Fréttablaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 78
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR54 PERSÓNAN Nafn: Eysteinn Sigurðarson Aldur: 20 ára. Starf: Rödd sannleikans í Villta Vestrinu á FM957. Fjölskylda: Hún er stór og flókin. Foreldrar: Sigurður Böðvars- son læknir og Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslu- fræðingur. Búseta: Hótel Mamma í Vestur- bænum. Stjörnumerki: Bogmaður. Eysteinn Sigurðarson er einn af þáttastjórnendum Vilta Vestursins á FM 957 alla virka morgna frá kl. 7-9. „Charlie Murphy er mjög fyndinn sögumaður,“ segir Berang Sha- hrokni, verkefnastjóri hjá sænska afþreyingarfyrirtækinu Absimilis Entertainment. Absimilis stendur fyrir komu grínistans Charlie Murphy til landsins, en hann treður upp í Hörpu laugardaginn 1. október. Murphy er stóri bróðir leikarans Eddie Murphy og var í fylgdarliði hans á árum áður. Shahrokni sér um uppistands- sýningar víða um Evrópu og hefur áður flutt grínista til Íslands. Hann var í föruneyti Pablo Franc- isco þegar hann tróð upp í Reykja- vík í október á síðasta ári og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á bandarísku gríni hér á landi. „Mér fannst því góð hugmynd að flytja fleiri grínista til Íslands,“ segir hann og bætir við að hann hafi í hyggju að flytja inn stór nöfn til Íslands í framtíðinni. Margir muna eftir Charlie Murphy úr gr ínþát tunum Chappelle Show, sem sýndir voru á Skjá einum fyrir nokkrum árum. Þar sagði hann meðal annars óborganlegar sannar sögur af tím- anum í fylgdarliði bróður síns. Á meðal þeirra sem voru fyrirferðar- miklir í sögunum voru tónlistar- mennirnir Rick James og Prince. Shahrokni segir Murphy vera ein- stakan sögumann og að sá hæfi- leiki leyni sér ekki í uppistandinu. „Sýningin hans er ólík sýningum annarra grínista. Hún er mjög lík þáttunum E! True Hollywood Stories, en bara miklu fyndnari.“ Shahrokni segir að Ísland sé nú komið aftur á kortið hjá fyrirtæki hans, eftir óvissu sem skapaðist meðal annars í kjölfar efnahags- hrunsins. Þá segir hann tónlist- ar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hafa mikið að segja og að loksins sé kominn salur sem henti fullkom- lega fyrir sýningar sem þessar. „Hingað til hefur ekki verið tón- leikasalur í Reykjavík. Það hafa ekki verið margir salir sem virka fyrir listamennina okkar,“ segir hann. „Harpa er akkúrat það sem Reykjavík þarf á að halda, en ég vildi að þar væri líka fimm eða sex þúsund manna salur.“ atlifannar@frettabladid.is BERANG SHAHROKNI: LOKSINS KOMINN SALUR UNDIR GRÍNIÐ Á ÍSLANDI Charlie Murphy segir sannar sögur í Hörpu BRÆÐUR Charlie Murphy, til hægri á myndinni, ásamt litla bróður, leikaranum Eddie Murphy. NORDICPHOTOS/GETTY „Við unnum smá verkefni með honum um dag- inn og það var alveg rosalega gaman, hann er algjör snillingur. Hann verður alveg pottþétt hluti af plötunni,“ segir Georg Holm, bassa- leikari Sigur Rósar. Tónskáldið Daníel Bjarnason mun vinna með Sigur Rós á næstu plötu sveitarinnar. Bassaleikarinn segir meðlimi sveitarinnar hafa klárað nokkra grunna að lögum en vildi ekki staðfesta neinar tölur í þeim efnum. Fréttablaðið hafði heyrt tölunni níu fleygt fram. „Þau gætu verið fleiri og þau gætu verið færri,“ segir Georg en hann var staddur í Tyrklandi í fríi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sigur Rós hefur legið í dvala í dágóðan tíma enda var söngvarinn þeirra, Jón Þór Birgisson, að einbeita sér að sólóferli sínum. Georg viðurkennir að fríið hafi gert þeim gott. „Það var fínt að gera ekkert tónlistartengt í smá tíma, bara anda og hafa gaman.“ Alvara lífsins tekur hins vegar við í þarnæstu viku þegar vinna hefst að nýju. Bassaleikarinn vildi ekki gefa upp neina nákvæma dagsetningu á útgáfu þótt umboðsmennirnir væru eflaust til- búnir með þær. Og hann boðar nýja tíma hjá Sigur Rós. „Platan verður full af leikgleði eins og á þeirri síðustu en við erum að feta nýjar slóðir, jafnvel aðrar slóðir en við höfum nokk- urn tímann fetað.“ - fgg NÝR SAMSTARFSFÉLAGI Tónskáldið Daníel Bjarnason vinnur með Sigur Rós á næstu plötu sveitarinnar. Georg Holm lýsir honum sem snillingi. „Ég hef lengi verið að spá og spekúlera í þessum hlut- um og langað til að gera eitthvað þessu líkt. Ég datt í algjöran lukkupott þegar ég fann þennan bíl,“ segir Guðfinnur Karlsson, athafnamaður með meiru en oft- ast kenndur við Prikið. Á næstunni mega höfuðborg- arbúar búast við því að sjá einstakt farartæki á götum bæjarins. Hamborgarastað á hjólum, innblásinn af rokki og róli eins og nafnið gefur til kynna; Rokk Inn. Finni er kominn með leyfi fyrir bílnum á Geirsgö- tuplani, ætlar að færa út kvíarnar enn frekar og hyggst jafnframt herja á afmæli og aðrar veislur. „Þetta er mjög einfalt, bara grillaður hamborg- ari og kók,“ segir Finni. Og hamborgararnir bera engin venjuleg nöfn heldur eru kenndir við alvöru rokkgoð og hljómsveitir; Axl Rose, Led Zeppelin og Frank Zappa svo einhverjir séu nefndir. Eins og myndirnar gefa til kynna hefur Finni lagt mikla vinnu í að endur- byggja bílinn og hann er þessa dagana að koma fyrir borðum í honum. Með honum fylgir síðan hoppukastali sem athafnamaður- inn er að panta frá Kína og hann verður auðvitað í stíl við allt annað, í hamborgaralíki. - fgg Rokkhamborgarar á hjólum ÓTRÚLEGUR VIÐSNÚNINGUR Þegar Finni fann bílinn var greinilegt að hann þurfti að leggja mikla vinnu í hann. Það hefur hann nú gert og bíllinn lítur svona út í dag. Hann á þó enn eftir að leggja lokahöndina á meistaraverkið áður en það sigrar heiminn. Sumarlokun Skrifstofa VM verður lokuð vegna sumarleyfa 18. júlí – 2. ágúst. Umsóknir í sjúkra- og fræðslusjóð sem greiða á 29. júlí, þurfa að berast fyrir 15. júlí. Sími umsjónarmanns orlofshúsa er 693-1333. Hún svarar eingöngu fyrir- spurnum vegna orlofshúsa. VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða. Daníel Bjarnason á næstu plötu Sigur Rósar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.