Fréttablaðið - 26.07.2011, Page 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
Þriðjudagur
skoðun 14
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Súkkulaði
26. júlí 2011
172. tölublað 11. árgangur
SÚKKULAÐIÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Sælkeraferðir, eftirréttir, uppskriftir, fróðleikur.
Hjartað tekur meiri kipp við súkk-ulaðiát en við ástríðufullan koss, sem ef til vill skýrir vinsældir þess.
SÚKKULAÐI ÁHRIFARÍKARA EN ÁSTRÍÐUFULLUR KOSS
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum súkkulaðis en það er meðal annars talið hafa góð áhrif á blóðflæði og örva heilaboð. Ein af mýmörgum rannsóknum á þessu vinsæla ljúfmeti hefur leitt í ljós að þeir sem bræða súkkulaði í munni sér sýna fram á meiri virkni í heila og hraðari hjartslátt en fólk sem tekur þátt í ástríðu-fullum kossi. Áhrifin á hjarta og heilaboð endast líka fjórum sinnum lengur.
Víða um heim má sækja skipulagða viðburði þar sem súkkulaði gegnir stóru hlutverki.
A lls kyns skemmtilegar og áhugaverðar uppákomur tengdar súk kulaði eru skipulagðar víða um heim og upp-lagt fyrir sælkera að sækja þær til að láta dekra við bragðlaukana.Salon du Chocolat er sjálfsagt ein umfangsmesta og vinsælasta alþjóðlega súkkulaðihátíðin. Gest-um og gangandi gefst þar færi á að fylgjast með samkeppni um bestu súkkulaðiuppskriftina, horfa á tískusýningar sem tengjast súkk-ulaði, skoða súkkulaðiskúlptúra og vitanlega bragða á ýmsu góðgæti. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1994 og fer nú fram í sýning-arhöllum við Porte de Versailles í París dagana 20. til 24. október.Önnur árleg hátíð fer fram í Perugia á Ítalíu, nú dagana 14. til 23. október. Miðbærinn tekur þá á sig mynd útimarkaðar með sölu-básum og viðburðum helguðum súkkulaði. Margir hafa vakið at-hygli í gegnum tíðina; þar á meðal heimsins stærsti súkkulaðibar sem var reistur þar 2003. Hann var tveggja metra hár, sjö metra breið-ur og settur saman úr sex tonnum af dökku súkkulaði. Reiknað er með að hátíðin laði til sín milljón gesti í ár.
Aðrar vinsælar súkkulaðihátíð-ir standa sælkerum til boða, þar á meðal í portúgalska bænum Óbi-dos. Hún fer að vísu ekki fram fyrr en á næsta ári, dagana 3. til 13. mars ,og gæti því verið tilval-in fyrir þá sem vilja skipuleggja fríið sitt með góðum fyrirvara. Þar spreyta bakarar sig í sætindagerð og í boði eru súkkulaðikynningar og námskeið í súkkulaðigerð fyrirbörn og fullorðna
Hátíðahöld fyrir sælkera
KARAMELLUR SEM BRÁÐNA Á TUNGU1 dl rjómi
125 g sykur
100 g síróp
200 g súkkulaði 70%Setjið rjóma, sykur og síróp í pott og hitið að suðu. Brytjið súkkulaðið setjið þ
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Mangó er vinsælasti ávöxtur í heimi. Kíví inniheldur helmingi meira C-vítamín en appelsína og það eru yfir 7.000 eplategundir ræktaðar í heiminu . Þetta er á meðal þess fróðleiks sem er að finna á heimasíðunni http://www.fruitsinfo.com/
teg 198880 - mjúkur og létt fylltur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
N Ý T T O G G L Æ S I L E G T
Nuddrúlla
Mýkir upp stífa og auma vöðva eftir æfingar.
