Fréttablaðið - 16.07.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.07.2011, Blaðsíða 16
16. júlí 2011 LAUGARDAGUR16 J ón Ragnar Jónsson og Frið- rik Dór mæta stundvíslega á Prikið til fundar við blaða- mann Fréttablaðsins. Friðrik Dór, sem er 22 ára, sló í gegn á síðasta ári þegar hann gaf út plötuna Allt sem þú átt sem fékk góða dóma og vakti verðskuldaða athygli sem fyrsta íslenska RnB platan. Hinn 25 ára Jón Ragnar gaf hins vegar út sína fyrstu plötu, Wait for Fate, í síðustu viku, undir listamannsnafninu Jón Jónsson. Hann er líka nýtekinn við starfi ritstjóra vikuritsins Monitors auk þess að æfa fótbolta með FH. Eftir að við höfum komið okkur fyrir á efri hæð Priksins hefjum við spjall- ið og að sjálfsögðu snýst fyrsta spurningin um hvort tónlistaráhug- inn hafi fylgt þeim frá æsku. Jón Ragnar: „Ég hef verið með gít- arinn í hönd síðan ég var átta ára. Þá byrjaði ég að læra á klassísk- an gítar. Ég byrjaði svo að semja lög þegar ég var ellefu ára gam- all, pabbi sagði mér til. Foreldrar okkar [Jón Rúnar Halldórsson og Ásthildur Ragnarsdóttir] höfðu svo sem ekkert verið mikið í tón- list en pabbi var nú samt söngvar- inn í hljómsveitinni Frostmarki á Laugarvatni. Það var rokkhljóm- sveit, skólastjórinn var alltaf að segja honum að klippa sig.” Friðrik Dór: „Ég var látinn læra á píanó í fjögur ár, sem mér fannst rosalega leiðinlegt og árangurinn var í samræmi við áhugann. Svo skipti ég yfir í trommur og það gekk mjög vel. Það þurfti líka að pína mig í tónfræði, enda er ég ekk- ert sérstakur í henni.“ Jón Ragnar: „Ég hætti svo að læra á gítarinn átján ára, það var annar veturinn minn í söngleikjunum í Versló, ég hafði bara ekki tíma fyrir gítarnámið, ætlaði að byrja aftur en gerði það svo ekki.“ Hlutverkin snerust við Þrjú ár skilja bræðurna að í aldri. Þeir eru aldir upp í Hafnarfirði og fóru báðir í Verslunarskólann. Þeir segjast alltaf hafa verið hæfilega samrýmdir. Friðrik Dór: „Ég hef alltaf elt stóra bróður, Jón kenndi mér á gítar og ég fór eiginlega að semja lög af því að hann var semja lög.” Jón Ragnar: „Svo fórstu nú alveg þínar eigin leiðir.“ Friðrik Dór: „Já, það var gott að hafa einhvern til að kenna sér, en svo hafa hlutverkin eiginlega snú- ist við og ég þarf að kenna honum á bransann.“ Jón Ragnar: „Við megum ekki gleyma að segja frá því að við spil- uðum oft saman í bílskúrnum þegar við vorum unglingar.“ Friðrik Dór: „Vorum samt bara að leika okkur, við höfum ekki verið saman í hljómsveit.“ Jón Ragnar: „Það er samt í bígerð. Við ætlum að gefa út Bræðrabanda- lagið. Eða ekki.“ Plata Jóns Ragnars kom sem áður sagði út í síðustu viku. Hann segir að aðallega hafi verið gaman að undirbúa útgáfuna. Jón Ragnar: „Lögin eru frá löngu tímabili. Og það var ágætt að koma þeim frá sér á plötu og segja skilið við fortíðina hahaha. Án gríns þá er þetta mjög skemmtilegt. Það var reyndar aðeins erfitt mánudaginn þegar platan átti að koma út en hún skilaði sér ekki í verslanir og fólk var að spyrja mig um hana. En svo skilaði hún sér fljótt og vel í búðir. Reyndar aðeins vandræðalegt líka þegar kynnirinn á leik FH gegn Grindavík kynnti mig til leiks og fór að hvetja alla til að kaupa plöt- una. Ég ætlaði að vera geðveikt fókuseraður á leikinn en þetta sló mig aðeins út af laginu. Við unnum reyndar með sjö mörkum gegn tveimur en ég átti ekki mikinn þátt í því.