Fréttablaðið - 16.07.2011, Blaðsíða 20
16. júlí 2011 LAUGARDAGUR20
1. Haukadalsskógur
Fyrir þá sem heimsækja Geysi
er kjörið að nota tækifærið og
fá sér góða göngu í Haukadals-
skógi í grennd við hverasvæðið.
Þar má finna merktar gönguleið-
ir við allra hæfi, jafnt sumar sem
vetur. Eftir gönguferðina er hægt
að bruna áfram að Gullfossi.
2. Gróðurhúsaskoðun á Flúðum
Margir garðyrkjubændur eru á
Flúðum. Hópum er boðið upp á
heimsóknir í gróðurhús, þar sem
má fræðast um blómaræktun,
grænmeti, ber, sveppi, lífræna
ræktun og krydd.
3. Fjallganga frá Flúðum
Hægt er að skreppa í fjallgöngu
eftir merktri gönguleið á Mið-
fell. Af fellinu er mikið útsýni
en sagan segir að í Miðfellsvatni,
uppi á fellinu, búi nykur. Gangan
er frekar brött en nokkuð auð-
veld og tekur um tvær til þrjár
klukkustundir. Að lokinni göngu
er kjörið að slaka á lúnum vöðvum
í sundlauginni að Flúðum.
4. Laugarvatn
Á Laugarvatni má eyða góðum
tíma, fara í sund og náttúrulega
gufu, busla í vatninu eða taka bát
á leigu. Göngugarpar geta valið
milli fjölda skemmtilegra göngu-
leiða í nágrenni Laugarvatns. Á
Laugarvatnsfjall er tilvalin fjöl-
skyldugönguleið um 500 metra
upp á brún.
5. Grímsnes
Hægt er að aka ýmsar skemmti-
legar leiðir í Grímsnesi, til dæmis
að Hestfjalli framhjá Kiðjabergi
þar sem sýslumannshúsið, elsta
íbúðarhús í Árnessýslu er. Golf-
áhugamenn verða heldur ekki
fyrir vonbrigðum með golfvöllinn
að Kiðjabergi.
6. Sólheimar
Sólheimar er sjálfbært samfélag
um hundrað íbúa. Gaman er að líta
við í versluninni Völu á aðaltorgi
Sólheima. Vala er annars vegar
matvöruverslun með áherslu á líf-
rænar vörutegundir, og hins vegar
Listhús. Að lokinni verslunarferð
er kjörið að líta við á kaffihúsinu
Grænu könnunni.
7. Grafningur
Grafningur er löng og mjó hlíð
og lítil dalverpi undir Grafnings-
fjöllum, Hengli og Ingólfsfjalli.
Frá Nesjavöllum er hægt að sjá
vel yfir til allra átta af útsýnis-
palli, þar sem ýmsar upplýsingar
er að finna. Boðið er upp á veit-
ingar í Nesbúð. Fjölmargar göngu-
leiðir hafa verið merktar á þessum
slóðum.
8. Skálholt
Um margra alda skeið var Skál-
holt í Biskupstungum höfuðstaður
Íslands. Hin árlega Skálholtshátíð
er haldin nú um helgina. Þar
verður meðal annars boðið upp
á hátíðarguðþjónustu, ráðstefn-
ur, tónleika, pílagrímsgöngur og
kirkjukaffi.
9. Þjórsárdalur
Í Þjórsárdal má bregða sér í skóg-
arferð eða sund í sérkennilegri
útilaug. Áhugavert er að skoða
Sögualdarbæinn og einnig bæinn
Stöng sem var grafinn upp, en
Heklugos lagði dalinn í eyði árið
1104. Gjáin og Hjálparfoss eru í
næsta nágrenni og jeppafært er
frá Stöng upp að Háafossi.
10. Hvítá
Hvítá er fallegt og hressilegt
jökulfljót sem á upptök í Hvítár-
vatni undir Langjökli. Boðið er
upp á flúðasiglingar fyrir fjöl-
skylduna niður ána á hagstæðu
verði. Sigld er sjö kílómetra leið
gegnum falleg gljúfur og margvís-
legar flúðir. Erfiðleikastig tvö af
fimm mögulegum.
Friðsæll gróandi og freyðandi ár
Uppsveitir Árnessýslu bjóða upp á fleiri forvitnilega áfangastaði en gullna hringinn. Svæðið spannar svæðið frá Þingvöllum að
Þjórsá og státar af mörgum fegurstu náttúruperlum og frægustu sögustöðum landsins, auk fjölbreyttrar afþreyingar.
Bylgjulestin Fagnar 25 ára afmæli
Bylgjunnar með ferð um Ísland í
sumar. Hún verður á Flúðum í dag
og verður þátturinn Ævintýraeyjan
með Hemma Gunn og Svansý
sendur þaðan út.
4
3
2
1
8
7
65
10
9
Opnunartími:
Mán-Fös. kl: 10-18
Laug-Sun. kl: 12-16
Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík
Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is
Rockwood fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður
Rockwood Premier 1904 10 fet.
Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum
• Galvaníseruð grind
• Evrópskar þrýstibremsur
• Upphitaðar 12 cm springdýnur
• Tjakkar með sandskeifum á öllum
hornum
• Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á
íslenskum vegum
• Útdraganleg trappa við inngang
• Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk)
• Handbremsa og varadekk m/hlíf
• 50 mm kúlutengi
• 220v tengill (blár skv. reglugerð)
• Útvarp með geislaspilara,
hátalarar inni og úti
• Radial dekk / 13” álfelgur
• Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými
• Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic
• SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti
• 2 gaskútar
• Gasviðvörunarkerfi
• Öflug Truma combi 4 miðstöð
m/heitu vatni
• Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu
• Skyggni (markísa)
• Skyggðir gluggar
• Flugnanet f. gluggum og hurð
• Gardínur f. gluggum og svefnrými
• 2ja feta geymsluhólf
• Stórt farangurshólf
• Voldugir öryggisarmar fyrir þak
og tjald
• 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós
• 1 x færanlegt lesljós með viftu
• 110 amp rafgeymir
• Heitt og kalt vatn, tengt
• Rafmagnsvatnsdæla
• 86 lítra vatnstankur
• Klósett með hengi
Verð: 2.698.000kr
Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet.
Torfæru útgáfan frá Rockwood
fyrir þá sem vilja komast lengra.
• upphækkað á 15” dekkjum
• sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður.
Verð: 2.898.000krVerð: 2.898.000kr
Rockwood
A-Hýsi 12 fet.