Fréttablaðið - 16.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.07.2011, Blaðsíða 18
16. júlí 2011 LAUGARDAGUR18 M eð tíu mánaða millibili árið 1974 hurfu tveir menn sporlaust á Íslandi. Í janú- arlok hélt átján ára piltur, Guðmundur Einarsson, á dansleik í Hafnarfirði og skil- aði sér ekki heim. Síðla í nóvem- ber fór ríflega þrítugur Keflvík- ingur, Geirfinnur Einarsson, til fundar við ókunnan mann í sjoppu í bænum en sneri aldrei aftur. Síðan þetta gerðist er liðinn hálfur fjórði áratugur og tveimur árum betur. Báðir mennirnir eru hins vegar enn ófundnir. Málin hafa síðan verið þekkt undir einu nafni: Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Þau virtust þó í fyrstu ekki tengjast með nokkr- um hætti og enn ríkja miklar efa- semdir um að svo hafi verið. Þegar upp var staðið reyndist tengingin líka aðeins ein: Tveir menn hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að bera ábyrgð á báðum mannshvörfunum. Þetta voru þeir Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson, sem hvor um sig var dæmdur í ævilangt fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur en Hæstiréttur var ögn miskunnsam- ari og kvað upp yfir þeim sautján ára fangelsisdóm. Handtökur í röðum Það var ekki fyrr en í desember 1975, rúmu ári frá hvarfi Geirfinns og tæpum tveimur árum frá hvarfi Guðmundar, sem fernt var handtek- ið og úrskurðað í gæsluvarðhald. Sævar var handtekinn ásamt Erlu Bolladóttur og voru þau í upphafi grunuð um að svíkja fé út úr Pósti og síma, þar sem Erla starfaði. Fljótlega tók rannsóknin hins vegar að snúast um mannshvörfin tvö. Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar Leifsson voru einnig úrskurðaðir í varðhald. Tryggvi var síðar dæmdur fyrir aðild að morðinu á Guðmundi. Fleiri voru fljótlega handteknir vegna máls- ins, fjórir menn sem allir tengdust skemmtistaðnum Klúbbnum. Opinbera skýr- ingin var sú að hinir fjór- menningarnir hefðu bendl- að þá við mannshvörfin, og þeir gengust við þeim röngu sakargiftum síðar meir, en því hefur marg- sinnis verið gert skóna að lögreglan hafi frá upphafi grunað Klúbbsmenn um aðild að málunum. Þeir voru allir látnir lausir eftir þriggja mánaða ein- angrunarvist og fengu að lokum bætur fyrir. Allt í hnút – Shutz til bjargar Hálfu ári eftir fyrstu handtökur var rannsókn- in komin í hálfgerðan hnút. Fjórmenningarnir sem sátu inni játuðu meira en það sem staðreyndir og sönnunargögn gátu stutt, frásagnir þeirra rákust á í veigamiklum atriðum og voru stundum æði fjarstæðukenndar. Með öðrum orðum gekk íslensk- um lögregluyfirvöldum vægast sagt illa að fá botn í málið og þegar landsmenn voru teknir að ókyrr- ast mjög vegna þess hve hægt gekk og skrautlegar samsæriskenning- ar um afdrif þeirra Guðmund- ar og Geirfinns gegnsýrðu sam- félagið allt var brugðið á það ráð að fá hingað til lands þaulreyndan þýskan rannsóknarlögreglumann sem kominn var á eftirlaun: Karl Shutz. Hlutverk hans var að hnoða illsamræmanlegum sögum sak- borninganna saman í trúverðuga atburðarás. Hann tók við stjórnar- taumunum í júlí 1976. Sjö mánuðum síðar, 2. febrú- ar, tilkynnti Schutz um það á blaðamannafundi ásamt íslensku lögreglunni að málið – sem í raun voru tvö mál – væri leyst og að játn- ingar lægju fyrir. Íslenska þjóðin, sem hafði verið þjökuð af endaleys- unni í tvö ár, varpaði öndinni létt- ar og Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagði að nú væri „martröð létt af þjóðinni“. Öðru var nær. Eins og í Rússlandi 1937 Þegar málið var tekið til dóms í október 1977 kom í ljós að það var síður en svo eins klippt og skorið og Schutz og hans menn höfðu vilj- að vera láta í febrúar. Greint var frá því að aðalsakborningarnir hefðu dregið játning- ar sínar til baka