Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 4
25. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR4
FRÉTTASKÝRING
Hver eru árhrif öskufalls á skordýralíf?
Öskufall frá eldgosinu í Eyjafjalla-
jökli í fyrra olli því að fjöldi hun-
angsflugna er nú ekki svipur hjá
sjón á áhrifasvæði gossins. Nýtt
landnám hunangsflugna þarf að
koma til að einhverju leyti, segir
skordýrafræðingur. Afföll skor-
dýra kunna að hafa tímabundin
áhrif á þroska gróðurs enda gegna
skordýr stóru hlutverki í nátt-
úrunni við frævun plantna.
Á þetta bendir Erling Ólafsson,
dýrafræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun. „Ef býflugur eða hun-
angsflugur verða fyrir áföllum
þá nýtur þeirra ekki lengur við til
að fræva plöntur, en það hlutverk
þeirra í lífríkinu er afar þýðingar-
mikið.“ Hann tekur fram að marg-
ar plöntur í íslenskri náttúru séu
háðar skordýrafrævun.
Erling segir að eldgosið í Eyja-
fjallajökli í fyrra hafi valdið því
að hrun hefur orðið hjá hunangs-
flugum og ekki sé vitað hvað það
tekur langan tíma fyrir þær að ná
fyrri stofnstærð.
„Í raun þarf nýtt landnám inn á
svæðin til að flýta fyrir batanum.
Drottningin hefur búskapinn ein
síns liðs að vori en fáar drottning-
ar urðu til á svæðinu síðastliðið
haust til að leggjast í vetrardvala
og taka við kyndlinum í vor.“
Erling segir að slíkt landnám
þurfi ekki að taka langan tíma
en „þá þurfi þær að frá frið fyrir
eldgosum“ eins og Erling kemst að
orði.
Engar sérstakar rannsóknir eða
talningar liggja fyrir um afleiðing-
ar eldgossins í fyrra á skordýralíf.
Þó býr Náttúrufræðistofnun yfir
áhugaverðum gögnum úr öðru
verkefni, eða Vöktun fiðrilda, sem
eftir er að vinna úr. Ekki fer þó á
milli mála að breyting hefur orðið
á skordýralífi undir Eyjafjöllum
samanborið við fyrri ár.
svavar@frettabladid.is
■ Frævun er flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis.
■ Frjókorn eru afar smá eða á stærð við rykkorn. Hlutverk
þeirra er það sama og hjá sáðfrumum dýra. Frjókornin
þroskast inni í frjóhirslum í frjóhnöppum frævlanna,
en segja má að frævlar séu hinn karllegi hluti blóm-
plöntunnar.
■ Þegar frjóhnapparnir eru þroskaðir þá opnast þeir og
frjókornin losna og berast með margvíslegum leiðum til
blóms á annarri plöntu af sömu tegund. Algengast er að
frjókornin berist á milli plantna með skordýrum en aðrir
dýrahópar svo sem fuglar eða jafnvel spendýr bera einnig
frjókorn. Frjókorn berast líka á milli plantna með vindinum
eins og mjög algengt er hérlendis.
■ Kvenlegur hluti blómplöntu kallast fræva. Efsti hluti
frævunnar nefnist fræni en það veitir frjókornum
viðtöku og festast þau þar vegna þess að frænið er loðið
eða slímkennt.
■ Þegar frævunin eða flutningur frjókorna til frænis hefur átt
sér stað getur frjóvgun orðið. Heimild: Vísindavefurinn
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Hvað er frævun?
Frjóþráður
Frjókorn
Frjóhnappur
Krónublað
Bikarblað
Egg-
fruma
Frævill
Eggleg
Stíll
Fræni
Fræva
Verða öskunni að bráð
Humlur eru að mestu horfnar af þeim svæðum þar sem mest öskufall var í gosinu
í fyrra. Þær þurfa að nema land að nýju til að sinna mikilvægu hlutverki sínu.
Humlur eru mikil-
vægir frjóberar í
íslenskri náttúru.
Undir Eyjafjöllum er fjöl-
breyttara gróðurfar heldur
en í nágrenni við Vatnajökul.
Humlur gegna mikilvægara
hlutverki þar sem gróður er
fjölbreyttari.
Engjarós,
smárar og
bláklukka eru
á þessum
svæðum.
Á vorin sækja
drottningar hunangs-
flugna í víði til að
sækja frjókorn.
*Hóst*
Erfitt er að meta hver áhrifin
verða á gróðurfar vegna
fækkunar hunangsflugna.
Lítið er af bláberjum
á öskufallssvæðum
miðað við mörg
önnur landsvæði
og því áhrif á
berjasprettu ekki
tiltakanlega mikil.
