Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 4
30. september 2011 FÖSTUDAGUR4
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
26°
24°
22°
23°
23°
19°
19°
26°
25°
28°
22°
31°
21°
26°
21°
18°Á MORGUN
10-18 NV- og V-til,
annars 8-13.
SUNNUDAGUR
5-10 m/s.
10
10
10
12
11
7
13
12
13
12
11
15
13
12
10
8
15
13
11
10
17
14
11
10
8
9
9
10
10
10
8 8
LEIÐINDAVEÐUR á
landinu til morguns
og verður líklega
suðvestan hvass-
viðri um norðvest-
an- og vestanvert
landið fram eftir
morgundeginum.
Veður batnar til
muna á sunnu-
dag en þá lítur út
fyrir fremur hæga
breytilega átt en
rigningu einkum
syðra.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
• Stærð: 149 x 110 x 60 cm
Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
ÚTSALA
YFIR 30 GERÐIR
GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
Er frá Þýskalandi
Opið laugardag og
sunnudag til kl. 16
GENGIÐ 29.09.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
214,9111
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
117,10 117,66
183,17 184,07
159,47 160,37
21,425 21,551
20,303 20,423
17,278 17,380
1,5263 1,5353
183,47 184,57
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Almar Miðvík Halldórsson, sem gerði
úttekt fyrir starfshóps menntaráðs um
námsárangur drengja í grunnskólum,
er verkefnastjóri PISA hjá Námsmats-
stofnun.
HALDIÐ TIL HAGA
IÐNAÐUR Fyrstu einingunni í
gagnaver Verne Holding á Ásbrú
í Reykjanesbæ verður skipað upp
í Keflavík innan tveggja vikna.
Gert er ráð fyrir því að starfsemi
hefjist suður með sjó á næstu
mánuðum.
Lisa Rhodes, varaforstjóri
markaðs- og sölusviðs fyrirtækis-
ins, sem gengur undir nafninu
Verne Global, segir að um nýjung
sé að ræða í gagnavörslu. Um for-
smíðuð hús er að ræða sem raðað
verður inn í skemmu fyrirtækis-
ins á Ásbrú. Einingarnar nefnast
Modular Data Center.
„Það er virkilega áhugavert
að fylgjast með því hvernig ein-
ingunum er komið upp. Þær
koma framleiddar í 500 fermetra
boxum og sex slíkar komast fyrir
í byggingunni okkar á Íslandi,“
segir Rhodes.
Rhodes vill ekki upplýsa um
hve mikla fjárfestingu er að ræða
en segir hana umtalsverða.
Samkvæmt upplýsingum frá
Verne Global verður gagnaverið
að Ásbrú hið fyrsta sinnar teg-
undar í heiminum sem ekki gefur
frá sér gróðurhúsa lofttegundir.
Það skýrist af því að verið sé
knúið af endurnýjanlegum orku-
gjöfum.
Jonathan Koomey, prófessor
við Stanford-háskóla, segir að
rafmagn til gagnavera hafi numið
1,1 til 1,5 prósentum af heims-
notkun á rafmagni árið 2010. Það
er minna en búist var við en hefur
þó aukist um 56 prósent frá árinu
2005.
kolbeinn@frettabladid.is
Gagnaverið tekur til
starfa fyrir áramót
Verne Holding hefur gert samning við fyrirtækið Colt um kaup á gagnavers-
einingu. Hún er væntanleg til Keflavíkur innan tveggja vikna. Sex slíkar
rúmast í húsi fyrirtækisins að Ásbrú. Gagnaverið tekur til starfa fyrir áramót.
VÖRUSKEMMAN Alls komast sex gagnaverseiningar fyrir í vöruskemmu Verne
Holding að Ásbrú. Þær geta hýst 50 til 70 þúsund netþjóna. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Gólflötur hússins sem hýsir gagnaverseininguna er 10 þúsund fermetrar.
Einingin kemur tilbúin og er nokkurs konar box inni í húsinu. Sex slíkar
komast fyrir í húsinu.
Í hverri einingu eru 204 rekkar, en í hvern rekka komast 40 til 60 net-
þjónar. Hver eining getur því hýst 8.160 til 12.240 netþjóna. Verði eining-
arnar sex má því reikna með að á bilinu tæplega 50 þúsund til rúmlega 73
þúsund netþjónar komist inn í vöruskemmu Verne Holding að Ásbrú.
Rými fyrir tugþúsundir netþjóna
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýkn-
að karlmann á þrítugsaldri, sem
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður dæmt í þriggja ára fangelsi
fyrir grófa árás á stúlku í Laugar-
dal í október 2010.
Maðurinn var handtekinn rétt-
um mánuði eftir árásina. Við
skýrslutöku hjá lögreglu neitaði
hann sök. Síðdegis sama dag gaf
hann skýrslu að nýju og játaði þá
að hafa ráðist á stúlkuna. Þegar
hann var leiddur fyrir dómara
daginn eftir þar sem krafist var
gæsluvarðhalds yfir honum kvaðst
hann draga til baka játningu sína.