“ Þar með berst talið að FH en Jón Ragnar og Friðrik Dór sem ólust upp í Hafnarfirði hafa verið FH- ingar frá blautu barnsbeini. Jón Ragnar: „Frikki er partur af Kaplakrika.“ Friðrik Dór: „Mér finnst rosalega gott að vera þar, ég æfði fótbolta þar til ég var tvítugur. Þá hætti ég enda sá ég að ég var ekki að verða fótboltastjarna hahaha. Ég man að ég hringdi í vin minn, sagð- ist vera hættur og ætla að verða poppstjarna. Ég vil samt ekki vera gaurinn sem hangir þarna að ástæðulausu og þess vegna er ég að þjálfa yngri flokka sem er mjög gaman.“ Jón Ragnar: „FH er eiginlega mjög stór hluti af fjölskyldunni, pabbi er formaður knattspyrnu- deildarinnar og bróðir hans for- maður félagsins og við tölum mjög mikið um fótbolta.“ Friðrik Dór: „Sem er kannski frekar þreytandi fyrir maka okkar sem hafa ekki jafn mikinn áhuga á FH og við hin.“ Jón Jónsson er alteregóið Bræðrunum er fleira til lista lagt en fótbolti og tónlist. Jón Ragnar er hagfræðingur og starfar nú sem ritstjóri vikuritsins Monitors. Hann segir framann í fjölmiðlum frekar óvæntan. Jón Ragnar: „Ég fór að vinna við að selja auglýsingar í blaðið með mjög skömmum fyrirvara síðasta haust, nokkuð sem var ekki á dag- skránni hjá mér. Það gekk vel. Svo þegar Björn Bragi [Arnarson] hætti var mér boðin ritstjórastað- an og ég tók því boði.“ Spurður hvort það flæki ekki málin að vera báðum megin borðs- ins, eiga að gera tónlist skil og vera að gefa út tónlist, segir Jón Ragnar svo ekki vera. Jón Ragnar: „Ég reyni að halda þessum hlutverkum mínum alveg aðskildum, það var ekki minnst á útgáfu plötunnar í Monitor. Svo þegar ég mæti á fótboltaæfingar þá reyni ég að halda 100 prósent fókus þar, svo þegar ég er tónlist- armaður þá sinni ég því af einbeit- ingu. Þess vegna er ágætt að hafa alteregóið Jón Jónsson, ritstjór- inn og tónlistarmaðurinn eru ekki sami maðurinn.“ Friðrik Dór: „Annars er afi eitt- hvað ósáttur við listamannsnafnið. Afi okkar heitir nefnilega Ragnar, hann er svolítið ósáttur við það að Ragnarsnafnið sé horfið. Og er kominn með nýja hugmynd að listamannsnafni, Jón Ra. Afi býr á Spáni og fylgist með okkur úr fjarska.“ Jón Ragnar: „Ég ætlaði ekki að særa Ragga afa.“ Aðdáendabréf með ilmvatni Friðrik Dór gaf sem áður sagði út plötu síðasta haust og hefur haft tónlistina að lifibrauði síðan. Í aðdraganda útgáfu plötunnar hætti hann í háskólanámi en þá var hann á öðru ári í stjórnmála- fræði. Friðrik Dór: „Mér gekk vel á fyrsta árinu. En svo var ég að semja og taka upp plötuna þegar skólinn var byrjaður, missti af öllum miðannarprófum og hætti. Og hef haft nóg að gera síðan í tón- listinni. Ég hugsa að ég taki mér líka frí frá námi næsta vetur. Það er nóg að gera og fullt af tækifær- um sem er spennandi að sinna. En mig langar til að fara aftur í nám síðar, það kemur bara í ljós hvaða nám það verður. Akkúrat núna hlakka ég samt mest til þess að fara til Danmerkur í ágúst, það verður kærkomið frí.” Jón Ragnar: „Þú ætlar líka að nota tækifærið og læra af meistaran- um, ekki satt? Friðrik Dór: „Jú ég er að fara á tónleika með Kanye West.