Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2011, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 26.07.2011, Qupperneq 14
14 26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 L estrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Einnig glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrar- vandamál en annars staðar í álfunni. Þetta kemur fram í skýrslu um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um menntamál í Evrópu og birtist fyrir skömmu. Fleiri barnabækur eru þó til á heimilum íslenskra barna sam- kvæmt skýrslunni og íslensk börn lesa næst mest í Evrópu. Þetta eru ánægjulegar upp- lýsingar sem rétt er að halda á lofti og nýta í áframhaldandi vinnu. Í könnuninni kemur einnig fram að markviss þjálfun í lesskilningi er ekki talin sem skyldi hér á landi. Til dæmis báðu aðeins 40 prósent íslenskra kennara nemendur sína í fjórða bekk að skýra út hvað þeir hefðu lesið að minnsta kosti vikulega og innan við eitt prósent kennaranna bað nemendurna um að lýsa textastíl og uppbyggingu textans. Undanfarin ár hefur ítrekað verið á það bent að hér á landi sé ekki varið jafnmörgum kennslustundum til íslenskukennslu í grunnskólum og nágrannaþjóðir okkar verja til að kenna sínar þjóðtungur. Ætla má að þetta geti einmitt komið niður á les- skilningsþjálfun nemenda. Ef tími er naumur segir sig sjálft að minna rými er fyrir markvissa þjálfun í lesskilningi, hvort heldur með æfingum eða umræðu um þann texta sem lesinn er. Einnig má leiða að því líkum að hverfandi kjarni í íslensku í grunnnámi kennara hafi leitt til þess að færri kennarar séu meðvitaðir um mikilvægi þess að vinna með þann texta sem lesinn er á margbreytilegan hátt. Lestur og lesskilningur eru alger grunnþáttur, ekki bara í námi heldur í öllu lífi fólks og starfi. Í sameiginlegum inngangs- kafla nýrrar aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla eru skilgreindir grunnþættir í íslenskri menntun. Læsi í víðum skilningi er þar efst á blaði og slær þannig tón sem vonandi mun óma í þeim námskrám sem líta munu dagsins ljós á næstu misserum. Vitanlega ber að taka öllum samanburðarrannsóknum, eins og þeirri sem hér er vísað til, með hæfilegum fyrirvara. Margir þættir geta orðið til þess að talnagögn frá mismunandi löndum verði ekki alls kostar sambærileg þótt reynt sé að vanda til verka. Engu að síður er rétt að nýta allar svona rannsóknir í við- leitninni til að gera betur. Þegar kemur að slíkum grunnþætti í lífi og starfi fólks eins og lestur er og lesskilningur er þá er svo sannarlega alltaf ástæða til að reyna að gera betur. Og það er áreiðanlega hægt. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Það er erfitt að gera sér í hugarlund þá þjáningu sem milljónir manna standa frammi fyrir á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Vatnsskortur, uppskeru- brestur, dauði búfénaðar, matarskort- ur og hækkað matvælaverð. Þúsundir fjölskyldna sem höfðu lítið handanna á milli í stríðshrjáðri Sómalíu og í bláfá- tækum héruðum Keníu og Eþíópíu hafa misst lifibrauð sitt og horfa upp á alvar- lega vannæringu og jafnvel dauða barna sinna. Örvæntingin er mikil og fátt til ráða. Í Sómalíu þarf nú einn af hverjum þremur íbúum á neyðaraðstoð að halda. Flóttamannahjálp Sþ hefur lýst því yfir að engin leið sé að aðstoða þann gríðar- lega fjölda flóttamanna sem nú streymir yfir landamærin frá Sómalíu til flótta- mannabúða í Keníu. Eina vonin er aðstoð alþjóðlegra hjálp- arsamtaka og stofnana. Barnaheill – Save the Children hafa starfað í Eþíópíu, Keníu og Sómalíu í 20 ár og hafa mikla reynslu af hjálparstarfi á svæðunum. Með aðstoð þeirra fá nú tugþúsundir barna og fjölskyldna aðstoð. Á komandi mánuðum stefnum við á að hjálpa 1,8 milljónum barna og fjölskyldum þeirra. Hjálpin felst í dreifingu matvæla, að veita fólki aðgang að hreinu vatni, hrein- lætisaðstöðu og heilsugæslu og að með- höndla vannærð börn og bæta næringar- ástand þeirra. Jafnframt aðstoðum við fjölskyldur við framfærslu og að koma undir sig fótum að nýju og veitum börn- um vernd og aðgang að menntun. Einnig leggja samtökin áherslu á að gera fjöl- skyldum kleift að verjast áföllum í fram- tíðinni. Umi, þriggja mánaða gömul, er ein þeirra sem fengu hjálp frá Barnaheillum – Save the Children. Amina móðir hennar kom með hana til einnar af næringar- stöðvum samtakanna í Sómalíu eftir erf- itt ferðalag. Umi, sem vó aðeins 1,7 kg, var alvarlega vannærð og með lungna- bólgu. Hún fékk strax viðeigandi aðstoð og var komið undir læknishendur. Við vonum að hún lifi af. Með þínu framlagi geta Barnaheill – Save the Children hjálpað mun fleiri börnum sem eru í svipaðri stöðu og Umi. Söfnunarsímar okkar eru 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Hægt er að leggja frjáls framlög á reikning samtak- anna 0327-26-001989, kt. 521089-1059. Umi fékk hjálp Hungursneyð Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi Úr öfgum í öfga Í pistli líkti Karl Th. Birgisson, ritstjóri Eyjunnar, þeim sem standa að AMX við hryðjuverkamanninn í Noregi. Hatrið og ofstækið í skrifunum á vefnum væru af sama meiði og rökstuðningur norska hryðjuverka- mannsins. Eitt er að hneykslast yfir öfgafullum málflutningi og hið besta mál er að vekja athygli á þeim öfgum og fordæma. Að grípa til sömu öfga gerir hins vegar ekkert annað en að draga úr vægi gagnrýninnar. Fer ekki tími öfganna í umræðunni að verða liðinn? Söguleg viðkvæmni Eftir hryðjuverkin hefur sérkennileg umræða sprottið upp þar sem rifist er um skilgreiningar á nasisma og kommúnisma, hvort sé hægri og hvort vinstri. Trauðla skiptir það máli í hinu stóra samhengi hlutanna og menn gerðu rétt í að vera ekki svona viðkvæmir yfir sögulegum skilgreiningum. Einkavæðingin gagn- rýnd Gagnrýnisraddir á einkavæðingu ríkisfyrirtækja var ekki hávær á sínum tíma. Helst að for- svarsmenn Vinstri grænna mölduðu í móinn, en það var afgreitt sem nöldur og gjarnan vísað í fjallagrös og gott ef ekki talibana. Nú hefur gagn- rýnendum bæst öflugur liðsmaður. Sjálfur Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, ritaði pistil á vef Evrópuvaktarinnar þar sem hann gagnrýnir einkavæð- ingu Landsbankans og Landsímans. Nú er hún Snorrabúð stekkur, hefur líklega einhver hægri maðurinn hugsað við lestur pistilsins. kolbeinn@ frettabladid.is Lestur og lesskilningur er grundvöllur náms og starfs. Ágæt áskorun frá Evrópu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.