Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1908, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.10.1908, Blaðsíða 24
248 og slasa sig, festast í snörunni og verða teknir. — Minnistexti: Heldr tem eg líkama minn og þjái hann, svo að eg, sem kenni öðrum, verði ekki sjálfr rækr (i. Kor. 9, 27). Á prestaskólann lúterska í Chicago, sem dr. Weidner veitir forstöSu, gangia í vetr þessir þrír íslendingar af þeim, er voru þar í fyrra: Hjörtr J. Leó, Guttormr Guttormsson og Sigurðr S. Christopherson. Hr. G. G., sem í sumar hefir verið skóla- kennari í norðrhluta Þingvallanýlendu, Sask., og á sunnudögum prédikað hjá söfnuðinum íslenzka þar og Konkordía-söfnuði, er þó ekki enn farinn suör til prestaskólans, en fer þangað væntanlega í næsta mánuði eftir að núveranda kennslustarfi hans er lokið. — Auk þessarra þriggja verða í vetr á prestaskólanum su'ðr frá þeir Carl J. Ólson og Haraldr Sigmar. Hinn fyrr- nefndi er útskrifaðr frá Gustavus Adolphus College i St. Peter, Minn., síðastliðið vor, hinn siðarnefndi um sama leyti frá Wes- ley College í Winnipeg. Ekki verðr það þó fyrr en eftir jól að hr. H. S. getr farið suðr, með því hann verðr ekki fyrr laus frá skóla þeim fað Eaxdalj, vestr í ísl.-byggðinni í Sa.sk. — Vatna- byggðinni, sem svo er nefnd—, sem hann ihefir kennt í síðan í vor. Hr. C. J. Ó., sem unnið hefir að missíónarstarfi hjá oss næstliðin sumur, ætlaði helzt áðr en hann fór héðan suðr í haust að dvelja á háskóknum í Philadelphia næsta vetr, en hætti við það að svo stöddu, og tók þegar undir eins að eiga við guð- frœðanám með tilliti til áskorunar kirkjuþingsins i Selkirk til hans og hr. Sigmars og hinnar bráðu þarfar kirkjufélags vors á fjölgandi kennimannaefnum. Blínhorg Stefánsdóttir, ekkja Kristjáns Jónssonar frá Geit- areyjum, andaðist í Winnipeg 20. September, 75 ára gömul. Kristján heitinn maðr hennar lézt í fyrra 8. sama mánaðar, svo að milli þeirra hjón.a varð rúmlega eitt ár. Hún líktist manni sínum í því að vera frábærlega góðgjörðasöm, og með sönnu mátti um hana segja, að hún mátti ekki aumt sjá. Og að því er trúna snerti var hún hiklau.s i kristindóminum gamla og sanna, sem henni hafði verið innrœttr á barnsaldri. Hún and- aðist hjá Jónínu ekkju Árna sonar síns eins og Kristján maðr hennar ári áðr. Og reyndist hún þeim einkar vel. Póstrsonr þeirra Páll Johnson hlynnti og að þeim á kvöldi æfidags þeirra eftir að heilsa þeirra var þrotin með hinni hlýjustu rœktarsemi. 20. September lézt einnig í Winnipeg Herdís Þorvaldsdóttir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.