Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1908, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.10.1908, Blaðsíða 25
24Q 87 ára aS aldri ffœdd 31. Maí 1821). Hún hafSi langa langa tíö veriö ekkja. Nafn manns hennar, er á sínum tíma andaöist á Íslandi, var Sveinn Jónsson. Dóttir hennar Gróa, ekkja ensks manns, öldruö kona, á heima í Selkirk. Þar haföi og Herdís heitin áör dvaliö. Fyrir fjórum árum gekk hún í Fyrsta lúterska söfnuð til þess eins og hún sagöi þá að deyja þar — í söfnuð- inum, sem henni og auðnaðist blessunarlega. Heimili hennar á þessum síðustu árum var hjá þeim Þorsteini Peterson og Guð- rúnu Sigurðardóttur konu hans, sem önnuöuist hana meö kær- leiksríkri nærfœrni. 8. Ágúst síðasta andaðist á heimili Stefáns sonar síns í Minneota, Minn., öldungrinn Jósef Jósefsson Hoff, 77 ára að aldri, ættaðr frá Bakka á Langanesströnd, eftir langa og afar erviða sjúkdómslegu, sem ;hann hafði boriö meö sérstakri still- ingu. Jósef sál. var hugljúfi hvers manns, glaðlyndr og góö- viljaðr. Sannkristinn var hann og sterktrúaðr, og er hans minnzt af öllum með viröingu og miklum kærleika. Á honum rœttust orö Símeons; „Nú lætr þú, drottinn! þjón þinn í friði fara, þar eð eg hefi fengið að sjá ‘hjálpræði þitt.“ — B. B. J. í Marshall, Minn., lézt 23. September Friðrik Matúsalem (Árnason) Anderson. Hann var formaðr íslenzka safnaðarins í Marshall og kirkjuþingsmaðr síðastliöið suma.r. Heilsubilaðr hafði hann verið um nokkur ár, en dáuöa hans bar að hömdum fyrr en búizt var við. Hann var að eins 55 ára gamiall. Kom frá íslandi (m VopnafirðiJ fyrir 20 árum og haföi dvalið í Marshall öll þau ár nema fyrsta vetrinn; þá var hann í Minne- ota. Mr. Anderson var bókbindari og stundaði þá iðn í Mar- shall. Hann lifa kona hans, Sigrborg Jósefsdóttir, og dœtr tvær, María, gift Mr. Emil Aker verzlunarmanni, og Ingunn, skólakennari. — Hinn litli söfnuðr vor í Marshall hefir beöið tjón mesta við fráfall þessa góöa manns og dygga þjóns í víu- garðinum. Mr. Anderson átti mikinn og góðan þátt í starfs- málum safnaöanna hér syöra og bar kirkjulega velferö vora, mjög fyrir brjósti, einkum hin siöari ár. Vér söknum bans sárt og geymum minningu hans í hlýjum og þakklátum hjörtum. B. B. J. Féhirðir kirkjufélagsins, hr. Elis Thorwaldson, kvittar fyrir þessum fjárupphæöum, sem honum hafa veriö afhentar; aj til stuönings iheimatrúboði: Mrs. J. H. Frost $1, Brandon- söfn. $5, St. Jóhannesar söfn $37, Konkordía-s. $16, Swan Riv-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.