Sameiningin - 01.10.1908, Blaðsíða 4
228
urskonar brot á móti guðs vilja(!). Það er óhætt að
fullyrða, að enginn málsmetandi guðfrœðingr trúir því,
að fall mannkynsins sé sannsögulegr viðburðr. Synda-
falls-kenningin leggr verulegt haft á trúarbrögðin. Synd
er eigingirni eða sjálfselska í öllu m sínum myndum og
ekkert annað.“
Fimmta spurning:
„Hvað er friðþæginginf'
Campbell svarar:
„Margr brezkr hermaðr liefir dáið eins hetjulegum
dauða eins og Jesús, en enginn hefir lifað eins og hann.
Mikil er lokleysan, sem sögð liefir verið og rituð um
angist drottins vors í Getsemane. Gangið með J. Keir
Hardie inn í neðri málstofuna (á enska þinginu) og
hlustið á tölur hans fyrir réttvísi við hans eigin flokk, og
þá sérðu, hvað friðþægingin er. En einhver spyr:
Ilverju hefir þá dauði Jesú til vegar komið um það, að
guð geti fyrirgefið syndir? Alls engu, enda þurfti aldr-
ei nokkurs við. Guð er ekki svarinn óvinr manna, heldr
er hann faðir, upphaf og viðhald veru vorrar og tak-
marlc allrar vorrar viðleitni. Hví ættum vér að þurfa
að frelsast frá honum? Hin eina frelsan, sem vér þurf-
um að skeyta um, er sú, að eigingirni vor breytist í kær-
leilc. Sú ummyndun samsvarar upprisu , uppstigning
hins eilífa Krists hið innra í oss. Kenning Páls um
upprisu alls liolds er ekki annað en lokleysa, þegar hún
er skoðuð í Ijósi vorrar œðri og meiri þekkingar á al-
heiminum og lögum hans.“
Sjötta spurning:
„Hvað er biblían?“
„Hirtu aldrei um það, hvað biblían segir um það og
það, ef þú að eins leitar sannleikans, en trúðu raust guðs
í sjálfum þér. Finnir þú guð ekki í þinni eigin sál, þá
finnr þú hann ehlci í biblíunni né nokkursstaðar annars-
staðar.“
Af talsmönnum nýju guðfrœðinnar í brezka heimin-
um oða meðal þeirra þjóða, er á enska tungu mæla, er
Campbell sá, sem mest er kunnr. Svo mikið hefir rit-
stjóra „Nýs Kirkjublaðs“ í Revkjavík þótt til boðskap-