Fréttablaðið - 15.08.2011, Blaðsíða 4
15. ágúst 2011 MÁNUDAGUR4
Þessa dagana tek
ég átta klukkutíma
í það að gera skúlptúrinn
og aðra átta í það að þróa
bragðið.
ÁSGEIR SANDHOLT
BAKARAMEISTARI
GENGIÐ 12.08.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,4237
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,87 115,41
186,88 187,78
163,39 164,31
21,930 22,058
20,839 20,961
17,673 17,777
1,4987 1,5075
183,73 184,83
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal og
Unnur Brá Konráðsdóttir, full-
trúar Sjálfstæðisflokksins í félags-
og tryggingamálanefnd Alþing-
is, hafa óskað eftir því að fjallað
verði um stöðu þeirra heimila sem
eru í leiguhúsnæði á næsta nefnd-
arfundi.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
fulltrúi Samfylkingarinnar, hefur
tekið undir óskina en félags- og
tryggingamálanefnd hittist næst á
morgun. Pétur og Unnur Brá segja
beiðnina setta fram vegna frétta-
flutnings af bágborinni og versn-
andi stöðu þessara heimila. - mþl
Nefndarfundur á Alþingi:
Fundað um
stöðu leigjenda
LEIGUMARKAÐUR Nefndarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar vilja ræða
stöðu leigutaka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MATARGERÐ Ásgeir Sandholt bak-
ari er nú að búa sig undir heims-
meistarakeppni súkkulaðigerð-
armanna eða hina svokölluðu
Barry Callebaut World Choco-
late Masters keppni sem haldin
verður í París dagana 19. til 21.
október.
Þar munu nítján fremstu
meistarar í þessari grein reyna
með sér undir augliti 25 dóm-
ara. Ásgeir er annar af tveimur
fulltrúum Norðurlanda í keppn-
inni og hann hefur ástæðu til
að stefna hátt því hann sigr-
aði á Norðurlandamótinu, sem
jafnframt er undankeppni fyrir
keppnina í París, með miklum
yfirburðum.
„Í rauninni er þarna heilt lið á
bak við mig sem gerir mér kleyft
að taka þátt í þessu en það fara
gríðarlegir fjármunir í þessa
keppni,“ segir Ásgeir. En það
breytir því ekki að þegar á hólm-
inn er komið stendur hann einn
frammi fyrir áhorfendum, sem
fjölmenna á keppnina, dómurum
sem og sjónvarpsáhorfendum en
keppninni verður sjónvarpað á
franskri sjónvarpsstöð en einn-
ig verður hægt að fylgjast með
henni á veraldarvefnum.
Blaðamaður kvaðst eiga í
vandræðum með að spæla egg
í návist móður sinnar svo hann
spurði hvort hendurnar á Ásgeiri
færu ekki að skjálfa þegar
hann þarf að gera eins og hálfs
metra hátt listaverk úr súkkul-
aði á tveimur klukkustundum
frammi fyrir alþjóð. „Þetta er
náttúrulega svolítið stressandi
og eflaust verður einhver skjálfti
í manni fyrst um sinn en ég er að
þjálfa mig núna svo ég vonast til
að þetta verði orðið rútínubund-
ið hjá mér þegar þar að kemur,“
svarar hann. „Þessa dagana tek
ég átta klukkutíma í það að gera
skúlptúrinn og svo aðra átta í það
að þróa bragðið.“
Hann segir að góður árangur
í keppninni myndi koma Íslandi
á kortið í þessum geira og fyrir
hann sjálfan gæti þetta opnað
ýmis tækifæri. „Í Frakklandi eru
matargerðarmeistarar á svipuð-
um stalli og rokkstjörnur og það
er alltaf verið að leita að góðu
fólki svo það er viðbúið að París
færi að kalla ef maður kemst í
raðir þessa góða fólks.“
Hann segist myndi tileinka
ömmu sinni og afa sigurinn,
þeim Þóru Kristjánsdóttur og
Ásgeiri Sandholt. „Amma kenndi
mér að föndra og hanna ýmislegt
úr leir enda átti hún fjölmarg-
ar styttur sem eru mér minn-
isstæðar. Afi var hins vegar í
súkkulaðikökugerðinni svo nú
reynir bara á hvernig mér tekst
að tvinna þetta tvennt saman.“
jse@frettabladid.is
Æfir sig fyrir heimsmót í
súkkulaðigerð í Frakklandi
Íslenskur bakarameistari tekur þátt í heimsmeistarakeppni í súkkulaðigerð. Hann fær tvær klukkustundir
til að gera eins og hálfsmetra súkkulaðiskúlptúr frammi fyrir vökulum dómurum og áhorfendum.