Síðan hélt hann fast við þann fram-
burð. Hann sagðist hafa verið
búinn að neyta mikils áfengis,
lyfja og fíkniefna.
Hæstiréttur sagði
að svo miklir ágall-
ar hefðu verið á
skýrslutökum lög-
reglu af systur
mannsins að
ekki væri hægt
að líta til þeirra
við úrlausn
málsins. Fleir-
ir t i lteknir
gallar hefðu
verið á rannsókn málsins. Ekkert
hefði komið fram við rannsókn á
vettvangi, fatnaði mannsins og
skóm sem benti til þess að hann
hefði framið það brot sem honum
hafði verið gefið að sök. Loks hefði
skýrsla hans hjá lögreglu verið
óljós og ruglingsleg og ekki
nema að hluta í samræmi
við það sem fyrir lá í
málinu. - jss
Hæstiréttur sneri þriggja ára fangelsisdómi Héraðsdóms Reykjavíkur við:
Sýknaður af árás í Laugardal
HÆSTIRÉTTUR
Sneri dómi
Héraðsdóms
Reykjavíkur við.
ALÞINGI 140. löggjafarþing verður
sett í fyrramálið.
Athöfnin hefst að venju á guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni en að
henni lokinni mun forseti Íslands
setja þingið í Alþingishúsinu. For-
seti Alþingis flytur einnig ávarp.
Eftir hádegi verður kosið í
nefndir þingsins og hlutað um
sæti þingmanna. Þá verður fjár-
lagafrumvarpi fyrir næsta ár
dreift.
Stefnuræða forsætisráðherra
og umræður verða á mánudags-
kvöld og fjármálaráðherra mun
mæla fyrir fjárlagafrumvarpinu
á þriðjudagsmorgun. - þeb
140. löggjafarþingið:
Þingið sett í
fyrramálið
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
dæmt karlmann í fjögurra mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
kynferðisbrot. Dómurinn stað-
festir þar með dóm Héraðsdóm
Reykjavíkur.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa sært blygðunarsemi annars
fólks með því að hafa staðið fyrir
innan óbyrgðan glugga á heimili
sínu í fráhnepptri skyrtu einni
fata og strokið á sér getnaðar-
liminn.
Í skýrslu lögreglu kemur fram
að margar tilkynningar hafi bor-
ist um viðlíka háttsemi mannsins
allt frá árinu 2005 og nágrannar
séu orðnir langþreyttir á henni.
- jss
Hæstiréttur staðfestir dóm:
Strípalingurinn
áfram á skilorði
LÖGREGLUMÁL Tvítugur karlmaður
hefur verið ákærður fyrir hættu-
lega líkamsárás, vopnalagabrot og
innbrot á Selfossi.
Ríkissaksóknari ákærði mann-
inn fyrir að hafa slegið annan
mann með hnúajárni í andlitið í
apríl á síðasta ári. Þá ákærir lög-
reglustjórinn á Selfossi manninn
fyrir fjölda annarra brota, meðal
annars fyrir að brjótast inn á veit-
ingastaðinn Kaffi Krús og stela
vínflöskum. Við húsleit hjá mann-
inum fundust kannabisplöntur og
óskráð loftskammbyssa. - jss
Ákærður fyrir alvarleg brot:
Líkamsárás og
áfengisstuldur
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir umferð-
arlagabrot og að stofna lífi
tveggja í hættu.
Maðurinn var dæmdur fyrir
að aka undir áhrifum vímuefna.
Jafnframt að hafa ekið bifreið
sinni á aðra bifreið, en á vélarhlíf
hennar sátu maður og kona. Við
höggið hlaut fólkið áverka.
Manninum var gert að greiða
hvoru þeirra 150 þúsund krónur í
miskabætur.
- jss
Á skilorð og greiði bætur:
Stofnaði lífi
tveggja í hættu
KÍNA Eldflaug sem bar fyrsta
hluta kínverskrar geimstöðvar út
í geim var skotið á loft frá Góbí-
eyðimörkinni í gær. Geimstöðin,
sem nefnd hefur verið Himnahöll-
in, verður ómönnuð til að byrja
með en til stendur að senda geim-
fara um borð á næsta ári.
Áður en geimfarar verða sendir
í stöðina verður öðrum hluta
hennar skotið út í geim og honum
fjarstýrt til að tengja hann fyrsta
hluta stöðvarinnar, að því er segir
í frétt BBC. Stöðin á að verða um
60 tonn, umtalsvert minni en 400
tonna alþjóðlega geimstöðin sem
nú er á braut um jörðu. - bj
Kínversk geimstöð út í geim:
Himnahöllin á
braut um jörðu
Á LOFT Kínverska eldflaugin hefur verið
nefnd Himnahöllin. NORDICPHOTOS/AFP