Fréttablaðið - 06.08.2011, Síða 20
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR20
H
eimsbyggðin stend-
ur nú frammi fyrir
einhverju alvar-
legasta neyð -
arástandi síð -
ustu áratuga þar
sem milljónir manna, kvenna og
barna líða skort í Austur-Afríku.
Hungursneyð ríkir nú í suður-
hluta Sómalíu og er búist við því að
ástandið versni enn frekar ef ekki
kemur til aukin aðstoð frá alþjóða-
samfélaginu.
Langhrjáð svæði
Rúmlega tólf milljónir íbúa á hinu
svokallaða Horni Afríku standa
frammi fyrir matarskorti vegna
verstu þurrkatíðar sem um getur
í sextíu ár.
Þessi hluti heimsins hefur lengi
verið viðkvæmur fyrir áföllum
og hafa þau dunið reglulega yfir.
Flestir muna eftir hörmungun-
um í Eþíópíu á níunda áratugnum
og Sómalíu í upphafi þess tíunda.
Yfirstandandi ástand er einmitt það
alvarlegasta sem upp hefur komið
síðustu tuttugu ár og er ekki úti-
lokað að eymdin muni aukast enn
frekar.
Fjögur ríki eru á þurrkasvæðinu,
Kenía, Eþíópía, Djíbútí og Sómalía,
en ástandið er sýnu verst í því síð-
astnefnda, þar sem 3,7 milljónir af
um 7,5 milljónum íbúa búa nú við
matarskort.
Tugir þúsunda hafa þegar lát-
ist síðustu vikur og mánuði, þar af
29 þúsund sómalísk börn yngri en
fimm ára síðustu þrjá mánuði. 640
þúsund börn til viðbótar búa við
alvarlegan næringarskort.
Hundruð þúsunda hafa flúið
þurrkasvæðin í suðurhluta Sómal-
íu og leitað aðstoðar í höfuðborg-
inni Mogadisjú og flóttamanna-
búðum í nágrannalöndunum. 440
þúsund hafast við í Dadaab-flótta-
mannabúðunum í Norður-Kenía og
120 þúsund til viðbótar í Dollo Ado
í Eþíópíu.
Straumurinn er síst að léttast,
þar sem 73 þúsund manns hafa
komið til Dadaab á síðustu tveimur
mánuðum og 1.300 manns bætast í
hópinn á degi hverjum. Þá koma um
2.000 til Dollo Ado á dag.
Þurrkar og ófriðarbál
Meginorsök þessa hörmunga er
uppskerubrestur og dauði búfén-
aðar af sökum þurrka, en efnahags-
legir og pólitískir þættir magna
neyðina.
Uppskerubresturinn hefur leitt
til gríðarlegra verðhækkana á mat
og nauðsynjavörum. Til dæmis
hefur verð á svokallaðri dúrru,
kornjurt sem er mikið notuð í mjöl-
gerð, hækkað um 240 prósent í
Sómalíu síðasta ár.
Þá hefur mikill óstöðugleiki ein-
kennt stjórnmálaástandið í Sómal-
íu síðustu tuttugu ár og má segja
að borgarastyrjöld geisi í mörgum
af þeim héruðum þar sem ástandið
er verst. Allt frá því að Siad Barre
var velt úr forsetastóli fyrir tutt-
ugu árum hafa flokkar undir stjórn
ýmissa stríðsherra barist um völd-
in. Opinber stjórnvöld í Mogadisjú
sitja í skjóli Afríkusambandsins
en stýra í raun aðeins takmörk-
uðum hluta landsins. Víða hafa
skæruliðahópar, meðal annars úr
samtökunum al-Shabab sem hafa
tengsl við al-Kaída, hindrað hjálp-
arstarf alþjóðlegra hjálparstofnana
og jafnvel meinað flóttamönnum að
leita sér hjálpar.
Friðargæslusveitir Afríkusam-
bandsins hafa undanfarna daga
og vikur herjað á al-Shabab til
að tryggja að hjálparaðstoð nái
til borgaranna, og orðið nokkuð
ágengt í þeim efnum.
Hnetusmjör bjargar lífum
Alþjóðleg samtök og stofnanir
hafa hert verulega á starfi sínu
að undanförnu og vakið athygli
almennings um heim allan á neyð
fólks í Austur-Afríku.
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, hefur lagt megináherslu
á að aðstoð við börn sé sett í for-
gang. Mjólkurblöndur og hnetu-
mauk eru nýtt fyrir vannærð börn
en einnig eru börn bólusett gegn
hættulegum sjúkdómum. UNICEF
hefur þegar komið hundruðum
tonna af hjálpargögnum til barna
á neyðarsvæðunum og tugþúsund
barna hafa verið bólusett gegn
mislingum og mænusótt.
Þá hafa Matarhjálp Sameinuðu
þjóðanna, WFP, og Alþjóða Rauði
krossinn sent tugi tonna af hnetu-
smjöri til neyðarsvæðanna og er
von á annarri sendingu á allra
næstu dögum.
Loks má geta þess að Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
leggur mikla áherslu á að byggja
upp aðstöðu fyrir flóttamenn í búð-
unum í Dadaab og reisa tjöld fyrir
7.500 manns á degi hverjum.