SÆTT LISTAVERK Ásgeir er með aðstöðu hjá fyrirtækinu Fastus þar sem hann undir-
býr sig fyrir keppnina. Hann segist vona að reynslan í París verði sæt en ekki bitur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sætir upplýsingamolar
Sandholtsbakaríið var stofnað árið 1920 af Stefáni Sandholt, langafa Ásgeirs
Sandholts, sem nú undirbýr sig fyrir Barry Callebaut World Chocolate
Masters keppnina, og Guðmundi Ólafssyni.
■ Hægt verður að fylgjast með keppninni á vefnum freisting.is
■ Barry Callebaut World Chocolate Masters-keppnin er stundum nefnd
„Óskarinn í súkkulaðigerð“.
■ Spænski herforinginn Cortés er líklega fyrsti Evrópubúinn sem smakkaði
kakó, það gerði hann árið 1519 þegar hann fór á fund höfðingja Asteka í
núverandi Mexíkó.*
■ Það var ekki fyrr en árið 1847 sem fyrst var framleitt súkkulaði í þeirri
mynd sem við þekkjum það í dag. Það var á Englandi.*
■ Svissneski sælgætisframleiðandinn Daniel Peter gerði fyrsta
mjólkursúkku laðið árið 1876.*
*Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
22°
22°
21°
23°
21°
17°
18°
28°
21°
28°
26°
32°
18°
22°
22°
21°Á MORGUN
5-10 m/s V-til,
annars hægari.
MIÐVIKUDAGUR
3-8 m/s.
10
10
10
8
11
13
4
13
12
12
14
55
5
5
5
5
5
5
5
5
5
12
11
9
10
13
107
12
11
13
ÞOKKALEGT
Ákveðin norðanátt
á vestanverðu
landinu í dag með
vætu á Norður- og
Norðvesturlandi
þar sem sísta veðr-
ið verður næstu
daga. Þokkalegasta
veður í öðrum
landshlutum þar
sem vindur verður
fremur hægur og
þurrt að mestu og
nokkuð bjart syðra.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
DÝRALÍF Æðarkolla varð fyrir því óláni að
fljúga inn í flugeldaskothríðina þegar boðið
var upp á flugeldasýningu í Vogum á Vatns-
leysuströnd í tilefni af fjölskylduhátíðinni þar í
bæ í fyrrakvöld.
Hrapaði hún úr flugeldahafinu, hafnaði á
þaki Stóru-Vogaskóla og rúllaði þar eftir þak-
inu, eftir því sem fram kemur á vef Víkur-
frétta. Menn úr Björgunarsveitinni Skyggni
tóku fuglinn síðan upp á sína arma en Krist-
inn Björgvinsson, formaður björgunarsveit-
arinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að
annar vængur hennar hafi verið svo illa far-
inn að ekki hafi verið hægt að bjarga henni
svo hún var aflífuð.
„Þetta var afar sérstakt, vægt til orða
tekið,“ segir hann. Hann segir enn fremur
að áhorfendur hafi flestir verið nokkuð langt
frá en þeim fáu sem voru í nánd við skólann
hafi óneitanlega brugðið þegar kollan skall
á þakinu. „Það varð nokkurt fát en við vörp-
uðum öndinni léttar þegar við sáum að þar
var önd í hættu,“ segir hann kankvís.
„Við munum halda svona flugeldasýningu
að ári en ég vona að það verði ekki boðið
upp á loftgrillaða önd oftar,“ segir hann að
lokum. - jse
Flugeldasýningin á fjölskylduhátíðinni í Vogum var einkar sérkennileg í ár:
Æðarkolla varð fyrir flugeldum í Vogum
ÆÐARKOLLAN VAR ILLA Á SIG KOMIN Flugeldasýningin
í Vogum kom þessari kollu í koll í fyrrakvöld.
MYND/HILMAR BRAGI
MEXÍKÓ Mexíkóskir hermenn hafa
fundið göng sem liggja frá norð-
vesturhluta Mexíkó og undir
bandarísku landamærin. Talið
er að um sé að ræða göng til að
smygla dópi til Bandaríkjanna.
Tíu einstaklingar, þar af ein
kona, voru handteknir við gerð
ganganna. „Göngin lágu frá húsi
Mexíkómegin við landamærin
og náðu um það bil eitt hundrað
metra inn á bandarískt yfirráða-
svæði,“ sagði Alfonso Duarte
hershöfðingi.
- mmf
Tíu einstaklingar handteknir:
Fíkniefnagöng
uppgötvuð