Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 42
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR34
ALLIR Á VÖLL
INN!
lau. 20. ág Úrslitaleikur Laugardalsvöllur
Karlar
mið. 27. júl 19:15 Þór - ÍBV Þórsvöllur
sun. 31. júl 16:00 BÍ/Bolungarvík - KR Torfnesvöllur
lau. 13. ág Úrslitaleikur Laugardalsvöllur
Konur
Hverjir taka bikarinn?
undanúrslit og úrslit í Valitor bikarnum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
FÓTBOLTI Úrúgvæinn Diego Forlan bætti enn
einni skrautfjöðrinni í hattinn um helgina
þegar hann leiddi þjóð sína til sigurs í Suður-
Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Þessi jafn-
fætti spyrnumaður af guðs náð skoraði tvö
mörk í úrslitaleiknum gegn Paragvæ. Sigur-
inn gerði Úrúgvæ að sigursælustu þjóð í sögu
keppninnar. Forlan á ekki langt að sækja knatt-
spyrnuhæfileikana en faðir hans og afi voru
báðir í sigurliði Úrúgvæ í keppninni á sínum
tíma.
„Afi minn vann titilinn, pabbi minn vann
titilinn og nú hef ég unnið hann. Þetta er stór
stund fyrir fjölskyldu mína. Forlan-nafnið
hefur verið skráð á spjöld knattspyrnusögunn-
ar,“ sagði Forlan stoltur.
Evrópubúar fengu fyrst veður af Forlan
þegar hann gekk til liðs við Manchester United
árið 2002. Hann hafði slegið í gegn með Indep-
endiente í Argentínu og mikils vænst af honum
í framlínu Englandsmeistaranna.
Tíma Forlan hjá United verður helst minnst
fyrir fagnaðarlæti hans þau fáu skipti sem
hann skoraði. Forlan fagnaði mörkum sínum
undantekningarlítið með því að rífa sig úr að
ofan áður en farið var að sýna leikmönnum
spjaliða leikmenn fyrir slík fagnaðarviðbrögð.
Í eitt skiptið var fögnuðurinn svo mikill að
honum tókst ekki að koma sér í treyjuna áður
en leikurinn hófst að nýju.
Forlan gekk erfiðlega að vinna sér fast sæti
í stjörnum prýddu liði United. Hann kom iðu-
lega af bekknum og markatölfræði hans því
verri fyrir vikið. Eftir þrjú tímabil á Englandi
tóku við betri tímar í heitara veðurfari á Spáni.
Forlan varð markakóngur á Spáni með gulu
kafbátunum í Villarreal sem tryggðu sér óvænt
sæti í Meistaradeild Evrópu. Mörkin tryggðu
honum markakóngstitil Evrópu í fyrra skiptið
af tveimur. Mikil breyting á stuttum tíma.
„Eftir að ég skipti um félag fór ég að spila
alla leiki. Það gefur þér sjálfstraust sem þú
færð ekki ef þú situr á varamannabekknum.
Hjá Villarreal fékk ég tækifærið og mínúturn-
ar á vellinum útskýra þessa breytingu,“ segir
Forlan.
Forlan varð einnig markahæstur á Spáni og
Evrópu í búningi Atletico Madrid þar sem hann
spilar nú. Með Atletico vann Forlan Evrópu-
deildina vorið 2010 þar sem hann skoraði bæði
mörkin í 2-1 sigri í úrslitaleiknum gegn Fulham.
Mánuði síðar hófst HM í Suður-Afríku þar
sem Forlan var fremstur meðal jafningja.
Fimm mörk hans skiluðu Úrúgvæ í 4. sæti
keppninnar og Forlan var valinn besti leik-
maðurinn.
Með sigrinum á Paragvæ í Buenos Aires á
sunnudaginn hefur Forlan líklega náð hátindi
feril síns. Atletico Madrid er ólíklegt til þess að
ná góðum árangri í einokaðri spænskri deildar-
keppni. Þá verður Forlan orðinn 35 ára gamall
þegar HM fer fram í Brasilíu 2014.
