Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 28
25. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng ● LANDSMÓT UMFÍ 50+ Búið er að opna fyrir skráningu á fyrsta Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem haldið verður á Hvammstanga 24. til 26. júní í sumar. Keppnisgreinar á mótinu í sumar eru fjölbreyttar, allt frá badminton, blaki, boccia og briddsi til fjalla- skokks, golfs, hestaíþrótta og línu- dans. Skráning og aðrar upplýsingar um mótið eru á vefsíðunni www.lands- motumfi50.is. Þátttökugjald er 6.000 krónur. Innifalið í verðinu er keppnis- gjald, tjaldsvæði og afþreying meðan á mótinu stendur. ● JÓGA Í BARÁTTU VIÐ BRJÓSTAKRABBAMEIN Jóga hefur jákvæð áhrif á konur með brjóstakrabbamein. Það hefur í för með sér minna stress og meiri vellíðan. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn sem gerð var í Háskóla Texas í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð á konum sem voru í geislameðferð við brjóstakrabbameini. Konunum var raðað handahófskennt í hópa. Einn hópurinn var látinn æfa jóga, annar gerði venjulegar teygjuæfingar og sá þriðji gerði engar æfingar. Eftir geislameð- ferðina voru þær beðnar um að svara spurningum um heilsu sína. Konunum í jógahópnum og þeim sem gerðu teygjuæf- ingar leið betur heldur en þeim sem gerðu engar æfingar. Þó leið konunum sem stunduðu jóga sýnu betur í heildina. ● LISTELSKIR KARLAR ERU HAMINGJU SAMARI Karlmenn sem njóta þess að sækja tónleika, listasöfn og leikhús eru líklegri til að vera lífsglaðari og heilsuhraustari en þeir sem eru óvirkir í menningar- lífinu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Norges tekn- isk-naturvitenskapelige universitet sem náði til fimm- tíu þúsund Norðmanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að bæði karlar og konur sem taka virkan þátt í íþróttum, kirkjustarfi og hvers kyns menningarviðburð- um eru við betri heilsu og lukkulegri með lífið. Munur- inn var mun meiri hjá körlum, sem eru níu prósentum líklegri en aðrir til að vera hraustari, fjórtán prósentum líklegri til að vera hamingjusamari og tólf prósentum ólíklegri til að verða þunglyndi að bráð. ● ÁHERSLA Á HEIL BRIGÐA LÍFSHÆTTI Sumarstarf Ferðafélags barnanna er að hefjast. Í starfi félagsins er áhersla lögð á að bjóða upp á ferðir og uppákomur fyrir börn sem víkka sjóndeildarhring þeirra og upplýsa þau um heil- brigða lífshætti úti í náttúrunni. Ferðunum er skipt í þrjá aldursflokka, upp að tólf ára aldri. Börn á leikskólaaldri fara meðal annars í fjöruferðir, hestaferðir og stuttar fjallgöngur. Í næsta aldursflokki, frá sex til níu ára, er farið í göngur og ratleiki og rifjaðir verða upp íslenskir leikir. Börn á aldrinum tíu til tólf ára fara meðal annars í skipu- lagðar dagsferðir þar sem farið verður í fjallgöngur. Nánari upplýsingar um starfsemi Ferðafélags barnanna og skráningu er að finna á vefsíðunni www.allirut.is. - mmf FjögurSEX Kl. 16:00 Svali Kl. 9:00 Heiðar Kl. 13:00 Villta Vestrið Kl. 7:00 AÐ EILÍFU FM FjögurSEX Brynjar Már og Margrét Björns gera heimferðina skemmtilegri Villta Vestrið Nýr og ferskur morgunþáttur frá mönnunum á bak við lögin Sjomleh, Keyrum þetta í gang,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.