Hlutverk humla við frævun
er vanmetið í íslenskri
náttúru.
Tugþúsundir, sumir segja
milljónir flugna, eru að
vinna mánuðum saman.
Skyldi mikilvægi þessa vera
mönnum hugstætt?
Hringrásin í
náttúrunni er
viðkvæm og
lítið þarf til að
raska henni.
VENJULEGT ÁRFERÐI Humlur gegna mikilvægu hlutverki og lítið þarf til að raska
viðkvæmu jafnvægi í náttúrunni.
EFTIR ÖSKUFALL Þegar askan fellur á gróður og viðkvæm smádýr hefur það
töluverða röskun í för með sér.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
26°
19°
14°
21°
24°
14°
14°
22°
17°
28°
27°
33°
18°
20°
16°
15°Á MORGUN
Vaxandi S- og SA-átt,
hvassast SV- og V-til.
FÖSTUDAGUR
5-10 m/s.
5
4
4
6
77
8
2
6
4
6
7
6
4
3
4
3
3
2
3
2
3
6
6
6
8
7
5
10
8
6
7
SUÐLÆG ÁTT
MEÐ VÆTU næstu
daga en í fyrra-
málið gengur í
stífa suðaustanátt
um sunnan og
vestanvert landið
með rigningu síð-
degis. Víða einhver
úrkoma aðra nótt.
Á föstudag verður
rigning suðaust-
an til í fyrstu en
annars víða skúrir.
Hlýnar í veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra og Ögmundur Jónas-
son innanríkisráðherra komu til
Kirkjubæjarklausturs í gær og
fóru yfir stöðu mála með aðgerða-
stjórn og almannavarnanefnd.
Ráðherrarnir heimsóttu einnig
ferðaþjónustuna að Hunkubökkum
og hjúkrunar- og dvalarheimilið
Klausturhóla og ræddu við íbúa og
starfsfólk.
Jóhanna segir ríkisstjórnina
staðráðna í að gera allt sem í henn-
ar valdi stendur til þess að koma
fólki á svæðinu til aðstoðar.
„Við munum létta fólki erfiðleik-
ana sem það er í núna og verður
sennilega í áfram. Því þó að gosið
hætti fljótlega eða það sljákki veru-
lega í því þá verður fólk að glíma
við þetta öskufall og afleiðingar
þess í vikur eða mánuði. En við
vonum það besta,“ segir Jóhanna.
Búið er að samþykkja beiðni yfir-
valda á svæðinu um áframhaldandi
viðveru og aðstoð lögreglunnar
á Kirkjubæjarklaustri og nær-
liggjandi sveitum. Þá er unnið að
gerð aðgerðaáætlunar undir for-
ystu Almannavarna og bíður ríkis-
stjórnin eftir henni.
„Við erum að fara yfir allt svæð-
ið og meta þörfina eftir aðstoð. Við
búum að nokkurri reynslu eftir
Eyjafjallajökul sem mun gagnast
okkur vel við þessar aðstæður þar
sem verið er að meta þetta erfiða
mál,“ segir Jóhanna. - sv
Ráðherrar áttu fund á Kirkjubæjarklaustri í gær:
Ríkisstjórnin kemur
íbúum til aðstoðar
HEIMSÓKN Í KLAUSTURHÓLA Ráðherrarnir áttu stutt spjall við Ragnar Gíslason, íbúa
í Klausturhólum. Ragnar segist hafa fundið dálítið fyrir öskunni og það sé undarleg
tilfinning að vita af eldgosi í næsta nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Veiðimálastofnun mælist til þess
að þeir hafi samband sem verða
varir við dauðan fisk, jafnt seiði
sem stærri fisk, í vötnum eða ám
þar sem öskufalls gætir frá eld-
stöðinni í Grímsvötnum. Stofnunin
mun fylgjast með framvindu mála
og reyna eftir föngum að vera fólki
til ráðgjafar og skoða vötn þar sem
fiskdauða verður vart.
Fréttir berast af því að veiðiárnar
í Skaftárhreppi séu litaðar af ösku-
framburði. Í eldfjallaösku geta verið
eiturefni eins og flúor og álsambönd.
Þegar úrkoma verður skolast þessi
efni auðveldlega út og í nærliggj-
andi vötn og geta valdið þar dauða
lífvera. - shá
Fólk beðið að fylgjast með fiskdauða:
Veiðiár litaðar af ösku
RÍKI VATNAJÖKULS Horft frá Vatnajökli
til suðvesturs yfir Skaftá, Fögrufjöll og
Langasjó. MYND/UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