Forlan þarf þó ekki að hafa áhyggjur af veru
sinni í sögu knattspyrnunnar. Hann er leikja-
hæsti leikmaðurinn í sögu þjóðar sinnar og
deilir markametinu með þjóðhetju Úrúgvæja
frá HM 1930. Þá voru Úrúgvæjar fremstir
meðal jafningja og frammistaða Forlans hefur
fengið landa hans til þess að upplifa tímabil vel-
gengni á nýjan leik. kolbeinntd@365.is
Forlan fetar í fótspor föður og afa
Diego Forlan hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar. Síðan hann yfirgaf herbúðir Manchester United hefur
hann raðað inn mörkunum hjá félagsliðum sínum og landsliði. Hann er landsleikjahæsti Úrúgvæinn,
vantar eitt mark til að verða markahæstur og hefur nú unnið Copa America líkt og faðir hans og afi.
MEÐ GULLIÐ UM HÁLSINN Diego Forlan fagnar sigri í Copa America með félögum sínum. MYND/AFP
FÓTBOLTI Knattspyrnudómarinn
Kristinn Jakobsson
hefur þegið boð enska
knattspyrnusambandsins um að
dæma á æfingamótinu Emirates
Cup sem fram fer á heimavelli
Arsenal.
Arsenal mun taka þátt í
mótinu ásamt Boca Juniors frá
Argentínu, PSG frá Frakklandi
og New York Red Bulls frá
Bandaríkjunum. Kristinn mun
dæma opnunarleik mótsins,
laugardaginn 30. júlí, á milli
New York Red Bulls og PSG en
sá leikur verður sýndur á Stöð 2
Sport.
Kristinn mun í framhaldinu
fara til Zagreb í Króatíu en
þar mun hann dæma seinni
leik Dinamo Zagreb og HJK
Helsinki í 3. umferð forkeppni
Meistaradeildar UEFA. - óój
Kristinn Jakobsson:
Dæmir leik á
Emirates Cup
KRISTINN JAKOBSSON Verður á ferðinni
á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Íslenska stúlknalandsliðið
í knattspyrnu skipað leikmönnum
17 ára og yngri hélt í gærkvöldi
til Sviss. Fram undan er undan-
úrslitaleikur við Spán á fimmtudag
en Spánverjar eru ríkjandi Evrópu-
meistarar í þessum aldurs flokki.
„Þetta verður mjög erfitt en við
ætlum að gefa allt í þetta og taka
þennan leik,“ segir Lára Kristín
Pedersen, miðjumaður íslenska
liðsins. Lára Kristín, sem leikur
með Aftureldingu, er kokhraust og
segir íslenska liðið eiga von.
„Að sjálfsögðu eigum við mögu-
leika. Við erum búnar að standa
okkur alveg jafnvel og þær, jafn-
vel betur. Við ætlum að sýna hvað
við getum,“ segir Lára Kristín
sem segir samheldnina, hjartað
og föður landsástina vera styrk
íslenska liðsins.
Leið íslenska liðsins í undan-
úrslit hefur verið löng og ströng
en íslenska liðið hefur farið á kost-
um. Liðið lagði Litháen, Búlgaríu
og Ítalíu með yfirburðum í undan-
keppninni síðastliðið haust. Í vor
urðu Englendingar, Pólverjar og
Svíar á vegi íslensku stúlknanna.
Sex sigrar og markatalan 37-2
gefur tilefni til þess að ætla að
íslenska liðið sé sterkt.
„Styrkur okkar er hve vel við
þekkjumst. Það er mikil sam-
heldni í hópnum og engin skilin út
undan,“ segir Selfyssingurinn Guð-
munda Brynja Óladóttir, framherji
íslenska liðsins. „Við erum töluvert
stærri og þyngri en þær. Við eigum
að vera sterkari í föstum leikatrið-
um og eigum að vinna þær þar. Við
ætlum að láta finna fyrir okkur,“
segir Guðmunda sem er leikjahæst
í íslenska liðinu.
Íslenska landsliðið lenti í 5. sæti
á Norðurlandamótinu í sumar
en þá voru stúlkurnar fæddar
árið 1994 ekki gjaldgengar. Liðið
vann Svía, gerði jafntefli við Þjóð-
verja og Norðmenn en tapaði gegn
Frökkum.
Ísland mætir Spáni á fimmtu-
daginn klukkan 12 á hádegi. Í hinni
undanúrslitaviðureigninni mætast
Þýskaland og Frakkland. Leikið
verður um sæti um næstu helgi.
- ktd
Styrkleiki íslenska stúlknalandsliðsins í knattspyrnu:
Erum töluvert stærri
og þyngri en þær
GUÐMUNDA BRYNJA Hefur skorað 13 mörk í 17 leikjum með 17 ára landsliðinu.