Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 6
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
SKATTAMÁL Þorsteinn Hjaltested,
landeigandi á Vatnsenda í Kópa-
vogi, er skattakóngur Íslands.
Samkvæmt álagningarskrá rík-
isskattstjóra greiðir hann 161,8
milljónir í skatta vegna síðasta
árs. Þorsteinn var þriðji á listan-
um í fyrra og greiddi þá um 120
milljónir.
Samkvæmt upplýsingum frá
ríkisskattstjóra greiðir Andri Már
Ingólfsson, eigandi Primavera
Travel Group, næsthæsta skatta
vegna síðasta árs, 130,6 milljónir.
Í þriðja sæti á hinum svokall-
aða hákarlalista skattstjórans er
Skúli Mogensen, einn eigenda MP
banka, sem greiðir 111,5 milljón-
ir. Í fjórða sæti er Guðbjörg M.
Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags-
ins í Vestmannaeyjum. Hún greið-
ir ríflega 98,2 milljónir í skatta.
Meðal annarra landsþekktra
nafna sem rata á lista ríkisskatt-
stjóra eru Jóhannes Jónsson,
kenndur við Bónus, sem er í 7. sæti
og greiðir 78,6 milljónir, og sonur
hans Jón Ásgeir, fyrrverandi
stjórnarformaður Baugs Group
og 365, í 35. sæti með 39,1 milljón.
Þá er Ingunn Gyða Wernersdóttir
athafnakona ofarlega á blaði, hún
er í 11. sæti með 61,3 milljónir.
Á listanum má sjá nöfn úr orku-
geiranum, þá Hörð Arnarson, for-
stjóra Landsvirkjunar, í 23. sæti
með 48,1 milljón, og Ásgeir Mar-
geirsson, forstjóra Geysis Green
Energy, í 32. sæti með 41,1 milljón.
Þar eru líka þau Kári Stefáns-
son, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, í 33. sæti með 40,8
milljónir, Guðbjörg Edda Eggerts-
dóttir, aðstoðarforstjóri Actavis,
í 40. sæti með 34,6 milljónir og
Ingi Guðjónsson, annar stofnenda
Lyfju, í 42. sæti með 35,9 milljónir.
Bankamenn eru almennt færri
og neðar á listanum en í góðær-
inu. Til viðbótar við Skúla Mogen-
sen eru þar Óttar Pálsson, fyrrver-
andi forstjóri Straums Burðaráss,
í 25. sæti með 46,6 milljónir, Þor-
steinn Már Baldvinsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður Glitnis, í
36. sæti með 37,9 milljónir, og sæti
neðar Bjarni Ármannsson, fyrr-
verandi bankastjóri Glitnis, með
37,4 milljónir. brjann@frettabladid.is
Eigandi Vatnsenda er
skattakóngur ársins
Þorsteinn Hjaltested landeigandi greiðir hæsta skatta fyrir síðasta ár, 162 millj-
ónir króna. Þeir fimmtíu sem greiða hæstan skatt greiða samtals 2,7 milljarða.
Þar af greiða tíu efstu um einn milljarð. Átta af 50 á hákarlalistanum eru konur.
Einungis einn af hverjum sex hákörlum á síðasta ári eru konur. Átta konur
eru á listanum þetta árið, en í fyrra voru konurnar níu talsins.
Mikill meirihluti á lista ríkisskattstjóra býr á höfuðborgarsvæðinu. Sextán
búa í Reykjavík, fjórtán í Garðabæ og fjórtán annars staðar á höfuðborgar-
svæðinu. Aðeins sex af 50 búa utan höfuðborgarsvæðisins.
Þeir 50 einstaklingar sem greiða hæsta skatta vegna síðasta árs greiða
um 2,7 milljarða króna. Í fyrra greiddu 50 efstu samtals tæplega 3,1 milljarð
króna. Tíu efstu á listanum greiða samtals um 981 milljón króna. Í fyrra
greiddu tíu efstu tæplega 1,3 milljarða.