Hentar vel fyrir íþróttafólk og alla sem stunda líkamrækt, göngur, hlaup og golf.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Verð: 4.980 kr.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
Þ að hefur mikil áh if á
Hefur áhrif á sjálfsmynd
Námskrá lestrar á Íslandi hefur ekki breyst í tíu ár að því er fram kemur í nýrri evrópskri rannsókn:
MYND/ÚR EINKASAFNI
Gleðilegt
sumar!
Lóritín® HVÍTA HÚS
IÐ
/
S
ÍA
-
A
ct
av
is
1
14
09
1
ms.is
Nýtt HVÍTA
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Gráða & feta
ostateningar í olíu
EFNAHAGSMÁL Tekjujöfnuður ársins
2010 var neikvæður um 123 millj-
arða króna, sem er 41 milljarði
króna verri afkoma en gert var
ráð fyrir í fjárheimildum ríkis-
ins. Hallinn nemur 26 prósentum
af heildartekjum ársins og 8 pró-
sentum af landsframleiðslu. Þetta
kemur fram í ríkisreikningi sem
kynntur verður í dag.
Tekjuáætlun stóðst nokkurn
veginn, en gjöldin voru 42 millj-
örðum króna hærri en gert var
ráð fyrir. Munar þar mest um
33 milljarða viðbótarframlag til
Íbúða lánasjóðs. Tekjujöfnuður
ársins 2009 nam 139 milljörðum
króna og staðan á ríkisreikningi
fer því batnandi.
Tekjur ársins 2010 urðu alls
479 milljarðar króna, en það
nemur 31 prósenti af landsfram-
leiðslu ársins. Þær jukust um 39
milljarða frá árinu 2009, þegar
þær voru 440 milljarðar króna.
Aukningin skýrist að mestu
leyti af tryggingargjöldum, sem
eru 18 milljarðar, og skattar á
tekjur og hagnað einstaklinga
voru rúmum 5 milljörðum króna
hærri 2010 en árið áður. Skattar á
tekjur og gjöld lögaðila lækkuðu
hins vegar um 13 milljarða króna
milli ára.
Gjöld ríkissjóðs árið 2010 námu
601 milljarði króna og voru 42
milljörðum króna hærri en fjár-
heimildir gerðu ráð fyrir. Gjöld-
in jukust um fjögur prósent frá
árinu 2009.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir að í grófum
dráttum hafi náðst sá árangur
sem að var stefnt varðandi rekst-
ur ríkisins árið 2010. Óregluleg-
ir liðir séu hins vegar hærri, en
þar muni mest um framlagið til
Íbúða lánasjóðs.
„Það framlag verður að
afskrifa þar sem fjárhagsstaða
sjóðsins býður ekki upp á að
það sé eignfært. Það er auðvitað
dálítið kjaftshögg sem bókhalds-
lega kemur á ríkið.“
Steingrímur segir að sá árang-
ur sem að var stefnt, að draga úr
útgjöldum og halda uppi tekjum,
hafi fyllilega náðst, ef eitthvað er
heldur betur árin 2009 og 2010 en
áætlanir hafi gert ráð fyrir.
„Hið sama má segja um það
sem af er þessu ári. Eftir fyrstu
sex mánuði erum við vel á áætlun.
Tekjur eru heldur yfir áætlun og
útgjöld undir. Allt tal og hræðslu-
áróður manna um eitthvað annað
er einfaldlega á vanþekkingu eða
misskilningi byggt.“ - kóp
Halli 41 milljarði yfir áætlun
Halli á ríkisrekstri árið 2010 nam 123 milljörðum króna. Það er 41 milljarði meira en gert var ráð fyrir. Við-
bótarframlag til Íbúðalánasjóðs stærsta skýringin á verri afkomu. Tekjur jukust um 39 milljarða milli ára.
