Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 26
25. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng Landlæknisembættið stendur um þessar mundir fyrir rannsókn á heilbrigði og líðan barna og unglinga. Þar er heilsa barna og unglinga metin í ljósi félagslegrar og efnahagslegrar stöðu foreldra. „Heilsa barna á Norðurlöndunum er almennt talin mjög góð í saman burði við önnur lönd. Það útilokar hins vegar ekki að ýmis vandamál séu til staðar,“ segir Geir Gunn- laugsson land- læknir þegar hann er inntur eftir tilgangi norrænnar samanburð- arrannsóknar sem nú stend- ur yfir. Rann- sókninni er ætlað að kanna heil- brigði og líðan barna og unglinga, sérstaklega í ljósi félagslegrar og efnahagslegrar stöðu foreldra. „Þessi rannsókn nær yfir lang- an tíma en sú fyrsta var gerð árið 1984, önnur árið 1996 og nú stend- ur sú þriðja yfir,“ segir Geir og telur athyglisvert að geta horft á þróunina yfir árin, hvort þættir sem ekki voru í lagi hafi batnað og hvort heilbrigðisvandamálin séu þau sömu eða hvort ný bætist við. Hann segir margt áhugavert hafa komið í ljós í rannsókninni árið 1996. Til dæmis hafi komið fram að ójöfnuður var nokkur. „Þeir sem voru í efnaminni fjöl- skyldum sóttu síður þjónustu lækna,“ segir Geir. Hann bend- ir á að þessar rannsóknir séu þær einu sem snerti ójöfnuð hjá íslenskum börnum. „Niðurstöð- ur rannsóknarinnar sem fram fór 1996 voru síðan notaðar í heilbrigðisáætlun fyrir 2000 til 2010,“ upplýsir hann og bendir á að þekking sem verði til í slíkum rannsóknum sé mikils virði fyrir stefnumótun heilbrigðismála er varða heilsu barna. En er ástæða til að ætla að ójöfnuður sé orðinn meiri í dag? „Ég vil ekki gefa mér niðurstöðu fyrir fram, en hins vegar hefur samfélagið þurft að ganga í gegn- um efnahagslegar þrengingar og því er ekki útilokað að þrengt sé að barnafjölskyldum,“ segir Geir, sem gerir ráð fyrir að fyrstu nið- urstaðanna sé að vænta í haust. Það byggi þó á því að svörun foreldra í rannsókninni verði góð. „Spurningalistinn um heilsu- far og aðstæður barna var sendur til foreldra 3.200 barna á aldrinum tveggja til sautján ára. „Það er mjög mikilvægt að fá sem besta svörun til að rann- sóknin verði sem marktækust. Þarna hafa foreldrar í raun tæki- færi til að segja okkur hvað þeir upplifa sem vandamál og fyrir okkur að finna lausnir. Þannig getum við unnið saman að því að bæta þjónustu okkar við veik börn.“ - sg Góð þátttaka foreldra skiptir mestu Geir Gunnlaugsson landlæknir. Með því að svara spurningalistanum fá foreldrar tækifæri til að segja landlækni hvað þeir upplifa sem vandamál. NORDICPHOTOS/GETTY Soroptimistaklúbbur Reykja- víkur stendur fyrir opnu golf- móti kvenna laugardaginn 4. júní í golfklúbbnum Oddi. Mótið er haldið til styrktar sumarnám- skeiðum fyrir unglinga með fötl- un á einhverfurófi, en Soroptim- istaklúbbur Reykjavíkur og Um- sjónarfélag einhverfra standa saman að verkefninu. „Það voru engin sumarnám- skeið í boði fyrir þennan hóp svo þörfin var brýn. Við ákváðum því á fimmtíu ára afmæli Soroptim- istaklúbbs Reykjavíkur að styrkja þetta verkefni og til þess að geta gert það veglega héldum við opið kvennagolfmót í fyrra,“ segir Emilía Sigmarsdóttir, formað- ur fjáröflunarnefndar Soroptim- istaklúbbs Reykjavíkur, en öllum ágóða mótsins verður varið til styrktar námskeiðunum. Mikil ánægja var með nám- skeiðin í fyrra, bæði hjá þátttak- endum og foreldrum, en Emilía segir námskeiðin ekki síður ætluð til að létta undir með þeim. „Mörg þessara krakka voru mikið föst heima við og vildu ekki fara eitt né neitt. Á námskeiðun- um eignuðust þau vini og þátt- takan hvatti þau til að vera meira á ferðinni sjálf,“ segir Emilía og Sigrún Birgisdóttir, fram- kvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra, tekur í sama streng. „Námskeiðin eru byggð upp líkt og önnur leikjanámskeið, til dæmis er farið í sund, keilu og klifur, en þau eru sérstak- lega sniðin að þörfum einstak- linga með fötlun á einhverfurófi. Til dæmis er keypt í matinn og skipst á að elda og hóparnir fara allra sinna ferða í strætó innan- bæjar. Það eflir krakkana til að taka sjálf strætó þess utan,“ segir Sigrún. Þrjú námskeið voru haldin í fyrra og er stefnt á að þau verði jafnmörg í sumar eða fleiri. Skráning á golfmótið fer fram á www.golf.is en nánari upplýsingar er að finna á www.soroptimist.is. - rat Golf fyrir unglingana Brosmildar golfkonur sem styrktu námskeiðin með þátttöku sinni í fyrra. MYND/GUÐRÚN HELGA GYLFADÓTTIR ÍS L E N SK A S IA .IS M S A 55 13 8 05 /1 1 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN WWW.MS.IS NÚ EINNIG MEÐ KÓKOS OG SÚKKULAÐI PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að HLEðSLA ER EINN VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.