Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 26
376 /í— 1 1 - - — RADDIR FRÁ ALMENNINGI Deilcl þessa annast séra G. Guttormsson. Spurningar frá manni í Saskatchewan. Spurningum þessum vil eg leitast viS að svara, eftir því sem eg hefi bezt vit á, og veröa þær teknar ein og ein í senn, til hægð- arauka. Sp. Mig langar til að biSja um svör viðvíkjandi 6. versi í 5. kap. í Prédikara Salómons. Þar standa þessi orð: “Leyf ekki munni þinum, að hann láti hold þitt þþigj syndga”. Hver er hin réttasta útskýring á þessu? Sv. 1 nýju þýðingunni standa orðin í 5. versinu, og hljóða svo: “Leyf eigi munni þínum að baka líkama þínum sekt”. Orðið, sem þér er útlagt hold þitt”, eða “líkama þínum”, mun hér tákna manninn allan, persónuna í heiid sinni. Orðið “hold” táknar oft syndaeðli mannsins í nýja testamentinu, en sú merking orðsins á ekki við i gamla testamentinu, svo eg viti. Þar táknar orðið dauðlegt mann- eðli í heild sinni. Þetta finst mér sennilegust skýring á málsgrein- inni: “Baka þú ekki sjálfum þér sekt með hugsunarlausu heitorði, sem þú svo síðar reynist ekki maður til að efna”. ('Sbr. versið á undan). Sp. Er hér átt við orð eða verk, eða hvorttveggja. Sv. Aðeins orð, eftir mínum skilningi. Sp. Eru ekki annars orðin, sem vér tölum, verk, eins og alt annað, sem vér aðhöfumst? Sv. Jú, svo má víst að orði kveða. Þó er sá greinarmunur í alla staði réttmætur, sem i siðferðisefnum er gjörður á orðum og verkum. Sp. Þá stendur þar enn fremur: “Og seg elkki í engils J]jrestsins) áheyrn: “Það var yfirsjón!” Hvers vegna er presturinn hér nefndur engill ? Sv. Orðin eru útlögð á þessa leið í nýju þýðingunni: “Seg eigi viö sendiboðann: Það var fljótfærni”. Orðið “engill” er á hebreski. malak, en á grísku angelos, og þýða bæði orðin upprunalega: “sendi- boði”. Sumir ætla, að “sendiboðinn”, sem_hér er átt við, sé prestur eða helgiþjónn Guðs, sem samkvæmt Móses-lögum átti að taka við heitgjöfum af fólkinu. Hitt tel eg þó sennilegra, að hér sé átt við engil í vanalegri merkingu orðsins. Sp. Hvers vegna má ókki segja þetta í hans áheyrn? Sv.. Merkingin finst mér vera þessi: “Reyndu ekki — frammi fvrir Guði, eða í áheyrn engilsins, sem Guð hefir sett til að gæta þín — að smeygja þér þannig með léttúðugri afsökun undan hátíð- legu heiti”.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.