Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 12
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR12 FRÉTTASKÝRING Hvernig gengur að koma hjálpargögn- um til nauðstaddra í Sómalíu? Heimsbyggðin tók loks við sér eftir að myndir af sveltandi börn- um í Sómalíu og nágrannaríkjum í austanverðri Afríku fóru að birt- ast í dagblöðum og á sjónvarps- skjáum. Peningar fóru að streyma til hjálparsamtaka sem höfðu varað við yfirvofandi hungurs- neyð í tvö ár. Alþjóðabankinn lofaði um helgina að veita 500 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngild- ir tæplega 58 milljörðum króna, til hjálparstarfs í Austur-Afríku. Hluti fjárins fer í neyðarhjálp en megnið á að fara í uppbyggingu innviða og í að styrkja fólk á svæð- inu til að koma sér upp bústofni og útsæði aftur þegar gríðarlegum þurrkum á svæðinu linnir. Í tvö ár hafa samtök tengd al- Kaída-hryðjuverkanetinu hindr- að hjálparsamtök í að koma fólki í ákveðnum héruðum Sómalíu til bjargar. Nú eru hjálpargögn farin að berast til landsins, eftir að stríðandi fylkingar lýstu því yfir opinberlega að alþjóðleg hjálpar- samtök fengju að koma matvælum til nauðstaddra. Á föstudag virtist þó sem babb væri komið í bátinn. Talsmaður al-Shabab, sem hefur tengsl við al-Kaída og er af mörgum talin hættulegasta fylkingin í Sómalíu, sagði að starfsmönnum flestra erlendra hjálparsamtaka yrði ekki leyft að koma á þeirra yfirráða- svæði. Aðeins nokkur hjálparsam- tök fá leyfi al-Shabab til að starfa á svæðum undir þeirra stjórn. Ali Mohamud Rage, talsmað- ur al-Shabab, sagði það raunar miklar ýkjur að hungursneyð ríkti í tveimur héruðum landsins, eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út. Hann viðurkennir að þurrkar hafi leikið svæðið grátt en segir allt tal um hungursneyð áróður alþjóðasamfélagsins. Al-Shabab-samtökin eru að sögn sérfræðinga févana, klofin og því í erfiðari stöðu en þau hafa verið undanfarin ár. Þá eru leiðtogar samtakanna sagðir óttast að áhrif- in frá uppreisnum í öðrum ríkjum í Norður-Afríku smitist til Sómalíu. Yfirlýsing al-Shabab getur sett strik í reikninginn fyrir hjálpar- samtök sem vilja koma mat og öðrum hjálpargögnum til nauð- staddra í Sómalíu. Al-Shabab stýr- ir til dæmis þeim tveimur héruð- um í landinu þar sem ástandið er orðið svo slæmt að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hungursneyð ríki þar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fær áfram að starfa á svæðum al-Shabab. Starfsmenn stofnunarinnar telja nú að ríflega 700 þúsund börn gætu látið lífið í hungursneyðinni verði ekkert að gert. Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er hins vegar útilokuð frá þeim héruðum sem hafa orðið verst úti, og getur því lítið aðhafst til að hjálpa um 2,2 milljónum sem eru í bráðri hættu. Hundruð þúsunda hafa flúið stríðsástandið í Sómalíu. Fjöl- mennustu flóttamannabúðir í heimi eru starfræktar í Keníu, nærri sómölsku landamærun- um. Fleiri búðir eru starfræktar í Keníu og Eþíópíu. Hjálparstarfs- menn í búðunum segja að á leið fólksins til búðanna megi víða sjá lítil barnslík á víðavangi. Mæðurn- ar eru í mörgum tilvikum of mátt- farnar til að dysja líkin. brjann@frettabladid.is Halda hjálp frá fólki í lífshættu í Sómalíu Aðeins lítill fjöldi hjálparsamtaka fær að koma hjálpargögnum til sveltandi fólks í Sómalíu. Samtök tengd al-Kaída banna öðrum að koma til landsins. Ríflega 700 þúsund börn eru nú talin í bráðri lífshættu segir UNICEF. NEYÐ Sómalísk kona gefur vannærðum syni sínum