjóna, né jafnvel að prédika. Mörg deilurit
eru eftir hann, nú gleymd fyrir löngu. Merkustu bækur
hans eru taldar: “The Call to the Unconverted”, “The
Reformed Pastor”, og “The Saint’s Everlasting Rest”.
Baxter vildi láta trúað fólk gera málefni Jesú Krists
meira að umtalsefni utan kirkju en gert væri. “Málefni
Krists er stórlega hindrað með óverðugri þögn”, sagði hann.
pessa feimni trúaðs fólks, að voga ekki að tala um náðar-
boðskapinn við iþá, sem hirðulausir eru um sáluhjálp sína,
vildi hann láta fólk læra að leggja niður. Má vera að sam-
tíð vor, prestar og leikmenn, geti eitthvað lært af þessu.
Heilsutæpur maður var Baxter alla æfi, en náði þó æði
háum aldri. Andaðist í London 8. Des. 1691.
Frá Japan,
Skýrsla frá tniboða kirkjufélagsins.
Eg vildi óska, aS eg gæti meS pennadrætti dregiS upp fyrir
yður mynd af ástandinu og þörfunum 'hér í Japan! Þó aö eg hafi
átt því láni að fagna, að virða þá mynd fyrir mér mánuðum saman,
verður hún samt margbrotnari með degi hverjum. Eg sé meir og
meir af einstökum atriðum lífsins í Japan. Og tækifærin til starfs
virðast opnast svo ótt, að tungumálsnámið, sem á að vera aðaivið-
fangsefni nýkominns manns, verður afar þreytandi. En hinsvegar,
þegar maður horfist í augu við þessi tækifæri og sér hv'e nauösynleg
tungumálskunnáttan er, verður námið töluvert létt'bærara.
Eg ætía, til dæmis, að gefa ykkur yfirlit yfir starfsemi okkar auk
tungumálanámsins. Alloft hefi eg talað á samkomum nemenda,
venjulega á trúboðsstöð okkar, en stundum líka, eftir beiðni, á öðr-