Enn er mikil þörf
Þrátt fyrir að heimsbyggðin hafi
tekið við sér undanfarnar vikur
er enn töluvert í að ástandið verði
viðráðanlegt, bæði vegna skorts á
fjármunum og erfiðleikum við að
ná til nauðstaddra. Rúmlega millj-
arður Bandaríkjadala hefur safn-
ast frá ríkisstjórnum, stofnunum
og einstaklingum um heim allan en
annað eins þarf til, þar sem talið er
að umfangsmikilla hjálparaðgerða
verði þörf allt fram í desember.
Íslendingar hafa stutt ötullega
við hjálparstarfið og hafa þúsundir
gefið í safnanir UNICEF og Rauða
krossins síðustu vikur. Þá standa
Barnaheill og Hjálparstarf kirkj-
unnar einnig fyrir söfnunum, en
nánari upplýsingar um hvernig má
bera sig að við stuðning má finna á
heimasíðum fyrrnefndra aðila.
Yfir 29 þúsund
börn undir 5 ára látin
Milljónir svelta heilu hungri á þurrkasvæðum í Austur-Afríku. 650 þúsund
börn eru í bráðri lífshættu og hafa þörf fyrir mikla aðstoð frá alþjóða-
samfélaginu. Þorgils Jónsson kynnti sér aðstæður hinna fjölmörgu þjáðu.
TÁRADALUR Hungursneyð ógnar lífi milljóna manna á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Tugþúsundir hafa þegar látist, þar af
rúmlega 29 þúsund börn undir fimm ára aldri á síðustu þremur mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Aden er þriggja ára gamall og sést hér með föður sínum Abdille í flóttamannabúðum í Kenía. Aden kom ásamt föður
sínum, ömmu og tveimur systkinum í Dadaab-búðirnar fyrir
viku og var þá aðframkominn af næringarskorti en hefur náð sér
undraskjótt. Móðir hans lést áður en fjölskyldan komst á leiðar-
enda.
Ekki tekur nema tvær til fjórar vikur að hjúkra vannærðum
börnum til fullrar heilsu komist þau undir hendur hjálparsam-
taka, en kostnaður við slíka meðferð er um 1.500 krónur.
NORDICPHOTOS/AFP
Í öruggum höndum
Food security
Sep forecast
1. Minimal
2. Stressed
3. Crisis
4. Emergency
5. Famine
Refugee centres
Pop. as of July 29
Dollo Ado
120,000 Famine predicted
throughout southern
Somalia by SeptembeSOUTH
SUDAN
UGAND A
TANZANIA
DJIBOUTI
165,000
SOMALIA
3.7 millio
ETHIOPIA
4.8 million
KENYA
3.7 million
Addis
Ababa
Nairobi
200km
125 miles
People in need
of food aid
HUNGURSNEYÐ BREIÐIST ÚT UM SUÐUR-SÓMALÍU
Hungursneyð hefur nú breiðst
út til þriggja héraða til viðbótar
í Sómalíu og þykir líklegt að neyð
muni heltaka allan suðurhluta landsins
innan sex vikna. Rúmlega 12 milljónir
manna líða nú skort vegna verstu þurrka
sem geisað hafa í Austur-Afríku í 60 ár.
æðuskort r:
pá fyri september
. Min i háttar
. Nokkur
. Erfiðleikar
. Neyðarástand
. Hungursneyð
Flóttamannabúðir
Fjöldi hinn 29. júlí
Matarþurfi
einstaklingar
Hungursneyð spáð um alla
Suður-Sómalíu í septem-
ber.
Djíbútí
165. 0
Sómalía
3,7 milljónir
Eþíópía
,8 milljónir
Kenía
3,7 milljónir
Mogadisjú
Naíróbí
Addis Ababa
Djibouti
Ali Addeh 14.400
Dollo Ado
120.000
Dadaab
440.000
SUÐUR-SÚDAN
ÚGANDA
TANSANÍA
©GRAPHIC NEWS Heimildir: OCHA, USAID, FEWS
NEYÐARMATVÆLI VEGNA HUNGURSNEYÐAR
Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna hefur fl utt 74 tonn af næringarbætta hnetusmjör-
inu Plumpy‘Sup til neyðarsvæðanna í Sómalíu. Það nægir til að fæða 28 þúsund
börnum í einn mánuð. Alþjóða Rauði krossinn og UNICEF hafa einnig dreift slíku til
barna á svæðinu.
Tilbúinn neyðarmatur: Hnetumauk,
grænmetisolía, sojaprótín, mysa, maltódextrín,
sykur, kakó, snefilefni.
Neytt beint úr pokanum
Orka í
100 gr.
545 Kcal
Bakteríur
þrífast ekki
í mat sem
byggður
er á olíu.
Pakkning-
arnar eru
hentugar
til flutnings
og geymast
lengi.
Fjörefnabætt blanda:
Kornmeti sem blandað
er með soja, belgjurtum,
olíufræjum og undan-
rennuduft, Bætt með fjör-
efnum og steinefnum.
Blandað við vatn og
eldað eins og hafra-
grautur
Orka í
100 gr.
380 Kcal
Næringarstangir: Hveiti,
grænmeti, fita, sykrur,
sojaprótín og maltþykkni.
Stundum mulið út í vatn og
eldað sem hafragrautur.
Orka í
100 gr.
446Kcal
Orkuríkt kex:
Hveitikex með
prótínríku korni,
grænmetis-
olíu, kornsýrópi og
undanrennudufti.
Orka í
100 gr.
450 Kcal
Heimildir: Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna og Nutriset. ©GRAPHIC NEWS
Þúsund manna koma í flóttamannabúðir á degi hverjum
en margir láta lífið áður en þeir geta leitað sér hjálpar.