og við aðalmeðferð máls- ins var því lýst hvern- ig játningarnar áttu að hafa verið knún- ar fram með miklu harðræði lögreglu á meðan á hinni tæplega tveggja ára löngu ein- angrunarvist stóð. Sævar Ciesielski, sem lýst hafði verið sem höfuðpaur málsins, flutti eigin varnarræðu fyrir dómnum. „Þetta er mjög slungið og furðulegt mál allt saman,“ sagði hann samkvæmt endursögn Morgunblaðsins, og lýsti sig saklausan líkt og hann hefði gert frá upphafi. Lýsing hans á vistinni í Síðu- múlafangelsi var ófögur: „Ég hef hírst í sjö hundruð daga innilokað- ur í klefa sem er aðeins 2 sinnum 2,5 metrar. Við sem erum ákærð í málinu höfum orðið fyrir líkam- legu ofbeldi. Lögregla hefur ráðist að okkur af engu tilefni. Þetta hef ég oft horft upp á í gegnum árin, og nú eru þessir menn að yfirheyra okkur. Það sem upp úr okkur hefur komið eru játningaþulur, ekkert annað. Þetta er heilaþvottur, þetta er andleg píning. Það sem er að ger- ast í þessu máli er hlutur sem er að gerast og hefur gerst um allan heim. Saklaust fólk er látið játa á sig rangar sakir og svo er því kúpl- að út úr þjóðfélaginu. Þetta gerðist í Rússlandi 1937 og þetta hefur víða gerst.“ Níðþungir dómar Sævar biðlaði að lokum til dómara að vera skynsamir og sýkna hann en var ekki bænheyrður. Hann, eins og Kristján Viðar, var dæmdur í ævi- langt fangelsi, sem var nær eins- dæmi, Tryggvi Rúnar í sexán ára fangelsi fyrir aðild að morði Guð- mundar, Guðjón Skarphéðinsson í tólf ára fangelsi fyrir aðild að morði Geirfinns og Albert Kahn Skaftason í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið með lík Guðmundar í Hafnarfjarðarhraun. Hvorugt líkið hefur þó nokkru sinni fundist. Opinbera sagan, sem byggt var á í dómsniðurstöðunni, var á þá leið að Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi hefðu lent í átökum við Guðmund á heimili Erlu Bolladóttur og átökin hefðu dregið Guðmund til dauða. Síðar á árinu hafi Sævar, Kristján Viðar og Guðjón ætlað að kaupa heimabrugg af Geirfinni og þeim sinnast með þeim afleiðing að þre- menningarnir myrtu Geirfinn í Dráttarbrautinni í Keflavík. Áralöng árangurslaus barátta Hæstiréttur mildaði dómana nokkr- um mánuðum síðar, þá þyngstu í sautján ár, og um miðjan níunda ára- tuginn voru allir lausir úr fangelsi. Málið átti hins vegar eftir að marka djúp spor í líf þeirra allra, sem og þeirra sem bendlaðir voru við það á fyrri stigum en aldrei dæmdir. Það var höfuðpaurinn meinti, Sævar Ciesielski, sem neitaði að sætta sig við það sem á undan hafði gengið. Sævar hafði ekki átt auð- velt líf. Sem barn var hann vistaður í Breiðavík og sætti þar harðræði af hálfu forstöðumannsins. Um það skrifaði hann bók sem sann- leiksnefnd um vistheimili taldi mikilvæga heimild þegar hún vann skýrslu sína um ofbeldi á heimilun- um löngu síðar. Fyrir Guðmundar- og Geirfinnsmál hafði Sævar staðið í neyslu og smáglæpum. Þrátt fyrir þessa fortíð var hann ekki af baki dottinn og áratug eftir að hann losnaði úr fangelsi hóf hann ötula baráttu fyrir endurupp- töku sakamálsins sem skekið hafði þjóðina tuttugu árum fyrr. Sú vegferð bar ekki árangur þrátt fyrir stuðning flestra þeirra sem sátu inni vegna málsins á sínum tíma. Fæstir þeirra beittu sér af krafti fyrir endurupptökunni, sem Sævar barðist fyrir um nokkurra ára skeið, en lýstu því þó yfir að rannsóknaraðferðir lögreglu hefðu verið glæpsamlegar og eðlilegt væri að málið fengi meðferð á nýjan leik. Sævar fór fram á þetta form- lega árið 1994 en endanleg niður- staða fékkst frá Hæstarétti þrem- ur árum síðar: Ekki stæðu efni til þess að taka málið upp á ný, enda lægju ekki fyrir ný gögn sem ætla mætti að hefðu breytt niðurstöðunni á sínum tíma. Gríðarleg áhrif Sævar bar aldrei sitt barr eftir þessa niðurstöðu