Fréttablaðið - 15.08.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 15.08.2011, Síða 2
15. ágúst 2011 MÁNUDAGUR2 MENNING Steinasafn hjónanna Snjólaugar Maríu Dagsdóttur og Þorsteins Þorleifssonar, var flutt til Winnipeg í Kanada. Það er nú til sýnis á New Iceland Heritage Museum, eða Sögusafni Nýja- Íslands í Gimli í Manitoba. Þorsteinn segir safnið sam- anstanda af grjóti sem Dagur Óskars son hóf að safna upp úr miðri síðustu öld en megninu af því safnaði Jón, sonur Dags um langt tímabil. „Það er gott að vita af safninu þar ytra, þetta eru jafnvel meiri Íslendingar en við,“ segir Þor- steinn. Það var þó ekki vand- kvæðalaust að koma safninu út en eins og alkunna er mun það ólög- legt að flytja berg á milli landa. Þjóðræknifélagið, sem flutti safn- ið út, fékk þó undanþágu. Iceland Express flutti safnið endurgjaldslaust, að sögn Svavars Gestssonar, ræðismanns í Kan- ada, í sinni fyrstu áætlunarferð til Winnipeg, í júní og þurfti félagið að fá til þess sérstakt leyfi en það hafði ekki leyfi til slíkra frakt- flutninga. Síðan héldu þau Þor- steinn og Snjólaug María utan í lok júnímánaðar til þess að setja safnið upp. Það var svo um síðustu mánaða- mót, á Íslendingadeginum, sem Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra afhenti Sögusafn- inu í Gimli steinasafnið. Þorsteinn segir að í safninu séu nánast allar bergtegundir sem fyrirfinnast hér á landi. „Það var afskaplega áhrifamikið að vera þarna í Gimli og sjá verslanir með íslensku nafni og heyra fólk tala sín á milli á lýtalausri íslensku. En einnig var það skemmtilegt þegar fólk var að snerta bergið og sagðist vera að snerta íslenskt berg í fyrsta sinn jafnvel þótt það væri af íslensku bergi brotið,“ segir Þorsteinn. Hann segir enn fremur að jarð- fræðideild Háskólans í Manitoba hafi tekið þessu afar vel og ætli að nýta sér tækifæri sem nú gefst þeim við túnfótinn til að kynnast íslensku bergi. jse@frettabladid.is Íslenskt berg komið til ekta Íslendinga 500 kílóa steinasafn var flutt frá Íslandi til Gimli í Kanada. Það er nú til sýnis á Sögusafni Nýja-Íslands þar ytra. Mörgum, sem eru af íslensku bergi brotnir, þótti mikið um að fá að snerta íslenskt berg í fyrsta sinn á ævinni. HJÓNIN BÚIN AÐ KOMA GRJÓTINU Í GÓÐAR HENDUR Þau Þorsteinn Þorleifsson og Snjólaug María Dagsdóttir sjá ekki eftir steinunum sem gleðja nú margan manninn í Gimli. MYND/HELGI DAN VEÐUR Nokkuð kólnar á landinu næstu daga. Rign- ing eða stöku skúrir verða í flestum landshlutum í vikunni. „Það er spáð lægð fyrir austan landið og hún nær að draga niður svalara loft úr norðri og tals- verða úrkomu á norðan- og norðaustanverðu landinu næstu tvo daga,“ segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur og bætir við að þegar líði á vikuna sé spáð rólegra veðri. Einar segir að talsvert kalt loft sé nú í háloftun- um. „Það berst til okkar kalt loft frá Grænlandi. Það hittist þannig á að kaldasta loftið á norðurhveli er hér hjá okkur,“ upplýsir Einar og tekur sem dæmi að í vikunni sé spáð sérlega miklum hlýindum norð- ur við Svalbarða. Inntur eftir því hvort veðurspáin sýni að haustið sé á næsta leiti segir Einar að hit- inn við Svalbarða sé ekki haustmerki. „Það haustar þegar kólna fer fyrir norðan okkur,“ segir Einar og bætir við að alltaf kólni hér á landi með norðanátt- inni. „Íbúar á Norðurlandi þekkja það vel.“ Einar segir að nokkur óvissa ríki um veðurspár fyrir næstu helgi. „Það er spurning hvort lægð sem er í pípunum taki upp á því að vera nálægt okkur eða sunnan við Ísland og þá finnum við lítið fyrir henni.“ - mmf Það spáir kólnandi veðri og rigningu eða stöku skúrum víða næstu daga: Haustið ekki enn í kortunum RIGNING OG KÓLNAR Óvissa ríkir um spár fyrir næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPÁNN Tveggja ára stúlkubarn fannst í ruslagámi á Suður-Spáni á laugardag að því er fram kom í fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Barninu var bjargað eftir að íbúar í grennd við ruslagáminn heyrðu ekkasog úr gáminum. Íbú- arnir sem fundu barnið sögðu að það hefði verið grátandi, í svita- baði og með skelfingarsvip á and- litinu þegar þeir komu að því. Foreldrarnir sem eru frá Norður- Afríku, voru fangelsaðir á laugar- dag. Þeir bíða nú réttarhalda vegna gruns um vanrækslu. - mmf Foreldrarnir bíða réttarhalda: Barn fannst í ruslagámi Þorsteinn, eruð þið slánalegir í dag? Við berum höfuðið hátt eftir að hafa næstum því náð að slá í gegn um helgina. Þór og KR mættust í úrslitum Valitors- bikars karla á laugardag. Þórsarar áttu fimm skot í slána í leiknum og KR fór með sigur af hólmi. Ungur maður, fæddur árið 1993, lést síðdegis í gær á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn slasaðist alvarlega í bílslysi á Geirsgötu á föstu- dagskvöld. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Maðurinn var farþegi í bíl sem ökumaður missti stjórn á. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að bíllinn hafnaði á vegg húss við götuna. Hinir farþeg- arnir voru minna slasaðir. Lést eftir bílslys á Geirsgötu BEIRÚT, AP Sýrlensk herskip létu skotum rigna yfir hafnarborgina Latakia í gær og urðu í það minnsta nítján að bana. Árásinni var beint að andstæðingum sýrlenskra stjórnvalda sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu vikur. Sýrlensk stjórnvöld hafa síðustu vikur ítrekað ráðist á mótmælend- ur en aukin harka hefur hlaupið í aðgerðirnar í ágúst. Nokkur hundr- uð manns létust í árásum í fyrstu viku mánaðarins segja mannúð- arsamtök en ríkisstjórnir Vestur- landa hafa fordæmt aðgerðirnar. Auk árásar frá herskipunum réð- ust hermenn inn í hús í nokkrum hverfum í borginni í gær. Árásinni í gær var aðallega beint að al-Ramel hverfinu í Latakia en þar hafa fjölmenn mótmæli farið fram gegn Bashar al-Assad, forseta landsins, síðustu vikur. Bandarísk stjórnvöld kölluðu eftir viðskiptabanni á olíu og gas frá Sýrlandi í kjölfar árásarinnar. Sýrlensk stjórnvöld hafa hins vegar réttlætt þær með því að segja þeim beint gegn hryðjuverkahópum og glæpamönnum. - mþl Í það minnsta nítján eru látnir eftir árás herskipa á mótmælendur í Sýrlandi: Herskip skutu á fólk í borginni Latakia MYND FRÁ LATAKIA Á myndinni sjást brynvarðir bílar hersins fyrir utan hús í hverfinu al-Ramel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, tilkynnti á laugardag að hann hygðist gefa kost á sér sem frambjóðandi repúblikana í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. Þá dró Tim Pawlenty, fyrr- verandi ríkisstjóri í Minnesota, framboð sitt til baka í gær eftir slakan árangur í óformlegu könn- unarkjöri í Iowa á laugardag. Þingkonan Michele Bachmann sigraði í kjörinu en fyrsta for- kosningin meðal repúblikana fer fram í Iowa í febrúar. Perry þykir nú líklegastur til að hljóta tilnefninguna en Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, þykir einnig sigur stranglegur. - mþl Tim Pawlenty hættir við: Rick Perry í forsetaframboð RICK PERRY Perry þykir nú líklegastur til að verða frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Lögreglan í Ósló fór í gær með fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik aftur til Úteyjar þar sem hann myrti tugi manna 22. júlí síðastliðinn. Í Útey var Brei- vik látinn lýsa ódæðisverkinu fyrir lögreglu. Breivik hefur játað að hafa framið fjölda- morð í eyjunni og sprengt sprengju í mið- borg Óslóar en segist ekki hafa framið glæp. Heimsóknin til Úteyjar í gær varði í átta klukkustundir. Brei- vik var umkringdur fjölda lög- reglumanna og hafður í taumi auk þess sem hann var klæddur í skothelt vesti. Verði Breivik dæmdur sekur um hryðjuverk bíða hans allt að 21 ár í fangelsi. Þó er hægt að halda honum lengur verði hann enn talinn ógn við almenning að refsingunni lokinni. - mþl Lýsti fjöldamorðunum: Breivik sneri aftur til Úteyjar ANDERS BEHRING BREIVIK SPURNING DAGSINS DIESEL gleraugu, sjóngler og s ónmælin hjá Prooptik j g gleraugnaumgjörð, þunnt ESEDI L t með rispuvörn, glampavörnsrðplha a uvörn og sjónmæling. Hartmóog ð g klútur. Mikið úrval í öllumo sturhul m Prooptik.uslunver rooptik.ispww.w 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 30.825 kr. GILDIR 24 TÍMA 68.500 kr. Verð 55% Afsláttur 37.675 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ TB W A R\ PI PA R TB W A • SÍ A SÍ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.