Fréttablaðið - 15.08.2011, Side 46
15. ágúst 2011 MÁNUDAGUR26
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Það eru þættirnir Californ-
ication og svo Klovn sem eru í
uppáhaldi.“
Logi Pedro Stefánsson, meðlimur í
sveitinni Retro Stefson.
„Þetta er svona sveitastuðlag. Það
fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar maður heyrir það er hlöðu-
ball,“ segir Sólmundur Hólm, grín-
isti og verðandi poppari.
Á næstu dögum sendir Sóli, eins
og hann er jafnan kallaður, frá sér
lag sem hann flytur með Gylfa
Ægissyni. Eins og alþjóð veit skrif-
aði Sóli ævisögu Gylfa árið 2009.
„Ég samdi lagið með okkur í huga,“
segir hann.
„Það hefur alltaf blundað smá
poppari í mér og ég er mikið
fyrir íslenska tónlist. Helst gamla
íslenska tónlist, ég er ekki mikið að
endurnýja mig,“ segir Sóli sem seg-
ist sannfærður um að ef lagið hefði
komið út fyrir þrjátíu árum þá
hefði hann orðið stórstjarna: „Þetta
er gamaldagspopp en ég vona að
það virki enn þá. Þegar Gylfi var
stórstjarna hefði hann gert þetta
að smelli. Hann hefði gaulað þetta
blindfullur inni í Hljóðrita.“
Lagið kallast Feðraveldið og er
tvísöngur feðga. Sonurinn syng-
ur um galla föður síns og faðir-
inn svarar á móti. Sóli fullyrðir að
lagið sé dramatískt en skemmti-
legt. Hann segir að lagið sé ekki
byggt á eigin reynslu, þó að skiln-
aðarbörn eins og hann sjálfur geti
eflaust samsamað sig ýmsu sem
fram kemur í textanum. „En pabbi
minn er ekki eins slæmur og sá
sem sungið er um í laginu,“ segir
hann og hlær.
Sóli hefur getið sér gott orð fyrir
eftirhermur sínar og er hann vin-
sæll skemmtikraftur á mannamót-
um. Einn af þeim sem hann hermir
eftir er einmitt Gylfi Ægis svo það
ætti ekki að reynast honum erfitt
að flytja lagið opinberlega. „Nei,
einmitt. Ég syng bara fyrir Gylfa
líka. Ætli næsta skrefið verði svo
ekki að taka upp lag með Pálma
Gunnars? Eða Gunnari í Krossin-
um? Eða jafnvel Bjarna Fel?“
Aðspurður kveðst Sóli stefna
að því að senda frá sér fleiri lög
í framtíðinni. Hann eigi nokkrar
hugmyndir í kollinum sem þarf að
vinna meira með.
En hvernig fannst Gylfa lagið?
„Honum fannst það mjög gott,
sagði að það væri létt og skemmti-
legt. Enda gæti hann hafa samið
það. Ég var líka pottþétt undir
áhrifum frá Gylfa þegar ég samdi
lagið. Ómeðvitað var ég kominn í
síða leðurfrakkann hans.“
hdm@frettabladid.is
SÓLMUNDUR HÓLM: ÓMEÐVITAÐ VAR ÉG KOMINN Í SÍÐAN LEÐURFRAKKA GYLFA ÆGISSONAR
Sendir frá sér nýtt lag í gamla stílnum
NÝR SMELLUR Á LEIÐINNI Gylfi Ægisson og Sólmundur Hólm í hljóðveri við upptökur á Feðraveldinu, nýju lagi eftir Sólmund. Lagið fer í spilun í þessari viku eða þeirri næstu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
„Lagið smellpassar inn í myndina,“ segir Hafsteinn
Gunnar Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Á
annan veg, sem verður frumsýnd 2. september.
Hafsteinn og félagar fengu á dögunum leyfi til
að nota lagið Midt om natten eftir danska tónlistar-
manninn Kim Larsen í mynd sína. „Ég held að þetta
sé í fyrsta skipti sem er veitt leyfi til að nota lagið,
fyrir utan í kvikmyndinni Midt om natten,“ segir
Hafsteinn.
Midt om natten er í miklu uppáhaldi hjá Hafsteini.
Hann bað framleiðendur kvikmyndar-
innar Á annan veg að útvega leyfi til
að nota lagið og því var haft samband
við útgáfurisann EMI, sem sér um þau
mál fyrir Larsen. Þar á bæ voru menn
ekki bjartsýnir. „Svo skrifuðu þeir til
baka, alveg gáttaðir á að hann hafi gefið
leyfi og að hann hefði aldrei gert það
áður. Það hefur margoft verið beðið um
lagið,“ segir Hafsteinn.
En kanntu einhverja skýringu á
skyndilegri viðhorfsbreytingu Larsens?
„Nei. Ætli við höfum ekki hitt á hann
á góðu mómenti, á kránni á föstudags-
eftirmiðdegi eða eitthvað svoleiðis.
Hann hefur verið í stuði.“
En svífur danskur andi yfir vötnum í
myndinni?
