Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 22
25. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng
„Ég gerði bók um einhverfu,“
segir Jóhann Leó Linduson,
nemi í grafískri hönnun, um út-
skriftarverkefni sitt. Jóhann Leó
stefnir á að útskrifast úr graf-
ískri hönnun nú í vor. Bókin ber
heitið Í annarra manna spor og
Jóhann segir að tilgangurinn
með henni sé að útskýra á ein-
faldan hátt vandamál tengd ein-
hverfu. „Svipað efni er til á fleiri
stöðum í löngum og þungum rit-
gerðum eða jafnvel ævisögum.
Mig langaði að einfalda þetta efni
og setja það nánast fram á barna-
máli,“ útskýrir Jóhann sem segir
bókina myndskreytta.
Inntur eftir því hvernig hann
fékk hugmyndina að því að gera
bók um einhverfu segir Jóhann:
„Ég á einhverfan, yngri frænda
sem ég hef passað í mörg ár,“
upplýsir Jóhann og bætir við að
honum hafi ekki fundist hann vita
nægilega mikið um einhverfu.
„Þannig að ég nýtti bara tæki-
færið og las mér vel til.“
Að sögn Jóhanns er fjallað um
vanda við úrvinnslu á skynboðum
í bókinni. „Margir sem eru með
einhverfu eru með skynúrvinnslu-
vanda sem þýðir að þeir taka ekki
við skynboðum eins og þeir sem
ekki eru einhverfir. Þeir meðtaka
upplýsingar á annan hátt.“
Aðspurður segir Jóhann Leó
ekki vita hvort bókin verði gefin
út. „Ég er að reyna að láta gefa
hana út. Ég er bara að læra inn á
það ferli núna.“ - mmf
Í spor einhverfra
Jóhann Leó Linduson bjó til bók þar sem vandamál tengd einhverfu eru útskýrð.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Íslendingar sem stærstan
part ársins húka innandyra í
líkamsræktarstöðvum geta
nú með hækkandi sól erfiðað
í fjölbreyttara umhverfi
utandyra, án þess þó að leggja
á sig stórferðalag.
ÞRAMM UPP BREKKUR
Aðdáendur gamalla húsa og rækt-
arlegra eldri garða geta gert
göngutúr í Þingholtunum að erf-
iðisgöngu með því að þramma til
skiptis upp og niður götur Þing-
holtanna. Ágætis halli er í brekk-
unum þannig að gangan getur
reynt verulega á lærin og svo má
skokka létt leiðina niður. Þeir sem
eru að byrja geta sikksakkað göt-
urnar. Aðrir fallegir staðir sem
bjóða upp á þramm upp brekk-
ur innan byggðar eru Breiðholt,
sem er gróið og fallegt og nærri
náttúrunni, og Grafarholt.
SVÆÐI MEÐ FJÖLBREYTTUM MÖGU
LEIKUM
Laugardalurinn er útivistarparadís
fyrir þá sem ætla sér að liðka
skrokkinn, jafnt skokkara, hjól-
reiðafólk sem og sundfólk og þeir
sem vilja koma sér fyrir á grasflöt
með sippuband eða jógadýnu eiga
úr nægum stöðum að velja.
Grasagarðurinn er upplagður til
að dvelja í og gera teygjuæfingar
og fara í létta göngutúra og gaman
er að skokka frá Laugardalnum
sem leið liggur upp í Laugarnes-
hverfið.Margir göngustígar eru
þar og hlauparar duglegir að nýta
sér þá. Þá er svæðið draumur línu-
skautafólksins. Sundlaug er svo
skammt undan til að kæla sig niður
í og slappa af í pottunum eftir erf-
iðið. Líkt og Laugardalurinn er
Ægisíðan útivistarsvæði sem býr
yfir fjölbreyttum möguleikum en
auk þess sem göngu- og hjólastíga
er þar að finna er knattspyrnuvöll-
ur við Ægisíðuna og gaman er að
stikla á steinum í fjörunni.
KVÖLDGÖNGUR
Bara til að upplifa fallegustu sól-
arlög ársins er kvöldganga við
sjávarsíðuna, meðfram Sólfarinu
og tónlistarhúsinu Hörpu til að
mynda, þess virði. Fleiri góða
kvöldgöngustíga má finna, til
dæmis stíginn sem liggur með-
fram sjávarsíðu Seltjarnarness, út
að Gróttu, Elliðaárdalinn, Öskju-
hlíð, og íbúar hvers hverfis þurfa
yfirleitt ekki að leita langt yfir
skammt því í dag eru góðir göngu-
stígar í nær öllum hverfum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Kvöldgöng-
um er hægt að haga á mismunandi
hátt eftir því hve mikið fólk vill
erfiða. Þannig er hægt að sækja á
brattann þar sem honum er til að
dreifa og skokka létt og ganga til
skiptis.
TÚN TIL LEIKJA OG ÆFINGA
Mörgum finnst þeir finna barnið
í sér aftur þegar þeir komast á
stórt tún til að sletta úr klauf-
unum á. Enda hafa fullorðn-
ir tekið höndum saman og stofn-
að brenniboltafélög þar sem stóra
fólkið hittist að kvöldlagi og fer
í boltaleiki. Sem dæmi um tún
sem nota má í stórfiskaleik með
saumaklúbbnum eða einfaldlega
til að æfa kollhnís, handahlaup
eða bara djassballettspor, eru
stór tún eins og Klambratún og
Hljómskálagarðurinn. - jma
Út að leika í borginni
Í sundlaugunum má gera ýmislegt fleira en að hendast
í sundtökum milli sundlaugarbakka, til dæmis má fara í
boltaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þingholtin, með öllum sínum fallegu húsum og stóru görðum, eru sniðin fyrir léttar
fjallgöngur en hægt er að þramma upp talsverðan bratta í Þingholtunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Lengri hjólreiðatúrar og kvöldgöngur eru dásamleg upplifun í
kvöldkyrrð við sjávarsíðu Reykjavíkur. NORDICPHOTOS/GETTY
Laugardalurinn er eitt skemmtilegasta útivistarsvæði borgarinnar í
vernduðu umhverfi og hentar því barnafólki vel. NORDICPHOTOS/GETTY
ALMENN LEIÐSÖGN OG GÖNGULEIÐSÖGN
Leiðsöguskólinn sími: 594 4025
Draumastarf í draumalandi?
LEIÐSÖGU
SKÓLINN
WWW.MK.IS
Langar þig að segja sögur af landi og þjóð? Þá er leiðsögunám eitthvað fyrir þig.
Nám í Leiðsöguskólanum er fjölbreytt og skemmtilegt og opnar dyr að
áhugaverðu og krefjandi starfi.
INNRITUN STENDUR TIL 30. MAÍ