Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 28
378
Sp. Eru nokkrar líkur til þess, að Jesús meti auð og veraldar-
tign meira nú á dögum, heldur en hann gjörði, meðan hann dvaldi
hér í jarðneskum líkama?
Sv. Nei. Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag og að
eilífu JHeb. 13, 8J, en auður og veraldleg metorð hafa litið breyzt.
Sp. Er ]iað ekki sama, að v'era samvizkulaus og að vera
sálarlaus?
Sv. Nei. Sál og samvizka er sitt hvað. Þó getur verið, að þær
séu óaðskiljanlegar — að samvizkuröddin verði aldrei þögguð niður
að fullu, meðan sálin er til.
Sp. Getur nokkur maður bætt fyrir syndir sínar sjálfur, hvort
sem þær eru margar eða fáar, stórar eða smáar.
Sv. Enginn getur bætt svo vel fyrir jafnvel hið minsta brot.
að það væri ekki bettir ógjört; um ])að vitnar samvizka vor berlega
Ekki er heldur mögulegt að borga fyrir syndir með góðverkttm og
kvitta fyrir þær á þann hátt, því vér rækjtim enga skyldn betur en
skyldugt er. Syndugur maðttr getur því aldrei að eilíftt bætt fyrir
brot sín sjálfur.
Sp. Er nokkurt v'it í því að vilja sýnast annað en maður er?
Sv. Nei. Slik háttsemi er annað hvort hræsni eða heigulskapur.
Sp. Er ekki betra að vera og sýnast ekki en að sýnast og vera
ekki.
Sv. Ill-skárra, ef til vill; en al-rangt er það þó, og gagnstætt
skýrttm boðunt Guðs orðs. Kristinn maðttr á bccði að vera og sýnast,
Guði til dýrðar, auðvitað, en ekki sjálfttm sér. JSjá Matt. 5, 14-16;
Róm. 10, 10: 1. Pét. 3, 3-4, og fleiri staðij.
Sp. Hvers vegna heyra ekki allir ntenn, sem skapaðir ertt með
eyrunum, raust hins lifandi og heilaga Guðs?
Sv. Spurningin er óákveðin. Eigi spyrjandinn við raust Guðs
í ritningarorðinu, þá verður svarið t tvennu lagi: Sumir heyra ekki.
af þvt enginn hefir flutt þeim orðið fRóm. 10, 14), aðrir heyra ekki,
þótt orðið hafi borist þeim til eyma, af því hjörtu þeirra eru forhert
(Matt. 13, 11-15J. En sé hér átt við rötld Guðs hið innra í sálum
vorum, eða í náttúrunni, þá er það sjálfsagt syndsamlegum sljóleik
og hjarta-haröúð v'orri að kenna, ef vér heyrum hana ekki. En
hafi annað dýpra vakað fvrir spyrjandanum. Þetta, sem sé: Hví
herða menn þannig hjörtu sín mót orði Guðs, svo heyrandi heyra
þeir það ekki? — sé þetta spttrningin, þá hefi eg ekkert fullnægjandi
svar. Mannvitið hefir aldrei getað leyst úr þeirri ráðgátu.
Sameiningin er fús til að leysa eftir föngum úr spurningum tvm
trúarleg efni, sé þær í einlægni bornar fram, en ekki sprottnar af
þrætugirni eða flysjungsskap. — Gott væri, ef spyrjandinn vildi
útvega sér nýju þýðinguna, helzt vasaútgáfuna. Þótt sú þýðing
sé auðvitað ekki gallalaus, þá ber hún langt af þeim eldri, bæði' að
málfegurð og nákvæmni.