Fréttablaðið - 06.08.2011, Page 42
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR10
Félagsráðgjafi – Félagsþjónustan í Hafnarfirði
Laus er til umsóknar staða félagsráðgjafa hjá Félagsþjón-
ustunni í Hafnarfirði.
Um er að ræða fullt starf og æskilegt að viðkomandi geti
hafið störf 1. september n.k.
Verkefni viðkomandi verða í barnavernd og öðrum
málaflokkum sem falla undir verksvið félagsþjónustu, s.s.
málefnum fatlaðra, málefnum aldraðra, fjárhagsaðstoð,
almennri félagsráðgjöf o.fl.
Hæfniskröfur:
• Starfsréttindi í félagsráðgjöf
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Félagsþjónustan býður upp á:
• Fjölskylduvænan vinnustað
• Fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála
• Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
• Góðan starfsanda
Umsækjendur sendi upplýsingar um menntun og fyrri
störf til Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, Strandgötu 33,
220 Hafnarfirði, fyrir 15. ágúst n.k. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Launakjör eru
samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga
og Félagsráðgjafafélags Íslands.
Nánari upplýsingar veita Guðríður Guðmundsdóttir
lögfræðingur, gurry@hafnarfjordur.is og Ólína Birgisdóttir
deildarstjóri, olina@hafnarfjordur.is.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru karlar,
jafnt sem konur, hvattir til að sækja um starfið.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
7
5
18
Umsóknarfrestur er til 17. ágúst 2011
Við leitum að öflugum
viðskiptastjóra í Reykjavík
Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar
upplýsingar. Umsóknir skulu berast í gegnum www.siminn.is.
Við höfum gildi Símans að leiðarljósi í störfum okkar og erum skapandi,
áreiðanleg og lipur.
Viðskiptastjóri ber ábyrgð á viðskiptum við stóra viðskiptavini Símans
á fyrirtækjamarkaði, s.s. sölu, kynningum, tilboðs- og samningagerð,
ráðgjöf, viðskiptatengslum og eftirfylgni.
Menntun og hæfni
• Háskólapróf æskilegt
• Reynsla af vinnumarkaði skilyrði
• Tæknileg þekking eða áhugi á tækni mikilvægt
• Þekking á íslensku viðskiptalífi skilyrði
• Innsæi í fjarskiptalausnir og/eða þekking á
upplýsingatæknilausnum
Persónulegir eiginleikar
• Kraftur og frumkvæði
• Lausnahugsun og rík þjónustulund
• Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til hópvinnu
• Góðir skipulagshæfileikar og hæfni í
mannlegum samskiptum
Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
5
58
48
0
8/
11
Umsjón með úrvinnslu umsókna hafa
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2011.