Aðallega karlar af höfuðborgarsvæðinu
VATNSENDI Þorsteinn Hjaltested á enn umtalsvert landsvæði á Vatnsenda, en Kópa-
vogsbær hefur tekið stóran hluta þess eignarnámi. Deilur um bætur vegna þessa eru
óleystar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Helstu skattgreiðendur
Reykjavík
Andri Már Ingólfsson Sólvallagötu 2 130,6
Anton Á. Kristinsson Gvendargeisla 76 68,7
Ingunn G. Wernersd. Bjarmalandi 7 61,3
Ívar Daníelsson Árskógum 6 58,4
Gunnar I Hafsteinsson Skildinganesi 58 50,3
Guðmundur S. Sveinss. Jóruseli 24 50,2
Hörður Arnarson Stallaseli 8 48,1
Katrín Þorvaldsdóttir Háuhlíð 12 44,5
Sverrir Sveinsson Suðurhlíð 38b 42,8
Kári Stefánsson Hávallagötu 24 40,8
Jón Ásgeir Jóhanness. Sóleyjargötu 11 39,1
Benedikt Eyjólfsson Funafold 62 36,8
Sigurður Gísli Pálmas. Ásenda 1 36,1
Eiríkur I. Þorgeirsson Fjarðarási 8 34,3
Kristinn Zimsen Furugerði 12 32,9
Guðbjörg A. Skúlad. Mýrarási 15 32,6
Garðabær
Skúli Mogensen Blikanesi 19 111,5
Guðmundur S. Jónss. Eskiholti 4 91,8
Einar Sveinsson Bakkaflöt 10 61,1
Jón Pálmason Arnarási 2 59,3
Margrét Ásgeirsdóttir Blikanesi 19 52,2
David John Kjos Skrúðási 6 50,7
Steinunn Jónsdóttir Brekkuási 11 48,8
Finnur Reyr Stefánsson Brekkuási 11 47,3
Óttar Pálsson Kaldakri 5 46,6
Sigurður Örn Eiríksson Kornakri 4 43,0
Kristinn Gunnarsson Dalakri 10 42,4
Ásgeir Margeirsson Línakri 4 41,1
Benedikt Sveinsson Lindarflöt 51 33,8
Magnús R. Jónsson Eskiholti 15 33,5
Hafnarfjörður
Magnús I. Óskarsson Blómvangi 20 75,5
Jakob M. Ásmundsson Hamarsbraut 8 42,3
Hinrik Kristjánsson Lækjarbergi 1 39,3
Sigurbergur Sveinsson Miðvangi 118 36,6
Guðbjörg E. Eggertsd. Næfurholti 2 36,4
Ólafur Björnsson Lækjarbergi 2 35,6
Helgi Vilhjálmsson Skjólvangi 1 32,9
Kópavogur
Þorsteinn Hjaltested Vatnsenda 161,8
Sigurður Sigurgeirsson Grandahvarfi 4 85,6
Jóhannes Jónsson Fagraþingi 8 78,6
Arnór Víkingsson Kársnesbraut 64 42,2
Ingi Guðjónsson Bakkasmára 25 35,9
Seltjarnarnes
Guðmundur Ásgeirss. Barðaströnd 33 57,1
Bjarni Ármannsson Bakkavör 28 37,4
Aðrir staðir
Guðbjörg M Matthíasdóttir
Birkihlíð 17, Vestmannaeyjum 98,2
Kristján V. Vilhelmsson
Kolgerði 3, Akureyri 78,6
Dröfn Árnadóttir
Aðalstræti 125, Vesturbyggð 57,0
Jón Zimsen
Innra-Leiti, Dalabyggð 49,2
Þorsteinn Már Baldvinsson
Barðstúni 7, Akureyri 37,9
Hans Ingi Þorvaldsson
Heiðargerði 17, Reykjanesbæ 35,8
Allar tölur eru í milljónum króna.
SKATTAMÁL Um 9.500 skattgreiðendur eru með
tekjur yfir 680 þúsundum króna á mánuði og greiða
því hátekjuskatt. Ríkissjóður hafði um 2,1 milljarð
króna í tekjur af þessum hópi á síðasta ári sam-
kvæmt samantekt ríkisskattstjóra vegna álagning-
ar opinberra gjalda fyrir árið 2011.
Um 151 þúsund greiða tekjuskatt, sem greiddur
er í þremur þrepum. Mikill meirihluti skattgreið-
enda, 133 þúsund manns, er með tekjur sem falla
í annað skattþrepið af þremur. Þar falla þeir sem
eru með mánaðartekjur á bilinu 209 til 680 þúsund
krónur.
Lítið hlutfall, um sex prósent þeirra sem greiða
tekjuskatt, er með tekjur yfir 680 þúsundum og fell-
ur því í efsta skattþrepið.
Auðlegðarskattur var nú lagður á í annað skipti.
Hann er lagður á eignir umfram skuldir, og er
miðað við eignir umfram 75 milljónir hjá einstak-
lingum en 100 milljónir hjá hjónum. Alls greiddu
um 4.800 einstaklingar skattinn, samtals 4,8 millj-
arða króna. Eignir umfram skattleysismörkin voru
að meðaltali um 67 milljónir króna.
Tekjur landsmanna af vinnu á síðasta ári voru
um 812,4 milljarðar króna. Þessari upphæð var
aflað af rúmlega 237 þúsund manns. Meðalmaður-
inn aflaði því um 3,4 milljóna króna, eða um 283
þúsund á mánuði.