“ En þar til af Danmerkurferð- inni verður eru margir tónleikar fram undan. Bræðurnir eru sam- mála um að það sé mjög gaman að koma fram á tónleikum. Friðrik Dór: „Ég hef verið mikið á ferðinni í sumar, sungið fyrir krakka, unglinga og eldri. Það er mjög gaman að syngja fyrir krakka sem eru yfirleitt mjög hressir. Unglingarnir halda kannski aðeins meira aftur af sér.“ Jón Ragnar: „Það er mjög gaman að sjá hvað Friðrik er orðin mikil poppstjarna.“ Friðrik Dór: „Ég hef fengið aðdá- endabréf sem sprautað hefur verið ilmvatni á, séð myndir af mér á afmælistertum og svo framvegis. En þegar ég var að semja tónlist- ina fyrir plötuna mína þá var ég bara gera það sem ég fíla. Og það var mjög gaman hvað hún gekk vel.“ Jón Ragnar: „Tónlistin mín höfð- ar kannski til eldra fólks en tónlist Friðriks. Ég hef spilað fyrir nokk- uð breiðan hóp af fólki, verið að spila í fertugsafmælum og svona.“ Hraðakstur stærsta hneykslið Blaðamaður getur ekki annað en hermt upp á þá bræður að lokum að þeir hafi það orð á sér að vera einkar góðir strákar með afar lítið óhreint mjöl í pokahorninu. Raun- ar hefur samtalið til þessa ekki gert annað en staðfesta þennan almannaróm. Jón Ragnar: „Maður hefur nú samt auðvitað prófað eiturlyf. Grín. Þetta er samt aðeins vand- ræðalegt, það er búið að segja mér að ef ég ætli að selja plötur þá verði ég að gera eitthvað af mér.“ Friðrik Dór: „Versta fréttin sem hefur sést um mig er þegar það birtist frétt í Monitor um að ég hefði fengið hraðasekt. Jón Ragn- ar sagði Birni Braga frá því og hann vildi endilega skrifa um það. Ég var á leiðinni frá Kefla- vík til Akureyrar, hafði verið að spila í Keflavík og var á leið á gigg á Akureyri þegar lögreglan á Blönduósi stöðvaði mig fyrir of hraðan akstur.“ Jón Ragnar: „Þetta líf er ekkert dans á rósum.“ Friðrik Dór: „Það er eiginlega alveg rosalega rólegt í rugldeild- inni hjá okkur.“ Jón Ragnar: „Svo höfum við báðir verið á föstu mjög lengi. Ég er búinn að vera með sömu kærust- unni síðan ég var sautján ára, við vorum að kaupa okkur íbúð í Sjá- landshverfinu. Sem er reyndar í Garðabæ en það eru bara fjórar mínútur upp í Krika.“ Friðrik Dór: „Ég bý reyndar hér í miðbænum. En er samt alltaf í Hafnarfirði. Fólk er alltaf að segja að það sé svo þægilegt að vera í miðbænum en það er eiginlega ekkert þægilegt fyrir mig.“ Jón Ragnar:„Ég vona að góð- mennskan verði okkur ekki að falli í bransanum.“ Friðrik Dór: „Kollegarnir hafa að minnsta kosti ekki verið með stæla hingað til.“ Það er búið að segja mér að ef ég ætli að selja plötur þá verði ég að gera eitthvað af mér. Rosalega rólegt í rugldeildinni Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir hafa báðir látið til sín taka í tónlistinni, sá síðarnefndi gaf út sína fyrstu plötu á dögunum og sá fyrrnefndi síðasta haust. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við bræðurna yfir kaffibolla. HÆFILEGA SAMRÝMDIR Bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór eiga það sameiginlegt að vera tónlistarmenn, gallharðir FH-ingar og brottfluttir Hafnfirðingar. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.