Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Mangó er vinsælasti ávöxtur í heimi. Kíví inniheldur helmingi meira C-vítamín en appelsína og það eru yfir 7.000 eplategundir ræktaðar í heiminum. Þetta er á meðal þess fróðleiks sem er að finna á heimasíðunni http://www.fruitsinfo.com/ teg 198880 - mjúkur og létt fylltur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur N Ý T T O G G L Æ S I L E G T Nuddrúlla Mýkir upp stífa og auma vöðva eftir æfingar. Hentar vel fyrir íþróttafólk og alla sem stunda líkamrækt, göngur, hlaup og golf. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Verð: 4.980 kr. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Opið: má-fö. 12:30-18, lokað um helgar. Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is facebook.com/noraisland Útsalan heldur áfram Máluð húsgögn - 30% Aðrar vörur -20% FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Miðvikudaga Þ að hefur mikil áhrif á krakka að geta ekki lært að lesa, dragast aftur úr og verða eftirbátar,“ segir Rannveig Lund, sérkennari sem er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. Hún rekur Lestrarsetur Rannveigar Lund. „Þá kemur upp minnimáttarkennd sem getur brotist út í því að börnin verða andfélagsleg, með læti og uppsteyt, eða draga sig inn í skel sína. Þetta er hættan ef það dregst lengi að ráða bót á lestrarerfiðleik- unum.“ Skýrsla um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um mennta- mál í Evrópu, var birt fyrir skömmu. Í skýrslunni kemur fram að lestrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Auk þess glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrarvandamál heldur en annars staðar í álfunni. Tölfræði og upp- lýsingar skýrslunnar eru unnar úr gögnum sem Eurydice hefur safn- að í löndum ESB, Íslandi, Noregi, Liechtenstein og Tyrklandi, ásamt upplýsingum úr PIRLS-, PISA- og TALIS-könnunum. Í skýrslunni kemur fram að Ísland er annað tveggja könn- unarlanda þar sem lestrarnám- skrá hefur ekki breyst á síðustu tíu árum. Hitt landið er Búlgaría en þar er að finna þá nemendur álfunnar sem standa hvað verst í lestri. Rannveig er innt út í breyt- ingar á námskrá lestrar á Íslandi undanfarin ár. „Ég fullyrði að á síðustu fjórum árum hafa áherslur breyst mjög mikið í öllum skól- um. Það hafa verið tvær stefnur í gangi, önnur er byrjendalæsi Rósu Eggertsdóttur og hin er byrjenda- læsi sem byggir á því að mæta hverjum og einum í getuskiptum hópum.“ Einnig kemur fram að á Íslandi eru lesskilningsæfingar í námskrá mjög takmarkaðar. Íslenskir nem- endur þurfa bara að geta dregið ályktanir af texta og gert úr honum útdrátt á meðan nemendur annarra Evrópulanda þurfa meðal annars að geta tengt hluta texta saman, nota þekkingu úr textan- um, kanna eigin lesskilning og búa til mynd úr textanum. Einungis fjörutíu prósent íslenskra kennara báðu nemendur í fjórða bekk um að skýra hvað þeir hefðu lesið, að minnsta kosti vikulega og innan við eitt prósent bað nemendurna um að lýsa textastíl og uppbygg- ingu textans. Íslendingar standa þó vel að því er varðar aðstoðarkennslu í lestri en aðstoðarkennari var tiltækur fyrir um 80 prósent nemenda í fjórða bekk á einhverjum tíma- punkti. Þá kemur einnig fram að fleiri barnabækur eru á íslenskum heimilum en eru að meðaltali og að íslenskir nemendur lesa næst- mest í Evrópu. martaf@frettabladid.is Hefur áhrif á sjálfsmynd Námskrá lestrar á Íslandi hefur ekki breyst í tíu ár að því er fram kemur í nýrri evrópskri rannsókn: MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.