Fréttablaðið - 06.08.2011, Page 68

Fréttablaðið - 06.08.2011, Page 68
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR32 krakkar@frettabladid.is 32 6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR Mér finnst mjög gaman að lesa, læra og gera margt. Mér þykir líka mjög gaman að syngja, æfa ballett og á fiðlu. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Íslendingar í enska boltanum Enska knattspyrnan hefst formlega um helgina þegar Manchester City og Manchester United eigast við um Samfélagsskjöldin. Enska úrvals- deildin sjálf hefst svo um næstu helgi. Aðeins tveir Íslendingar spila í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Það eru þeir Grétar Rafn Steinsson, bakvörður hjá Bolton Wanderers og Heiðar Helguson, framherji hjá Queens Park Rangers eða bara QPR. Eiður Smári Guðjohnsen, sem spilaði með Tottenham og Ful- ham í ensku úrvalsdeild- inni í fyrra, leikur nú með AEK í Grikklandi. Bæði Heiðar og Grétar Rafn eru utan af landi. Heiðar er alinn upp á Dalvík en spilaði svo með Þrótti Reykjavík áður en hann gerðist atvinnu- maður með Lilleström árið 1998. Heiðar hefur spilað með liðum á borð við Watford, Fulham og Bolton. Grétar Rafn er alinn upp á Siglufirði en lék með Skagamönnum áður en hann hélt utan. Hann gerðist atvinnumaður hjá Young Boys árið 2004. Síðar lék hann með AZ Alkmar en leikur nú, sem fyrr segir, með Bolton Wanderers. SNILLIHEIMAR námsvefur er vefsíða þar sem krakkar geta æft sig í myndlist og tónlist, leyst þrautir og fleira skemmtilegt. Slóðin er http://mennta.hi.is/vefir/snilliheimar/lok/forsidabyrja.html. Jón og Gunnar voru að tala um mat. Jón: „Ég er búinn að borða nautakjöt alla mína ævi og er nautsterkur!“ Gunnar: „Skrítið, ég hef borð- að fisk alla mína ævi og ég kann samt ekki að synda.“ Áhyggjufullur hundaeigandi fer til dýralæknis. Hundaeigandi: „Læknir, hundurinn minn er ekki með trýni!“ Dýralæknir: „Hvernig lyktar hann þá eiginlega?“ Hundaeigandi: „Alveg hræði- lega!“ Kennari einn biður börnin í bekknum að segja frá nöfn- um sínum. Þegar röðin kemur að Hans litla spyr hann: Kennari: „Eftir hverjum ert þú nú skírður, Hans? Hans: „Eftir spænska kóng- inum.“ Kennari: „En hann heitir ekki Hans.“ Hans: „Jú, hans hátign!“ Hvað ertu gömul? „Tíu ára en verð ellefu ára í nóvember.“ Hvenær lékstu fyrst í atvinnu- leikhúsi? „Þegar ég var sjö ára, þá lék ég í Kardimommubæn- um.“ Hvaða hlutverk lékstu? „Ég lék Kamillu, sem var eitt stærsta barnahlutverkið í sýningunni og ég söng einsöng.“ Hvernig fékkstu hlutverkið? „Ég fór í tvær prufur og komst síðan inn.“ Ertu að leika í einhverju núna? „Já, í Galdrakarlinum í Oz. Það er mjög gaman en við erum bara í sumarfríi núna. Leikrit- ið verður síðan frumsýnt í sept- ember í Borgarleikhúsinu.“ Um hvað fjallar Galdrakarlinn í Oz? „Hann fjallar um stelpu sem á fáa vini og hundurinn hennar er besti vinur hennar. Hún verður mjög leið þegar það á að taka af henni hundinn og langar mikið að komast til draumalands. Þegar hún sofnar dreymir hana um land sem er fyrir ofan regnbogann og þar gerast ýmsir undrahlutir.“ Hvaða hlutverk leikur þú? „Ég leik ýmis hlutverk eins og Pinkla lögmann, bæjarbúa, skógardýr og blóm.“ Hefur þú leikið í öðrum atvinnuleikritum? „Já, í Oliver.“ Hvenær talaðir þú fyrst inn á teiknimynd? „Ég fór í fyrstu prufuna á sjö ára afmælisdag- inn minn og talaði síðan inn á þættina Bangsímon, Tumi og ég. Þar gerast þau spæjarar og ég talaði fyrir Dagnýju, sem er ein af aðalspæjurunum.“ Hvað hefur þú talað inn á? „Drekabana, Konungsríki uglanna og líka Prinsessuna og froskinn. Það eru svona helstu bíómyndirnar sem ég hef lesið inn á. Helstu þættirnir eru kannski Bangsímon, Olivía, Tóta trúður og ég var að tala inn á jóladagatalið núna síðast.“ Eru leikarar í fjölskyldunni þinni? „Já, Sigrún Edda Björns- dóttir er frænka mín og Guð- rún Ásmundsdóttir er systir afa míns.“ Er draumurinn að verða leik- kona? „Já, ég held það.“ Hefur þú áhuga á öðru en leik- list? „Mér finnst mjög gaman að lesa, læra og gera margt. Mér þykir líka mjög gaman að syngja, æfa ballett og á fiðlu.“ Hefur þú tíma til að mæta í skólann? „Þegar ég er að leika í leikriti þarf ég bara stundum að fá frí í skólanum. Get samt oftast mætt, allavega fyrst.“ SÖNG EINSÖNG SJÖ ÁRA Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir hefur leikið í atvinnuleikhúsi og talað inn á fjölda teiknimynda þrátt fyrir ungan aldur. Í haust mun hún síðan spreyta sig á ýmsum spennandi hlutverkum í undraheimi Galdrakarlsins í Oz. FJÖLHÆF Ragnheiði Ingunni dreymir um að verða leikkona en hefur áhuga á öðru svo sem söng, ballett og fiðluleik. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.