„Nei. Hún er alveg rammíslensk.“
Áhugasömum er bent á Facebook-síðu
myndarinnar fyrir nánari upplýsingar
og stiklu. - afb
Smellur Larsens í íslenskri mynd
ÁNÆGÐUR MEÐ LARSEN Hafsteinn er
að vonum sáttur við Kim Larsen fyrir
að gefa leyfi til að nota lagið Midt om
natten í atriði í myndinni Á annan veg.
Dæmi um það sem
tekið er fyrir í náminu:
Lita- og línufræði
Tónalgreining
Vaxtarbygging
Heitt og kalt rými
Stórt og lítið rými
Uppröðun hluta
Stílistun á:
Baðherbergi
Svefnherbergi
Barnaherbergi
Eldhúsi
Garðhýsi
Stofu
Og margt fleira.
The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í
innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og
línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni
sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og
litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig
einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og
stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá
fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl.
Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum
ýmis atriði sem koma þeim til góða.
Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í
Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101
Anna F. Gunnarsdóttir
Stílisti
Helga Sigurbjarnadóttir
Innanhúsarkitekt
Þorsteinn Haraldsson
Byggingafræðingur
INNANHÚSSTÍLISTANÁM
KR-ingar svifu um á bleiku skýi
á laugardaginn eftir að karlalið
félagsins í knattspyrnu varð bikar-
meistari eftir sigur á Þór frá Akur-
eyri. Sigurhátíð félagsins fór fram
á Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi.
Margir af hörðustu stuðnings-
mönnunum mættu þangað beint
eftir leikinn en leikmenn KR
komu ekki fyrr en um kvöldið. Þá
streymdu líka aðdáendur liðsins að
og var Eiðistorg fullt af fólki þegar
mest var. Bikarinn gekk manna
á milli á hátíðinni og fengu allir
sem vildu að kyssa hann og láta
smella af sér mynd með honum.
Meðal gesta voru félagarnir Pétur
Marteinsson og Gísli
Marteinn Baldursson,
Geir H. Haarde fyrrum
forsætisráðherra og
Inga Jóna Þórðardóttir,
eiginkona hans,
Haukur Harðar-
son, íþrótta-
fréttamaður á
RÚV, og Bogi
Ágústsson
fréttamaður.
Skúli Jón Friðgeirsson og aðrir
leikmenn KR stilltu sér upp á
svölum á Eiðistorgi með bikarinn
á meðan mannhafið renndi sér í
gegnum stuðningsmannalög KR-
inga. Mikil stemning var í húsinu og
stóð gleðin langt fram á nótt. Ein-
hverjir leikmanna KR laumuðu sér
í miðborgina þegar á leið og voru
að vonum hrókar alls fagnaðar
þar. Hinn ungi Ásgeir Örn
Ólafsson var að leika
sinn síðasta leik fyrir
KR í bili og skemmti
sér því sérstaklega vel.
Svo vel að vegfarendur
og ökumenn á
Laugavegi komust
ekki hjá því
að taka eftir
honum. - hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Fyrsta helgin gekk bara stórvel.
Það var ótrúlega jákvæð stemning
yfir öllu,“ segir Davíð Kristins-
son, rekstrarstjóri á Glaumbar við
Tryggagötu.
Keppni í Ensku úrvalsdeildinni
hófst um helgina. Það þýðir að
aftur lifnar yfir fjölda sportpöbba
á höfuðborgarsvæðinu en það
getur gefið vel í aðra hönd að reka
vinsælan sportpöbb. Glaumbar
var opnaður að nýju um helgina og
keppir við nokkra aðra sportbari
í miðbænum. Má þar nefna staði
eins og English Pub, Hvítu perluna
og Bjarna Fel.
„Já, sportbörunum hefur fjölgað
mikið hér á landi,“ segir Davíð.
„Samkeppnin heldur manni bara á
tánum. Það er plús bæði fyrir mig
og kúnnann.“ Hann segir það jafn-
framt ánægjulegt að staðirnir séu
mun flottari en áður. „Standardinn
hefur batnað til muna á minni bör-
unum,“ segir hann.
Davíð segir það jákvætt hversu
mikið sé af sportbörum í úthverf-
unum. „Það gengur auðvitað ekk-
ert ef þú býrð í Grafarholti að
þurfa alltaf að fara niður í bæ.“
Önnur viðbót í flóru sportpöbba
er Úrilla górillan sem opnuð var á
Stórhöfða um helgina. Þar ræður
ríkjum Hallur Dan Johansen sem
rak áður Austur og Players.
Staðurinn verður heima-
völlur Liverpool-klúbbsins
og geta gestir fengið bás
með sér bjórdælu.
Mikið virðist lagt
í útlit staðar-
ins. „Ef Kex,
Laundro-
mat og Pla-
yers myndu
eignast
barn, þá
værum við
barnið,“
segir Hallur
Dan. -hdm
Mikil samkeppni hjá sportpöbbunum
NÝIR SPORTBARIR Hallur Dan
Johansen á Úrillu górillunni og Davíð
Kristinsson á Glaumbar fagna nýju
tímabili í enska boltanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG