Fréttablaðið - 15.08.2011, Page 40

Fréttablaðið - 15.08.2011, Page 40
15. ágúst 2011 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is CESC FABREGAS gengst undir læknisskoðun hjá Barcelona á morgun og verður í kjölfarið kynntur sem nýr leikmaður Evrópumeistaranna. Fabregas, sem er uppalinn hjá spænska liðinu, hefur verið á mála hjá Arsenal frá 2003. Sala kappans til Barcelona hefur verið yfirvofandi í langan tíma og nú er hún loks orðin að veruleika. betri hugmynd! Mjólkin g erir gott betr a og ómissand i með súkkulað iköku. FÓTBOLTI Óhætt er að segja að bik- armeistaraheppni hafi verið með KR-ingum á þjóðarleikvanginum í Laugardal. KR-liðið átti undir högg að sækja lengstan hluta leiks- ins gegn grimmum Þórsurum. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Þórsarar öll völd á vellinum. Þeir sköpuðu sér fjölmörg færi í fyrri hálfleiknum, skutu tvíveg- is í þverslána og voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. „Við mættum feikilega sterku liði og vorum ekki á tánum. Við vorum mjög heppnir að haldast inni í þessu og að fara inn í hálf- leikinn marki yfir var ótrúlegt,“ sagði Skúli Jón Friðgeirsson mið- vörður KR í leikslok. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins varð Gunnar Már Guðmundsson Þórsari fyrir því áfalli að skalla boltann í eigið net. Í stað þess að fara marki eða mörkum yfir í leik- hléið voru Þórsarar marki undir. en KR-ingar höfðu ekki hitt á markið í öllum hálfleiknum. Síðari hálfleikur var ekki ósvip- aður þeim fyrri. Þórsarar héldu áfram að skjóta í slána úr dauða- færum og þess utan var Hannes Þór öryggið uppmálað í marki KR-inga. Bæði lið gerðu réttmæta kröfu til vítaspyrnu í hálfleiknum en dómara leiksins, Valgeiri Val- geirssyni, voru nokkuð mislagðar hendur í leiknum. Um miðjan síðari hálfleikinn rak hann Skúla Jón Friðgeirs- son af felli í skrautlegu atviki þar sem tveir leikmenn KR fengu gult spjald. Skúli Jón sitt síðara í leikn- um. Manni færri virtust KR-ing- ar hins vegar styrkjast ef eitthvað var. Þórsarar skutu í slá í fimmta skiptið áður en KR-ingar tryggðu sér sigur. Tíu mínútum fyrir leikslok lagði Mývetningurinn Baldur Sigurðs- son boltann fyrir sig á markteig Þórs-liðsins og afgreiddi vel í netið. Tveimur mörkum yfir voru úrslitin ráðin og tólfti bikarmeist- aratitill KR í höfn. KR-ingar betri tíu en ellefu „Við vorum skárri í seinni hálf- leik en það kviknaði í rauninni ekki á okkur fyrr en ég var rekinn út af. Þá fannst mér við sigla þessu mjög vel heim,“ sagði Skúli Jón sem verður í leikbanni í næsta leik KR á Íslandsmótinu. Svo skemmti- lega vill til að sá leikur er norðan heiða gegn Þór. KR-liðið hefur farið á kostum í sumar en leikurinn var líklega þeirra slakasti í sumar. Liðið vann engu að síður 2-0 sigur sem segir ýmislegt um styrkleika liðsins. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum lélegri aðilinn. Að vinna þetta svona, skora á 82. mínútu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Baldur Sigurðsson, markaskorari KR- inga. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var svekktur en ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er stoltur af því að vera Þórsari í dag þrátt fyrir að hafa tapað þessum leik. Það var eitt- hvað sem ég hef ekki skýringu á sem varð til þess að við skoruðum ekki mörk í þessum leik,“ sagði Páll Viðar. Fellur aldrei með litla liðinu Gunnar Már, sóknarmaður Þórs, spilaði í úrslitaleik bikarsins í fjórða skiptið á fimm árum. Tvö fyrstu skiptin var hann í liði Fjöln- is sem tapaði gegn stórliðum FH og KR. Það má segja að í þeim leikjum líkt og nú hafi hlutirnir ekki fallið með „litla liðinu“. „Nei, allavega ekki í þessum þremur leikjum. Við höfum alls ekki verið síðri aðilinn í leikjun- um. 2007 töpuðum við eftir fram- lengingu, 2008 á sjálfsmarki og hérna komum við þeim á lagið með sjálfsmarki. Þetta er hrika- lega sárt og svekkjandi.“ Sjálfsmark Gunnar Más var einkar snyrtilegt og í raun afgreiðslan sem Þórsarar leituðu að allan leikinn á hinum enda vall- arins. „Ég vissi af boltanum einhvers staðar fyrir aftan mig. Ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en ég hefði átt að sleppa því. Í 80 pró- sentum tilfella eða meira skallar maður boltann hinum megin við stöngina, í 19 prósentum ver mark- vörðurinn en þetta var alveg út við stöng,“ sagði Gunnar Már. „Það er aldrei gaman að skora sjálfsmark, sérstaklega í svona leik. Nú veit ég hvernig Kristjáni Haukssyni leið eftir leikinn 2008,“ sagði Gunnar Már en sjálfsmark Kristjáns tryggði KR-ingum bik- arinn árið 2008. Hálfklökkur yfir þessu Hannes Þór Halldórsson var frá- bær í marki KR-inga og þeirra besti maður. Hannes Þór var í liði Fram sem tapaði gegn Breiðablik í úrslitum bikarsins árið 2009 eftir vítaspyrnukeppni. „Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað á fótboltavelli og sat í mér lengi. Ég var staðráðinn í að upplifa hina tilfinninguna í dag. Þetta er jafnæðisilegt og hitt var ógeðslegt.“ Það vakti mikla athygli þegar Hannes Þór gekk til liðs við KR að loknu síðasta tímabili. Frammi- staða Hannesar í marki Fram virt- ist hafa dalað og margir sem töldu feril hans á niðurleið. Hann hefur hins vegar farið á kostum í búningi Vesturbæjarliðsins. „Þetta er fyrsti titillinn sem ég vinn. Ástæðan fyrir því að ég kom í KR var til að upplifa svona stund- ir og ég er hálfklökkur yfir þessu,“ sagði Hannes Þór. kolbeinntd@365.is Þversláin klæddist svörtu og hvítu KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikartitli í sögu félagsins. SÁ FYRSTI Í HÚS Fögnuður KR-inga í leikslok var ósvikinn. Liðið hefur farið á kostum í sumar í öllum keppnum og hefur ekki tapað leik í íslenska boltanum í sumar. MYND/EVA BJÖRK ÆGISDÓTTIR Laugardalsvöllur, áhorf.: 5.327 Þór KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–11 (9–2) Varin skot Rajkovic 1 – Hannes 8 Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 15–11 Rangstöður 2–1 KR 4–3–3 Hannes Þ. Halldórsson Magnús M. Lúðvíksson Skúli Jón Friðgeirsson Grétar S. Sigurðarson Jordao Diogo (55. Gunnar Þór G.) Egill Jónsson (85. Ásgeir Ólafsson) Viktor Bjarki Arnarsson Baldur Sigurðsson Kjartan Finnbogason Gunnar Örn Jónsson (72. Aron Jósepsson) Guðjón Baldvinsson ÞÓR 4–3–3 Srdjan Rajkovic Gísli Páll Helgason Þorsteinn Ingason Janez Vrenko Ingi Freyr Hilmarsson (89. Sigurður Kristj.) Clark Keltie Atli Sigurjónsson Gunnar Már Guðm. Sveinn Elías Jónsson Ármann P. Ævarsson (75. David Disztl ) Jóhann H. Hannesson 0-1 Sjálfsmark (45.) 0-2 Baldur Sigurðsson (82.) 0-2 Valgeir Valgeirsson SÖNGELSKIR Akureyringar sungu allan tímann. MYND/EVA BJÖRK ÆGISDÓTTIR FÓTBOLTI Undirritaður hefur ekki orðið vitni að betri frammistöðu íslenskra stuðningsmanna en þeirri sem Þórsarar sýndu sínu liði. Í lokin mátti halda að Þór hefði orðið bikarmeistari svo mik- ill var stuðningur Norðanmanna. Oft hefur verið fjallað um að Laugardalsvöllurinn sé þess eðlis að ómögulegt sé að mynda góða stemningu í stúkunni. Sú kenning var afsönnuð á laugardaginn. - ktd Magnaðir Mjölnismenn: Einstakur stuðn- ingur Þórsara

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.