Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 44
12 föstudagur 30. september
Hér finna bæði unglings-stelpur og langafar buxur sem smellpassa,“ segir
Elísabet Blöndal, verslunarstjóri
Gallabuxnabúðarinnar í Kringl-
unni. Buxurnar fást í hinum
ýmsu stærðum allt frá 34 og upp í
56. „Við erum því með buxur fyrir
dömur, herra, stráka, stelpur, afa
og ömmur,“ segir hún glaðlega
og bætir við að ávallt sé reynt að
bjóða upp á mjög gott verð. Til
dæmis sé hægt að fá buxur frá
5.900 krónum og upp í 13.900 kr.
Gallabuxnabúðin býður upp á
ýmis merki. Vinsælast er Bessie,
sem er danskt fyrirtæki en bux-
urnar eru framleiddar á Ítalíu.
„Þá látum við líka sérsauma fyrir
okkur buxur á Ítalíu,“ upp lýsir
Elísabet og segir sniðin fjölmörg.
„Við erum með allt frá niður-
þröngum til útvíðra, háar í mitt-
ið og niður í mjaðma buxur,“ segir
hún. Þar sem úrvalið er svo mikið
er mikilvægt að fá aðstoð við valið
og þar koma starfsmenn Galla-
buxnabúðarinnar sterkir inn.
„Afgreiðslufólkið er ótrúlega
flinkt að finna buxur sem henta
fólki. Maður fær heil mikið út úr
því að hitta fólk sem segist lengi
hafa leitað að buxum sem passa
en finnur loksins fullkomnar
buxur hjá okkur.“
Í Gallabux nabúðinni fást
þó ekki eingöngu buxur held-
ur einnig efri partar bæði fyrir
dömur og herra. Þar má nefna
herra skyrtur, -peysur og -jakka.
„Fyrir dömurnar erum við líka
með leðurlíkisjakka, toppa og
peysur og eins og í öllu öðru reyn-
um við að halda verðinu í algjöru
lágmarki,“ segir Elísabet og nefn-
ir sem dæmi leðurlíkisjakka sem
kostar aðeins 9.900 krónur.
Gallabuxnabúðin er á tveimur
stöðum á landinu, í Kringlunni
og göngugötunni á Akureyri.
Gallabuxur fyrir alla
Í Gallabuxnabúðinni í Kringlunni og á Akureyri er gríðarlegt úrval af gallabuxum í fjölmörgum sniðum og stærðum. Því ættu allir að finna
eitthvað við sitt hæfi og ekki sakar að verðinu er stillt í hóf.
Úrvalið af gallabuxum er ákaflega mikið í
Gallabuxnabúðinni.
„Við erum með buxur fyrir dömur, herra, stráka, stelpur, afa og ömmur,” segir Elísabet
Blöndal.
Kynning - auglýsing
Einnig fást
peysur,
skyrtur og
jakkar af
ýmsum
gerðum.
F atahönnuðurinn Sigríður María Sigurjóns-dóttir, eða Sigga Mæja eins og hún er oft-
ast kölluð, hefur skemmtilegan og persónuleg-
an fatastíl. Föstudagur fékk hana til að velja
fimm uppáhaldsskópörin sín, sem Sigga Mæja
segir öll vera svolítið sjúskuð. Hún hrífst af 90‘s-
tískunni og dreymir um að finna hið fullkomna
rauða skópar.
Uppáhaldsskórnir:
Þægilegir og
þykkbotna
Þolgóðir skór „Ég nota Dr. Martens skóna mest af öllum.
Mig hafði lengi langað í eitt par en tímdi ekki að kaupa þá
nýja. Ég fann svo þessa, alveg ónotaða, í verslun Rauða
krossins. Á botninum á þeim stendur að þeir þoli allt, jafn-
vel sýru, og svo eru þeir með þykkum sólum sem er full-
komið fyrir stubba eins og mig.“
Flottur fundur „Ég keypti þessa í Hjálpræðishernum á 800 krónur. Kosturinn við þá er
að þeir eru hælaskór en án þess að vera sérstaklega háir. Ég nota þessa bæði í vinn-
una og út að skemmta mér.“
Útskriftargjöf „Þessir Chie Mih-
ara-skór eru dýrustu skórnir
sem ég á og voru útskriftar-
gjöf frá mínum heittelsk-
aða. Þessa nota ég
bara spari og ég
reyni að ganga
sem minnst á
þeim til að
skemma þá
ekki.“
Arfurinn „Ég erfði
þessa frá systur minni
sem var mikil 80‘s og
90‘s pía. Ég kalla þá
„hógværu Vivienne
Westwood-skóna“ mína.
Ég veit þó ekkert hvaðan
þeir koma en ég elska
þá. Þeir eru samt aðeins
notaðir við mjög sérstök
tækifæri því þeir eru ekki
sérstaklega stöðugir.“