Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 25
375 manna hópi taka árlega nokkrir kristna trú. Sí'San síöastliði'ö haust hafa 5 veriö skíröir. Annar trúboöi General Councils í Japan, séra E. T. Horn yngri, kom til Nogoya haustiö 1915. Hann kom til Japan haustið 1911 og gjöröist þá kennari í ensku í lúterska college- og presta-skólanum i Komarnoto, Kyushu. En hann fann hjá sér köllun til beinna trú- boðsstarfs, og baðst lausnar frá þeirri stöðu. Hann var svo sendur til Nogoya, til þess að setja þar á stofn aðra General Council trú- boðsstööina á þessari eyju. Með honum kom, sem aðstoðarmaður hans, séra T. Chiga, innlendur prestur, er vígður var í meþódista biskupa-kirkj unni. Starfinu í Nogoya, sem mér veittist sú ánægja að kynnast í jólaleyfinu síöasta, og eg býst viö aö vinna að á næstkomandi ári, er eins hagað og hér í Tokio, að því undanteknu, að þar eru ekki námsmanna-bústaðirnir. En auk starfsins, eins og eg gjörði grein fyrir 'því í Tokio, eru í Nogoya tvær aðrar starfsdeildir, afar hug- næmar og nauðsynlegar, er hafa hepnast mjög vel. Hin fyrri er sveita-trúboð, og að því vinna bæði trúboðinn og presturinn innlendi; þeir ferðast á reiðhjólum sínum um bygðirnar og þorpin fyrir aust- an Nogoya. Um það starf skal eg seinna skrifa nákvæmar. Hin starfsdeildin er trúboð meðal kvenna, er Mrs. Horn vinnur að. Fyrir skömmu hafa þau verið svo heppin að fá innlenda biblíu-kenslukonu Mrs. Horn til aðstoðar í þessu star’fi. Þó að þau Horns hjónin eigi þrjú ung börn, er Mrs. Horn samt óþreytandi í trúboðsstarfi sínu meðal japan-skra kvenna. Eg hlakka mjög til þess að fá að taka þátt í starfinu í Nogoya, því eg álít að SÚ trúboðsstöð sé framfarameiri en hin, og líklegri til þess að inna af hendi varanlegt uppliyggingarstarf, roeð þeim tækj- um, sem fyrir hendi eru, að minsta kosti þangað til töluvert fleiri starfsmenn fást til Tokio og trúboðið þar getur eignast nauðsynleg húsakynni. Að því er snertir þriðju trúboðsstöðina nýju í Toyohashi, get eg ekkert sagt annað en mælt með því, að greinin sem birtist i Júní- hiaði 1917 “Foreign Missionary”, rituð af séra J. K. Linn, sem kom hingað 1915 og liefir verið falið að hefja starfið í Toyohashi á þessu hausti, sé þýdd og birt i Sameiningunni. Yðar, 0. S. Thorlaksson. Fyrri hluti þessarar skýrslu var lagSur fram á síSasta kirkjuþingi, en sítiari helmingurinn kom til HeiðingjatrúboSsnefndarinnar skömmu fyrir jól. þess vegna birtist skýrslan ekki fyr en nú. F. II.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.