Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 49
matur 5
www
FJÓRIR FLJÓTLEGIR
RÉTTIR FYRIR SVALIRNAR
LÉTT ÁVAXTASALAT
FYRIR EINN
Skerið 2 ferskjur í litla
bita og blandið
þeim saman
við lófafylli
af blá-
berjum í skál.
Hrærið 3 msk.
af hlynsírópi
saman við ¼ tsk.
af sjávarsalti og 2
msk. af appelsínu-
safa. Hellið blöndunni
yfir ávaxtablönduna og
snæðið.
BAKAÐUR KÚRBÍTUR
FYRIR EINN
Í þennan rétt þarf einn miðlungsstóran
kúrbít, 2 msk. ólífuolíu, ¼ bolla af
rifnum
parmesan-
osti, salt og
pipar.
Kúrbíturinn
er skorinn í
um 1
sentimetra
þykkar
sneiðar og
settur í
eldfast mót
eða á
bökunarpappír á plötu. Ólífuolíunni er
hellt yfir kúrbítinn og þar á eftir er
parmesanostinum stráð ofan á.
Rétturinn er bakaður í 190° C í 35-40
mínútur. Tilvalið miðdegissnarl á
svölunum.
KARTÖFLUSALAT MEÐ
BEIKONI OG EGGJUM
FYRIR EINN
Sjóðið 200 g af kartöflum, kælið,
skrælið og skerið í bita við hæfi.
Harðsjóðið 2 egg og skerið þau í bita
af svipaðri stærð og kartöflurnar.
Steikið 4-5 sneiðar af beikoni og skerið
í litla bita. Blandið saman 2 msk. af
majónesi, 2 msk. af sýrðum rjóma og 1
msk. af rifsberjahlaupi. Kryddið
blönduna með salti og pipar. Blandið
kartöflunum, eggjunum og beikoninu
saman við sósuna og setjið í skál. Best
er að láta salatið standa í kæli, að
minnsta kosti í 5 klst. áður en snætt er.
FERSKIR MAÍSSTÖNGLAR
FYRIR EINN
Maísstönglar með bræddu smjöri og
salti er einfaldur réttur sem slær
yfirleitt í gegnum hjá ungum sem
öldnum. Oft er
hægt að kaupa
maísstönglana
ferska og er um
að gera að nýta
sér slík tækifæri
og henda
nokkrum í pott
eða á grillið.
Muna bara að
hreinsa blöðin
utan af honum
áður. Til að fá
maísinn mjúkan er
gott að sjóða
hann í 15 mínútur en vilji fólk hann
heldur stökkan er nóg að sjóða hann í
8 mínútur. Á grillinu er gott að miða
við 15 mínútur. Setjið smjör og salt á
stönglana eftir eldun og saltið ekki
suðuvatnið, það gerir þá harða.
NJÓTTU
www.ora.is
GRILLUM SAMAN Í SUMAR
GRILLAÐU
AF ÁSTRÍÐU
www.allrecipes.com er vefsíða þar sem
hægt er að nálgast ýmsar uppskriftir,
meðal annars grískt pasta, vatns-
melónu salat og rjómalagaða aspassúpu.
www.bbcgoodfood.com
birtir ýmsar uppskriftir.
Þar er að finna
grænmetisrétti,
heilsusamlegar
uppskriftir,
og ýmsa
þjóðlega
rétti.
www.foodista.com er vefsíða þar sem
birtar eru fréttir og fróðleikur um mat
ásamt uppskriftum. Markmiðið er að
búa til alfræðiorðabók um mat á netinu.
Sniðugar vefsíður