Sameiningin - 01.10.1908, Blaðsíða 7
231
ins“ á hinum síðara stað—, „og er það sœmdarauki vorri
frónsku kristni að láta þessa um þá getið“ (!!).
Fyrir réttum fjórum árum var í blaði þessu minnzt
Ijóðabálks nokkurs eftir séra Yaldemar Briem, sem höf-
undrinn hafði verið svo vænn að senda ritstjóra „Sam-
einingarinnar* ‘ í liandriti til kynningar. Það voru Ljóð
úr Jobsbók. Og um sama leyti birtum vér með leyfi
höfundarins tvenn sýnishorn af því skáldskaparverki (í
blöðunum frá Október og Nóvember 1904). Nú eru ljóð
þessi komin út á prent, og hefir hr. bóksali Halldór S.
Bardal hér í Winnipeg kostað útgáfuna, en í Reykjavík
eru þau prentuð: 115 bls. í 12 blaða broti. Prentunar-
frágangr hinn bezti. Þó höfum vér tekið eftir stöku
stafvillum. Kverið í bandi kostar 50 ct.
Jobsljóð séra Valdemars sóma sér prýðilega meðal
hinna trúarlegu skáldskaparverka lians, sem áðr voru
komin út á meðal almennings. Sökum hins norrœna
bragarháttar, sem þar er svo mikið notaðr, hafa þau á
sér meira af blæ þjóðernis vors en ef til vill nokkuð ann-
að, er sami maðr hefir orkt út af heilagri ritning. Og
þótt trúarandinn sé svo sem að sjálfsögðu allr annar —
hinn heilagi andi gamla testamentis ritninganna—,
minna þau að sumu leyti sterklega á Hávamál.
Þeir allir af fólki voru, sem af eigin reynslu þekkja
til sárra liugsana út af liinum margvíslegu ráðgátum
mótlætisins, munu fegnir lesa ljóð þessi og liafa af þeim
hugfró. Má þá líka vænta þess, að kristnir Islendingar
fari hér eftir út af því að kynnast þessu nýja skáldskap-
arverki að leggja meiri rœkt við hina dýrmætu bók
gamla testamentisins, sem þar er út af orkt.
Jobsbókar-ljóð ætti að fá mikla útbreiðslu í söfnuð-
um vornm, og þau eru inndæl lítil jólagjöf.
Skólamálið.
Oft hafa skoðanir manna verið skiftar á skólamál-
inu. Á kirkjuþingum hafa menn þrásinnis í því máli