Fréttablaðið - 15.08.2011, Side 42

Fréttablaðið - 15.08.2011, Side 42
15. ágúst 2011 MÁNUDAGUR AÐALVINNINGUR MACBOOK FARTÖLVA (Z0JQ) Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik líkur 9. september. Þú færð 3 mínútur til að svara annars byrjar þú upp á nýtt H VER FÆR VINNIN G 9. SENDU SMS ESL MAC Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AUKAVINNINGAR ERU TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR OG FLEIRA! FRJÁLSAR ÍR-ingar urðu á laugar- dag bikarmeistarar í frjálsum íþróttum þriðja árið í röð en keppt var á Kópavogsvelli. ÍR-ingar höfðu betur í samanlagðri stiga- keppni eftir baráttu við FH-inga. ÍR hlaut 170 stig en FH 153 stig. „Þetta var æði. Hópurinn er rosalega góður þótt liðið sé mjög ungt. Ég var aldursforseti í kvennaflokknum, 22 ára,“ sagði Sandra Pétursdóttir fyrirliði ÍR. Hún sagði góða liðsheild lykilinn að sigrinum sem var sá tuttugasti í sögu félagsins. „Það voru allir vel samstilltir og ætluðu að vinna. Við töpuðum í samanlögðu á Meistaramótinu á Selfossi um daginn og það kom ekki til greina að tapa aftur. Það voru allir mjög hungraðir í þenn- an sigur.“ Kvennalið ÍR varð í efsta sæti en karlaliðið í öðru sæti á eftir FH. „FH er með mjög sterkt kar- lalið þannig að það hefur verið erfitt fyrir strákana að sigra þá. En það á eftir að koma einn dag- inn,“ sagði Sandra sem hafði sigur í sleggjukasti fyrir hönd ÍR-liðs- ins. Óðinn Björn Þorsteinsson, fyrir- liði FH, sigraði í kúluvarpi og sleggjukasti á mótinu. „Þetta var svipað og búist var við. Að við myndum vinna karla- bikarinn og stelpurnar myndu bæta aðeins við sig frá því í fyrra,“ sagði Óðinn Björn. Hann sagði bæði FH og ÍR skipuð ungu fólki og að barátta yrði milli félag- anna um bikarinn næstu ár. „Við vorum búin að vinna bik- arinn 15 ár í röð. ÍR er að vinna í þriðja skiptið í röð. Það fer að styttast í að við tökum þá aftur,“ sagði Óðinn Björn. Þrjú met voru sett á mótinu og voru það ÍR-ingar sem settu þau öll. Hilmar Örn Jónsson setti piltamet í sleggjukasti og kvenna- sveitin stúlknamet í 1000 metra boðhlaupi. Þá setti karlasveitin einnig með í 1000 metra boðhlaupi í flokki 22 ára og yngri. kolbeinntd@365.is ÍR vann bikarinn í 20. sinn ÍR-ingar urðu bikarmeistarar í frjálsum íþróttum þriðja árið í röð. Kvennalið félagsins hafði nokkra yfirburði en FH-ingar höfðu sigur í karlaflokki. GOLF Karlasveit GR lagði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar 3-2 í úrslitum í Sveita- keppninni á Leirdalsvelli í Garða- bænum í gær. Hvort lið vann tvær viðureignir í tvímenningi þar sem leikin er holukeppni maður gegn manni. Í fjórmenn- ingi, þar sem tveir leika gegn tveimur, hafði GR betur í bráða- bana eftir að staðan var jöfn að loknum 18 holum. „Það er frábært afreksstarf í gangi hjá GR. Ég er orðinn næst- elstur í þessu lið þótt ég sé bara 26 ára. Við erum með marga mjög góða unga stráka sem eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Már Stefánsson liðsmaður GR sem lék í fjórmenningnum í gær ásamt Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Stefán Már segir úr góðum hópi kylfinga að velja hjá GR og því sé hörkusamkeppni að tryggja sér sæti í sveitinni. Kvennasveit GR mætti Golf- klúbbnum Keili í úrslitum á Hval- eyrarvelli. Líkt og í karlaflokki voru leikar jafnir að loknum fjórum viðureignum í tvímenn- ingi. Á 19. holu í fjórmenningnum tryggðu stelpurnar í GR sér sigur. „Þetta var mjög stressandi. Ég var alveg að fara á taug- um á tímabili,“ sagði Hildur Kristín Þorvarðardóttir sem tryggði GR-stelpunum sigur í fjórmenningnum ásamt Írisi Kötlu Guðmundsdóttur. Þetta er annað árið í röð sem GR leggur GK að velli í úrslitum Sveitakeppninnar. „Mér fannst skemmtilegra að vinna þetta núna af því að það voru ekki allar Keiliskonurnar með í fyrra. Núna sýndum við öllum að við gætum þetta,“ sagði Hildur Kristín. - ktd Tvöfaldur sigur hjá GR Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt. HEIMAMENN LAGÐIR AÐ VELLI Karlasveit GR fagnaði vel sigrinum á heimamönnum í GKG á Leirdalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VINDASAMT Á HVALEYRARVELLI Það blés vel á kvennalið GR sem sigruðu Keiliskonur annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SKIPST Á KEFLUM Einar Daði Lárusson og Helgi Björnsson úr ÍR í baráttu við Trausta Stefánsson og Guðmund Heiðar Guðmundsson úr FH. MYND/BJÖRN GUÐMUNDSSON Lokastaðan 1. ÍR 170 stig 2. FH 153 stig 3. Fjörmann 123 stig 4. Norðurland 117,5 stig 5. HSK 114 stig 6. Breiðablik 93,5 stig

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.