Það er auðvitað
dálítið kjaftshögg sem
bókhaldslega kemur á ríkið.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Adrenalínið á fullt
Fyrsta ThunderCat-keppnin var haldin
í Reykjavík um helgina en um er að
ræða vinsælasta bátasport í heimi.
allt 2
Fer eigin leiðir
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
söngkona er 45 ára í dag.
tímamót 20
Hita upp fyrir Hansard
Hljómsveitin Ylja hitar
óvænt upp fyrir Írann Glen
Hansard í kvöld.
fólk 30
ÚRKOMA V-TIL Í dag verður
bjart A-til en skýjað að mestu V-til.
Hvessir með deginum og fer að
rigna S- og V-til seinnipartinn. Hiti
12-20 stig.
VEÐUR 4
13
13
18
11
17
MENNTUN Fleiri íslenskir nemend-
ur glíma að meðaltali við alvarleg
lestrarvandamál en annars staðar
í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri
evrópskri skýrslu um lestrar-
kennslu í álfunni sem gerð var á
vegum Eurydice, upplýsinganets
ESB um menntunarmál í Evrópu.
Í skýrslunni kemur fram að
Ísland sé annað tveggja landa þar
sem lestrarnámskrá hefur ekki
breyst á síðustu tíu árum. Hitt
landið er Búlgaría en nemendur
þar standa hvað verst í lestri í álf-
unni samkvæmt skýrslunni. Rann-
veig Lund sérkennari fullyrðir að
undanfarin fjögur ár hafi áherslur
í lestrarkennslu breyst mikið í
skólum landsins. - mmf / sjá Allt
Námskrá í lestri breytist ekki:
Margir glíma
við lesvanda
LESTRARKENNSLA Rannveig Lund
leiðbeinir ungum nema.
NOREGUR Norðmenn syrgðu í gær og minntust
þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Útey og Ósló
á föstudag. Í höfuðborginni flutti Jens Stoltenberg
forsætisráðherra ávarp og mannfjöldinn sýndi
hluttekningu sína með einnar mínútu þögn í
blómahafi. Það sama var uppi á teningnum hvar-
vetna á Norðurlöndunum, meðal annars á Íslandi.
Illvirkinn Anders Breivik var í gær úrskurðaður
í átta vikna gæsluvarðhald og skal sæta geðrann-
sókn. Dómari neitaði ósk Breiviks um að vænt-
anleg réttarhöld yfir honum yrðu opin. Breivik
er sagður hafa borið við yfirheyrslur í gær að
starfandi væru tvær hryðjuverkasellur sem hann
tengdist.
Nágranni segir Breivik hafa verið svo undar-
legan og grunsamlegan að hann hafi oft íhugað að
setja sig í samband við lögreglu.
Fleiri frásagnir af skotárásinni í Útey koma nú
stöðugt fram. Ein þeirra er af Norðmanni sem
bjargaði á milli 40 til 50 manns í land þótt ódæðis-
maðurinn Breivik hafi skotið að báti hans. Einnig
er sagt frá þýskum ferðamanni sem talinn er hafa
bjargað allt að tuttugu ungmennum úr sjónum og
flutt í skjól á landi á árabátnum sem hann hafði á
leigu.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir
mikilvægt að ræða mál án þess að næra öfgar og
ofstæki. „Við gerum samfélagið ekkert betra með
því að draga fram og hampa einhverju ofstæki,“
segir fjármálaráðherrann. - gar / sjá síður 8 og 10
Dómari í Ósló synjaði fjöldamorðingjanum Anders Breivik um opið réttarhald:
Norðmenn syrgðu í rósahafi
Á RÁÐHÚSTORGINU Í ÓSLÓ Norðmenn eru beygðir en ekki brotnir þrátt fyrir að ódæðismaður hafi greitt norsku þjóðinni
harðasta höggið sem hún hefur fengið frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Samstaða og samhugur einkenndu minningarathöfn á
Ráðhústorginu í Ósló í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Tíu FH-ingar unnu Val
FH vann 3-2 sigur á Val
þrátt fyrir að missa mann
af velli á 56. mínútu.
sport 32