Í fyrra var heimilað að draga kostnað við viðhald
af húsnæði frá tekjuskatti. Alls nýttu ríflega 18 þús-
und fjölskyldur þann möguleika, og drógu samtals
um 1,6 milljarða frá skattstofninum. Það gera tæp-
lega 90 þúsund krónur að meðaltali á fjölskyldu. - bj
Um 2,1 milljarður fæst með hátekjuskatti á fólk með tekjur yfir 680 þúsundum:
Um 9.500 greiða hátekjuskatt
FASTEIGNIR Skuldir landsmanna vegna íbúðakaupa nema nú
í fyrsta skipti meira en 50 prósentum af verðmæti eignanna,
þrátt fyrir að einn af hverjum fjórum fasteignaeigendum skuldi
ekkert í húsnæði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
TRÚLOFUNARHRINGAR
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært rúmlega fimmtugan mann
fyrir að ráðast með hrottafengn-
um hætti á fyrrum unnustu sína
og misþyrma henni.
Manninum er gefið að sök að
hafa á heimili sínu í maí árið 2009
veist með ofbeldi að konunni, hrint
henni á rúm, sest ofan á hana og
slegið og sparkað í hana. Konan
fékk glóðarauga, svo og eymsli og
mar í andliti og á líkama.
Í júní réðst maðurinn aftur á
konuna, í það skiptið við Suður-
hlíð framan við Suðurhlíðarskóla.
Hann reif í hár hennar, settist
klofvega ofan á hana og sló hana
nokkrum sinnum með krepptum
hnefa í andlitið. Að auki tók hann
hana hálstaki.
Af þessum misþyrmingum fékk
konan glóðarauga og mikið mar
víða í andliti. Þá var hún hrufluð
á hálsi og með bólgna vör.
Konan gerir kröfu um að mað-
urinn verði dæmdur til að greiða
henni þrjár milljónir króna í
miskabætur.
Ákæruvaldið krefst þess að
hann verði dæmdur til refsingar
og til greiðslu alls sakarkostnað-
ar. - jss
SUÐURHLÍÐARSKÓLI Í síðara skiptið
réðst maðurinn á konuna framan við
Suðurhlíðarskóla.
Karlmaður á sextugsaldri ákærður fyrir að ráðast tvívegis hrottalega á konu:
Misþyrmdi fyrrum unnustu
LÖGREGLUMÁL Styttu sem lista-
konan Steinunn Þórarinsdóttir
gerði og forseti Íslands afhjúp-
aði árið 2006 var stolið af stalli
sínum í bresku borginni Hull í
fyrrinótt. Atburðurinn náðist á
öryggismyndavél, sem þó var í
nokkurri fjarlægð, og verið er að
kanna hvort þjófarnir hafi náðst
á öðrum öryggismyndavélum í
grenndinni.
„Ég hélt fyrst að verið væri að
grínast í mér þegar ég var vakin
upp af borgarstarfsmönnum í
Hull sem færðu mér tíðindin,“
segir Steinunn. „Enda enginn
hægðarleikur að koma þessu í
burtu.“ Styttan er 1,80 metrar að
hæð og vegur á bilinu 250 til 300
kíló. Steinunn segir tjón borgar-
innar hlaupa á milljónum. - jse
Nautsterkir þjófar að verki:
Íslensku verki
stolið í Hull
FÖR Í HULL Bronsstyttan starir ekki
lengur mót hafi frá sjávarsíðunni í Hull.
LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í þrjá
sumarbústaði í landi Vatnsenda
í Skorradal um helgina, að því er
fram kemur á vef Skessuhorns.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Borgarfirði var mörg-
um tækjum stolið úr bústöðunum.
Þá var brotist inn í geymsluhús-
næði í Hvalfirði og tæki tekin úr
bát sem þar var geymdur. Þeim
sem urðu varir við grunsamlegar
mannaferðir í Skorradal og Hval-
firði um síðustu helgi er bent á að
hafa samband við lögregluna.
- jss
Innbrot í Borgarfirði:
Stolið úr bát og
bústöðum
Tvístefna í Tryggvagötu
Tryggvagötu milli Lækjargötu og Póst-
hússtrætis var breytt í tvístefnugötu í
morgun. Breytingin er gerð í tilrauna-
skyni til eins árs og standi síðar vilji
til að festa breytinguna í sessi þarf að
endurskoða deiliskipulag svæðisins
með það í huga.
SAMGÖNGUR
Finnst þér að þjóðkirkjan eigi
að greiða bætur til kvenna sem
sakað hafa fyrrverandi biskup
um kynferðisbrot?
Já 55,3
Nei 44,6
SPURNING DAGSINS Í DAG
Óttast þú að hryðjuverk verði
unnin á Íslandi?
Segðu þína skoðun á visir.is.
KJÖRKASSINN