Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 10
25. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR10 VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári. ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM Veðrahvörf Heiðhvolf Veðrahvolf 10-12 km 20 km Askan dreifist með háloftavindum ■ Veðrahvolf nær frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum (tropopuase) en svo kallast efri mörk veðrahvolfsins. Veðrahvörf yfir Íslandi eru oft í um tíu kílómetra hæð. ■ Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafn- framt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að jafnaði þótt vindar séu oft mjög sterkir. ■ Stöðugleiki og vindáttir ráða hvert askan berst. ■ Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafall- anda og vindstefnu og styrk. ■ Gosefni sem berast upp í loftið frá eldstöð mæta þessari lagskiptingu. Hitinn neðst í gosmekkinum er mjög mikill og á mjög greiða leið lóðrétt. ■ Miklar sprengingar þarf þó til þess að gosefni berist í gegnum veðrahvörf- in. Í langflestum gosum hér á landi berst ekki mikið af efnum þar upp. ■ Veðrahvörfin nagast þó aðeins að neðan og við það verður blöndun gosefna við allra neðstu lög heiðhvolfsins. Þetta loft getur þá borist mjög langar leiðir áður en það fellur út. ■ Berist gosmökkurinn upp í veðrahvörfin getur aska borist um alla jörðina á tiltölulega stuttum tíma. Öskufall Ríkjandi vindátt Um 500 flugferðum var aflýst í Evrópu í gær vegna öskuskýja frá gosinu í Grímsvötnum, sam- kvæmt tölum frá Eurocontrol, flugumferðarstjórn Evrópu. Ekki voru allir sáttir við þá ákvörðun að loka flughelginni yfir Skotlandi og bárust hörð mótmæli frá flugfélaginu Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu. Á vef félagsins var því haldið fram að bannið væri ástæðulaust. Til þess að sýna fram á það flaug vél á vegum Ryanair yfir Skotland þar sem öskuþéttleiki átti að vera yfir hæstu mörkum, svokallað rautt svæði samkvæmt skilgreiningu flugmálayfirvalda þar í landi. Flugferðin tók eina klukkustund og var flogið í 41 þúsund feta hæð. Að fluginu loknu sendi Ryanair frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að engin öskuský hefðu verið sjáanleg og engin ummerki væri að finna á þotuhreyflum eða ytra byrði flugvélarinnar. Því kallaði félagið eftir því að flugbanni yrði aflétt þar sem reynsluflugið sýndi að spá bresku veðurstofunnar um rauð svæði væri „gjörsamlega óáreiðanleg og alger- lega óstudd gögnum um þéttleika ösku í lofti“. Richard Taylor, talsmaður bresku flugumferðastjórnarinnar, vísaði þessum ummælum til föðurhúsanna í samtali við sjónvarpsstöðina CNN. Taylor sagði staðhæfingar Ryanair „ósannar“ og vél félagsins hefði ekki verið flogið þar sem þéttleik- inn var á efsta stigi. Þessu var hafnað af hálfu Ryanair og ítrekað að flogið hafi verið í gegnum rautt svæði. Þá gagnrýndi Alþjóðasamband flugrekenda bresk flugmálayfirvöld fyrir að gera ekki eigin athuganir á aðstæðum heldur reiða sig um of á spár veðurstofunnar. Engu að síður voru fjölmörg flugfélög sem tóku banninu af ró og Evrópusamtök flugmanna vöruðu við því að flug- félög sendu vélar sínar inn í aðstæð- ur þar sem ösku væri að finna. Síðustu spár Eurocontrol í gær gerðu ráð fyrir að öskuský gætu haft áhrif á flug í Danmörku, suður- hluta Noregs og Svíþjóðar og norð- urhluta Þýskalands fram á daginn í dag. thorgils@frettabladid.is Segja ösku- spárnar vera ómarktækar Aska frá Grímsvötnum hefur truflað flug í Evrópu. Yfirmenn Ryanair mótmæla flugbanni og fóru í reynsluflug um umdeilt öskusvæði. Segja öskuspá bresku veðurstofunnar gjörsamlega óáreiðanlega. Eldgosið í Grímsvötnum markaði viss tímamót í flugmálastjórn Evrópu þar sem um er að ræða eldskírn nýrrar fjölþjóðlegrar stofnunar sem hefur yfirumsjón með flugumferð þegar hættuástand skapast. Samhæfingarhópur um flugöryggi á hættutímum var stofnaður fyrir ári til að koma í veg fyrir upplausnarástand líkt og skapaðist í kringum eldgosið í Eyjafjallajökli, en hópurinn kom fyrst saman á mánudag. Þar eiga sæti, meðal annarra, flugumferðarstjórnir, framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins, flugfélög og rekstrarfélög flugvalla. Ný stofnun um flugöryggi í Evrópu Gos hófst í Vatnajökli rétt í þann mund sem tilbúið var nýtt sér- brugg af samnefndum bjór í Ölv- isholti í Flóahreppi. „Ég gekk yfir í brugghúsið á laugardagskvöld- ið að sækja Vatnajökul í könnu og frétti þegar ég kom út að gos væri hafið,“ segir Jón Elías Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Ölvisholts. Framleiðslan er samstarf Ölvis- holts og Ríkis Vatnajökuls, en bjór- inn á einvörðungu að fást á börum og í veitingahúsum í nágrenni jökulsins. Jón Elías segist engar áhyggjur hafa af því að gosið setji strik í reikninginn þegar kemur að sölu bjórsins. „Nei, ég er full- ur bjartsýni. Ég sendi hann strax austur með hraði, en við urðum að senda hann norður fyrir,“ segir hann. „Það er nú nógu erfitt að fá yfir sig eldgos þó að menn hafi ekki eitthvað almennilegt að drekka.“ Jón segist hins vegar ekkert of spenntur fyrir því að brugga mjög mikið af Vatnajökli, því fram- leiðslan á honum sé flókin. „Við fáum hingað til okkar flutninga- bíla með nokkur tonn af jökulís úr Jökulsárlóninu sem við svo bræð- um til að fá vatn í framleiðsluna,“ segir hann. Þá segir hann einnig stuðst við séruppskrift og bjórinn því ólíkur öðrum bjór frá fyrirtæk- inu. Til dæmis sé hann kryddaður með blóðbergi. „Hann er því dálítið sérstakur, en útlendingar eru mjög hrifnir af honum.“ - óká Um leið og lokið var bruggun á bjórnum Vatnajökli hófst gos í jöklinum: Sendur norðurleiðina með hraði Í BRUGGHÚSINU Jón Elías Gunnlaugsson að störfum í Ölvisholti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.