Fréttablaðið - 09.07.2011, Síða 78

Fréttablaðið - 09.07.2011, Síða 78
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR54 PERSÓNAN Nafn: Eysteinn Sigurðarson Aldur: 20 ára. Starf: Rödd sannleikans í Villta Vestrinu á FM957. Fjölskylda: Hún er stór og flókin. Foreldrar: Sigurður Böðvars- son læknir og Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslu- fræðingur. Búseta: Hótel Mamma í Vestur- bænum. Stjörnumerki: Bogmaður. Eysteinn Sigurðarson er einn af þáttastjórnendum Vilta Vestursins á FM 957 alla virka morgna frá kl. 7-9. „Charlie Murphy er mjög fyndinn sögumaður,“ segir Berang Sha- hrokni, verkefnastjóri hjá sænska afþreyingarfyrirtækinu Absimilis Entertainment. Absimilis stendur fyrir komu grínistans Charlie Murphy til landsins, en hann treður upp í Hörpu laugardaginn 1. október. Murphy er stóri bróðir leikarans Eddie Murphy og var í fylgdarliði hans á árum áður. Shahrokni sér um uppistands- sýningar víða um Evrópu og hefur áður flutt grínista til Íslands. Hann var í föruneyti Pablo Franc- isco þegar hann tróð upp í Reykja- vík í október á síðasta ári og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á bandarísku gríni hér á landi. „Mér fannst því góð hugmynd að flytja fleiri grínista til Íslands,“ segir hann og bætir við að hann hafi í hyggju að flytja inn stór nöfn til Íslands í framtíðinni. Margir muna eftir Charlie Murphy úr gr ínþát tunum Chappelle Show, sem sýndir voru á Skjá einum fyrir nokkrum árum. Þar sagði hann meðal annars óborganlegar sannar sögur af tím- anum í fylgdarliði bróður síns. Á meðal þeirra sem voru fyrirferðar- miklir í sögunum voru tónlistar- mennirnir Rick James og Prince. Shahrokni segir Murphy vera ein- stakan sögumann og að sá hæfi- leiki leyni sér ekki í uppistandinu. „Sýningin hans er ólík sýningum annarra grínista. Hún er mjög lík þáttunum E! True Hollywood Stories, en bara miklu fyndnari.“ Shahrokni segir að Ísland sé nú komið aftur á kortið hjá fyrirtæki hans, eftir óvissu sem skapaðist meðal annars í kjölfar efnahags- hrunsins. Þá segir hann tónlist- ar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hafa mikið að segja og að loksins sé kominn salur sem henti fullkom- lega fyrir sýningar sem þessar. „Hingað til hefur ekki verið tón- leikasalur í Reykjavík. Það hafa ekki verið margir salir sem virka fyrir listamennina okkar,“ segir hann. „Harpa er akkúrat það sem Reykjavík þarf á að halda, en ég vildi að þar væri líka fimm eða sex þúsund manna salur.“ atlifannar@frettabladid.is BERANG SHAHROKNI: LOKSINS KOMINN SALUR UNDIR GRÍNIÐ Á ÍSLANDI Charlie Murphy segir sannar sögur í Hörpu BRÆÐUR Charlie Murphy, til hægri á myndinni, ásamt litla bróður, leikaranum Eddie Murphy. NORDICPHOTOS/GETTY „Við unnum smá verkefni með honum um dag- inn og það var alveg rosalega gaman, hann er algjör snillingur. Hann verður alveg pottþétt hluti af plötunni,“ segir Georg Holm, bassa- leikari Sigur Rósar. Tónskáldið Daníel Bjarnason mun vinna með Sigur Rós á næstu plötu sveitarinnar. Bassaleikarinn segir meðlimi sveitarinnar hafa klárað nokkra grunna að lögum en vildi ekki staðfesta neinar tölur í þeim efnum. Fréttablaðið hafði heyrt tölunni níu fleygt fram. „Þau gætu verið fleiri og þau gætu verið færri,“ segir Georg en hann var staddur í Tyrklandi í fríi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sigur Rós hefur legið í dvala í dágóðan tíma enda var söngvarinn þeirra, Jón Þór Birgisson, að einbeita sér að sólóferli sínum. Georg viðurkennir að fríið hafi gert þeim gott. „Það var fínt að gera ekkert tónlistartengt í smá tíma, bara anda og hafa gaman.“ Alvara lífsins tekur hins vegar við í þarnæstu viku þegar vinna hefst að nýju. Bassaleikarinn vildi ekki gefa upp neina nákvæma dagsetningu á útgáfu þótt umboðsmennirnir væru eflaust til- búnir með þær. Og hann boðar nýja tíma hjá Sigur Rós. „Platan verður full af leikgleði eins og á þeirri síðustu en við erum að feta nýjar slóðir, jafnvel aðrar slóðir en við höfum nokk- urn tímann fetað.“ - fgg NÝR SAMSTARFSFÉLAGI Tónskáldið Daníel Bjarnason vinnur með Sigur Rós á næstu plötu sveitarinnar. Georg Holm lýsir honum sem snillingi. „Ég hef lengi verið að spá og spekúlera í þessum hlut- um og langað til að gera eitthvað þessu líkt. Ég datt í algjöran lukkupott þegar ég fann þennan bíl,“ segir Guðfinnur Karlsson, athafnamaður með meiru en oft- ast kenndur við Prikið. Á næstunni mega höfuðborg- arbúar búast við því að sjá einstakt farartæki á götum bæjarins. Hamborgarastað á hjólum, innblásinn af rokki og róli eins og nafnið gefur til kynna; Rokk Inn. Finni er kominn með leyfi fyrir bílnum á Geirsgö- tuplani, ætlar að færa út kvíarnar enn frekar og hyggst jafnframt herja á afmæli og aðrar veislur. „Þetta er mjög einfalt, bara grillaður hamborg- ari og kók,“ segir Finni. Og hamborgararnir bera engin venjuleg nöfn heldur eru kenndir við alvöru rokkgoð og hljómsveitir; Axl Rose, Led Zeppelin og Frank Zappa svo einhverjir séu nefndir. Eins og myndirnar gefa til kynna hefur Finni lagt mikla vinnu í að endur- byggja bílinn og hann er þessa dagana að koma fyrir borðum í honum. Með honum fylgir síðan hoppukastali sem athafnamaður- inn er að panta frá Kína og hann verður auðvitað í stíl við allt annað, í hamborgaralíki. - fgg Rokkhamborgarar á hjólum ÓTRÚLEGUR VIÐSNÚNINGUR Þegar Finni fann bílinn var greinilegt að hann þurfti að leggja mikla vinnu í hann. Það hefur hann nú gert og bíllinn lítur svona út í dag. Hann á þó enn eftir að leggja lokahöndina á meistaraverkið áður en það sigrar heiminn. Sumarlokun Skrifstofa VM verður lokuð vegna sumarleyfa 18. júlí – 2. ágúst. Umsóknir í sjúkra- og fræðslusjóð sem greiða á 29. júlí, þurfa að berast fyrir 15. júlí. Sími umsjónarmanns orlofshúsa er 693-1333. Hún svarar eingöngu fyrir- spurnum vegna orlofshúsa. VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða. Daníel Bjarnason á næstu plötu Sigur Rósar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.