og lauk nú í vik- unni ævi sinni sem lítilmagna alkóhólisti í Kaupmannahöfn eftir áratuga baráttu við íslenska réttar- kerfið. Ekki er ofsögum sagt að mál hans hafi hins vegar breytt viðhorf- um Íslendinga til téðs kerfis. Málið varð hápólitískt, svo mjög að Karl Schutz lýsti því fyrir þýskum fjöl- miðlum við heimkomuna frá Íslandi að hann hefði með snarræði sínu bjargað íslensku ríkisstjórninni frá falli. Enn dafna kenningar um það hvað raunverulega gerðist í lífi Guð- mundar og Geirfinns dagana örlaga- ríku árið 1974 og efasemdir um að rétt hafi verið staðið að rannsókn- inni hafa bara aukist. Ólíklegt er að sannleikurinn komi nokkurn tíma í ljós úr þessu, en baráttan fyrir endurupptöku þessa ótrúlega sakamáls stendur þó enn að Sævari gengnum. Kúplað út úr þjóðfélaginu Kaflaskil urðu í mestu sakamálasögu Íslands fyrr og síðar þegar meintur höfuðpaur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, Sævar Ciesielski, lést í Kaupmannahöfn í vikunni sem leið. Hann glímdi við afleiðingar þess til dauðadags og málið dularfulla, sem setti samfélagið allt úr skorðum í áraraðir, hvílir enn sem mara á þjóðinni. Stígur Helgason rifjaði upp málið og lífsbaráttu Sævars. „MJÖG SLUNGIÐ OG FURÐULEGT MÁL“ Viðstöddum var nokkuð brugðið þegar Sævar Ciesielski stóð upp í Sakadómi Reykjavíkur í október 1977 og flutti varnarræðu sína sjálfur. Lýsingar hans á aðförum lögreglunnar við að ná fram játningu voru sláandi. Enn þann dag í dag hefur ekki verið rannsakað formlega hvort þær áttu við rök að styðjast. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Þegar líða tók á tíunda áratuginn og Sævar Ciesielski hafði háð baráttu fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geir- finnsmálsins um margra ára skeið tók almenningsálitið að snúast mjög á sveif með hinum dæmdu í málinu. Sigursteinn Másson vann ítarlegan sjónvarpsþátt um málið og fljótlega varð það að viðtekinni skoðun að réttarkerfið hefði brugðist fólk- inu – óháð því hvort það væri sekt eða sak- laust. Þessi víðtæki stuðningur braust svo út af krafti á Alþingi haustið 1998, þegar sjálfur forsætisráð- herra þjóðarinnar, Davíð Oddsson, lýsti því yfir að hann teldi að í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefðu verið framin „dómsmorð“. Í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hann skýrði þessa afstöðu sína, sagði að forsendur sem þurfi að vera fyrir hendi til að kveða megi upp trúverðugan dóm hafi vantað í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Sagði hann að forsendurnar hefðu brostið á öllum stigum málsins, þvingunarúrræðin sem beitt var væru ekki í neinu samræmi við réttarvitund fólks og því hefði í raun ekki verið hægt að kveða upp dóm með þeim hætti sem gert hefði verið. Davíð sagði að með orðinu „dómsmorð“ væri hann að vísa til allra sem málið tók til, bæði hinna dæmdu og annarra sem aldrei hlutu dóm. „Ég tel þess vegna miðað við þessar for- sendur, að það megi taka svo til orða eins og ég gerði að ekki aðeins eitt dómsmorð heldur fleiri hafi verið framin.“ Þá gagnrýndi hann að endurupptöku hefði verið hafnað og sagði dómstóla þar hafa brugðist. „Vegna þess að fyrir framan þá voru þessar rannsóknarað- ferðir. Fyrir framan þá voru öll þessi dularfullu málsatvik. Fyrir framan þá voru engin lík. Fyrir framan þá voru engin sannindamerki þess að þessir menn hefðu nokkru sinni hitt þá menn sem hurfu. Ég er ekki í vafa um að það hefði tekið skamma hríð í Evrópu og Bandaríkjunum að taka þetta mál upp.“ ■ DÓMSMORÐ – VÍÐTÆKUR STUÐNINGUR VIÐ MÁLSTAÐ SÆVARS DAVÍÐ ODDSSON Það sem upp úr okkur hefur komið eru játninga- þulur, ekkert annað. Þetta er heila- þvottur, þetta er andleg píning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.