mjólk í bráðabirgðaskýli í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Þúsundir hafa streymt til borgarinnar undanfarnar vikur, og hundruð þúsunda flúið til nágrannalanda Sómalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Kannski ættum við að líta á þessar hörmungar sem tækifæri til að beina sjónum umheimsins aftur að Sómalíu,“ segir Kristalina Georgieva, fram- kvæmdastjóri alþjóðasamvinnu, mannúðaraðstoðar og neyðarhjálpar hjá Evrópusambandinu. Allir verði að leggja meira á sig til að koma á friði í landinu: alþjóðasamfélagið, stjórnmálamenn í Sómalíu og almenningur í landinu. Sérfræðingar í þróunarhjálp vara við því að verði ekkert gert til að koma á friði í Sómalíu og hjálpa stjórnvöldum að byggja upp innviðina eftir 20 ára stríðsástand gæti þurft að senda hjálpargögn til landsins næstu 20 ár til að koma í veg fyrir hungursneyð. Ríkisstjórn landsins, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur afar lítil völd í þessu víðfeðma landi. Raunar heldur stjórnarherinn ekki einu sinni allri höfuðborginni Mógadisjú. Um níu þúsund friðargæsluliða frá öðrum Afríkuríkjum þarf til að tryggja að sá hluti borgarinnar sem stjórnvöld þó halda falli ekki í hendur uppreisnarmanna. Stjórnvöld í landinu hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir spillingu og fyrir að bregðast ekki við á nokkurn hátt til að búa landið undir þurrkana, sem eru þeir verstu í meira en hálfa öld. Hörmungarnar tækifæri fyrir Sómalíu Í SUNDI Liðsmaður Mexíkó í sam- hæfðum sundæfingum sýnir góð tilþrif á heimsmeistaramóti Alþjóðasund- sambandsins nýlega. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Rannsókn á máli Gunnars Þorsteinssonar, fyrr- verandi forstöðumanns Kross- ins, var hætt sökum þess að meint kynferðis brot hans eru fyrnd sam- kvæmt lögum. Þetta kemur fram í bréfi aðstoðar saksóknara, Sigríðar Hjaltested, til kvennanna sjö sem ásökuðu Gunnar um kynferðisbrot og lögðu fram formlegar kærur á hendur honum í mars síðastliðnum. Sigríður bendir konunum á að leita til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot. Í tilkynningu frá konunum kemur fram að í öllum sjö tilfell- um töldust málin fyrnd samkvæmt lagaramma kynferðisafbrota. Fyrningartími brotanna reyndist að lágmarki 5 ár en að hámarki 15 ár og ekkert meintra brota hafi fallið inn í þennan tímaramma. „Niðurstaða um frávísun máls vegna fyrningar sannar ekki sak- leysi þess sem á í hlut,“ segir í til- kynningunni. „Frávísun sem byggð er á tímaramma eingöngu er engin niðurstaða í sjálfu sér. Eina niður- staðan hlýtur að vera sú að lög sem vernda gerendur kynferðisafbrota í ljósi tímans hljóta að vera gölluð.“ Konurnar ætla að leita til fag- ráðs ráðuneytisins í vikunni og eru tilbúnar með erindi þess efnis. „Við stöndum við vitnisburði okkar, allar sem ein, enda tölum við sannleikann,“ segja kon- urnar. Sigríður Guðnadóttir, ein kvennanna og fyrrverandi mág- kona Gunnars, segir málinu ekki lokið. „Við erum langt frá því að vera búnar,“ segir hún. „Við förum nú með þetta fyrir fagráðið og höldum ótrauðar áfram.“ - sv Aðstoðarsaksóknari bendir konum sem ásaka Gunnar í Krossinum á að leita til fagráðs ráðuneytis: Mál kvennanna fyrnd og var því vísað frá GUNNAR ÞORSTEINSSON Gunnar hefur alfarið neitað því að hafa beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við erum langt frá því að vera búnar. SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR Nú situr Heinz Á TOPPNUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.