Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 32
4 matur
Við reynum að haga elda-mennskunni í samhengi við árstíðirnar og við það hráefni sem best er á
hverjum tíma,“ segir Gísli.
„Karfinn hentar vel á grill-
ið, er hæfilega feitur og þéttur
og losnar ekki í sundur. Hann er
líka á skikkanlegu verði.“ Þeim
hjónum er kappsmál að vita hvað
þau láta ofan í sig og rækta sínar
eigin kryddjurtir í chermoula-
marineringuna sem ættuð er frá
Norður-Afríku. „Hún er vinsæl
á sjávarfang og kjúkling, ein-
föld og ofboðslega góð með grill-
uðum fiski. Svo finnst okkur
gott að borða blöndu af villihrís-
grjónum með karfanum. Það
tekur lengri tíma að sjóða þau en
bragðið á einstaklega vel við fisk.
Þessi réttur er einfaldur, hollur og
sumarlegur.“
Líf Gísla og Ingu snýst að
stórum hluta um mat en þau vinna
mikið af kynningarefni fyrir mat-
vælafyrirtæki og hafa auk þess
gefið út tvær matreiðslubækur
saman. Þá er þriðja bókin væntan-
leg í haust. „Það snýst allt um mat
hjá okkur. Við tölum mikið um mat
og fjöllum um mat og höfum mik-
inn áhuga á hvaðan hráefnin koma.
Við erum líka óhrædd við að prófa
okkur áfram.“ - rat
Sumarlegur karfi
Hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur
hönnuður hjá auglýsingastofunni Fabrikkuni eru mikið áhugafólk um matargerð.
Þau grilluðu karfa í sumarblíðunni og ljóstruðu upp uppskriftinni.
Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir, grafískur hönnuður,
eru forfallnir matgæðingar og gefa hér lesendum uppskrift að hollum sumarrétti.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Grillaður karfi í chermoula-marineringu. MYND/GÍSLI EGILL HRAFNSSON
MARINERING
75 ml kóríanderlauf, gróf-
söxuð
75 ml steinselja, grófsöxuð
2 hvítlauksrif, kramin
½ tsk. kummin, malað
½ tsk. paprika
½ tsk. sítrónupipar
½ tsk. salt
¼ tsk. cayennepipar
2 msk. ólífuolía
1 msk. sítrónusafi
Maukið allt saman í mat-
vinnsluvél.
500 g karfaflak með roði
eða tvær vænar steikur
sneiddar úr flakinu
salt og pipar
Hitið grill vel upp. Beinhreins-
ið fisk og smyrjið mariner-
ingu vel yfir hann á roðlausu
hliðinni. Setjið fiskinn á grillið
með roðhliðina niður og grill-
ið við háan hita í 2-3 mínútur
í lokuðu grillinu. Snúið fisk-
inum við með spaða og klárið
steikinguna á um það bil 2
mínútum. Hafið grillið lokað á
meðan. Saltið og piprið eftir
smekk. Einnig er hægt að
grilla fiskinn í fiskiklemmu.
KÖLD SÍTRUSSÓSA
½ dós sýrður rjómi
klípa af kummin
klípa af cayennepipar
börkur af ½ sítrónu, bara
guli hlutinn, fínrifinn
börkur af ½ límónu, bara
græni hlutinn, fínrifinn
Hrærið lauslega saman.
Berið fiskinn strax fram með
soðnum villihrísgrjónum,
kaldri sítrussósu, sítrónubát-
um og salati.
GRILLAÐUR KARFI Í CHERMOULA-
MARINERINGU FYRIR TVÖ
A
S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ...
Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
Hnoðar deig
Býr til heita súpu og ís
Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir
Vita Mix svunta og
kanna fylgja með á
meðan birgðir endast
Blandarinn sem allir eru
að tala um!
Úðabrúsi 5L
kr. 2.695
ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT
Verkfæralagerinn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17
Bílaþvottakústar
2.995 Bílabónvélar 3 gerðir
frá kr.4.995
12V Fjöltengi
kr.1.995
Straumbreytir
12V->230V
kr.7.995
Straumbreytir
230V->12V
3.985
12/24V Framlenging
kr.999
Reiðhjólafestingar á kúlu
F/2-hjól kr. 4.785
F/3-hjól kr. 9.760