Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 8
30. september 2011 FÖSTUDAGUR8
Lögmaður foreldra sem tekið hafa
unga dóttur sína úr skóla á Akra-
nesi segir óásættanlegt ef yfirvöld
í bænum ætla ekki að taka á mál-
inu. Í skólanum hefur telpan reglu-
lega hitt unglingspilt sem nýlega
kom í ljós að hefur brotið gegn
henni kynferðislega.
„Nú veit ég ekki nákvæmlega
með hvaða hætti skóla- og bæjar-
yfirvöld ætla að bregðast við þeirri
stöðu sem upp er komin,“ segir
Halldóra Þorsteinsdóttir, lög maður
hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur
hins vegar að vera óásættanlegt í
svona málum. Það blasir við.“
Foreldrarnir eru afar ósáttir
við viðbrögð skólans og bæjar-
yfirvalda, sem hafa hafnað ósk
þeirra um að drengurinn verði
færður í annan skóla með þeim
rökum að það sé ekki heimilt þar
sem drengur inn hafi ekki brotið
agareglur skólans. Hann verði því
ekki færður nema með samþykki
foreldra sinna.
Foreldrar drengsins vísa hins
vegar í mat sálfræðings sonar síns,
sem ekki hafi mælt með flutningi
hans á milli skóla. Þess vegna legg-
ist þau gegn því.
„Þetta er auðvitað mjög erfitt og
viðkvæmt mál. En það er brýnt að
félagsmálayfirvöld í samráði við
skólann komist að viðunandi niður-
stöðu þannig að tryggt sé að stúlk-
an geti stundað skólann með sama
hætti og áður,“ segir Halldóra.
Hún segir jafnframt að skóla-
yfirvöld verði að hlutast til um að
telpan fái nauðsynlega aðstoð og
að fylgst verði með líðan hennar í
skólanum á komandi mánuðum.
„Það er mjög óheppilegt að for-
eldrar stúlkunnar þurfi að grípa til
örþrifaráða á borð við það að taka
hana úr skólanum. Skóla- og félags-
málayfirvöld hljóta að vilja koma í
veg fyrir slíkar málalyktir.“
Foreldrar telpunnar fullyrða að
skólastjórinn hafi lofað þeim því að
tryggt yrði að dóttir þeirra mundi
ekki hitta drenginn í mötuneytinu
eða í frímínútum. Þá hafi telpunni
verið lofað stuðningsfulltrúa til að
fylgja henni á milli staða í skólan-
um. Við þetta hafi hins vegar ekki
verið staðið. Að sögn föðurins hefur
dóttir hans jafnvel setið á næsta
borði við drenginn í nokkur skipti
á matmálstíma.
Málið hefur velkst í kerfinu síðan
í fyrravetur og meðal annars komið
inn á borð menntamálaráðuneytis-
ins, sem hefur ekki séð ástæðu til
að grípa inn í.
Í tölvubréfi sem Árni Múli Jóns-
son, bæjarstjóri á Akranesi, sendi
foreldrum telpunnar í júlí segir
hann bæjaryfirvöld vilja fá að
útbúa skriflega greinargerð um
málið áður en foreldrarnir grípi til
frekari aðgerða. „Þið getið þá metið
stöðuna með hliðsjón af því sem
þar kemur fram og ef ykkur sýn-
ist rétt getið þið skotið málinu til
umfjöllunar hjá fjölskylduráði […]
og/eða leitað með málið til annarra
málskotsaðila ef ekki fæst niður-
staða hjá Akraneskaupstað sem þið
getið sætt ykkur við.“
Foreldrarnir fullyrða hins vegar
að greinargerðin sem Árni Múli
vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skil-
að sér.
Árni Múli vildi ekki tjá sig um
málið í gær. Það vildi skólastjóri
skólans ekki heldur og bar við
trúnaði um málefni nemenda.
stigur@frettabladid.is
thorunn@frettabladid.is
Óásættanlegt að bregðast ekki við
VIÐKVÆMT Mál stúlkunnar hefur velkst í kerfinu mánuðum saman. Nú er svo komið
að foreldrar hennar vilja ekki lengur senda hana í skólann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stúlkan hefur verið í sálfræðiviðtölum hjá Barna-
húsi síðan í janúar. Í stöðumati sem sent var
Akranesbæ í júlí er greint frá því að atburðirnir hafi
haft mikil áhrif á hana. Hún sýni mikil vanlíðunar-
einkenni sem séu afar íþyngjandi fyrir hana. Erfitt
sé að segja til um áhrifin til lengri tíma litið.
„[Stúlkan] á ágætt með að ræða um meint kyn-
ferðisofbeldi en verður alvarleg og döpur þegar tal
berst að [honum]. Er ljóst að henni þykir umræðu-
efnið erfitt. Þá sýnir hún líkamleg kvíðaeinkenni
eins og að herpast saman, erfiðleika með að sitja
kyrr og svita t.d. í lófum“ þegar tal berist að kyn-
ferðisofbeldi. Hún sé afar meðvituð um umhverfi
sitt og sé alltaf á varðbergi. Hún upplifi það
sem ógn að mæta drengnum á förnum vegi, sé
ávallt með síma meðferðis þegar hún fari á milli
staða og hafi verið mjög háð foreldrum sínum á
leið til og frá skóla og í tómstundir. „[Henni] er
tíðrætt um „örugga staði“ á skólalóðinni og virðist
algjörlega meðvituð um hvar [hann] heldur sig t.d.
í frímínútum og forðast þau svæði.“
Að mati sálfræðingsins er það mjög streituvekj-
andi fyrir ungt barn að vera svona meðvitað og
finna til ótta, sérstaklega þar sem mikilvægt sé að
hún finni til öryggis í skóla sem hún eyðir miklum
tíma í. Jafnvel þó gerðar hafi verið ráðstafanir til
að þau séu ekki á sama stað á sama tíma „virðist
umhverfið valda stúlkunni miklum kvíða og sýnir
hún alvarleg kvíðaeinkenni eins og magaverk,
höfuðverk og spennu í líkamanum,“ auk þess sem
hún sé pirraðri og hafi lítið þol gagnvart áreiti.
„Snemma í vor tók stúlkan meðal annars upp á
því að naga sig til blóðs þannig að stórt sár hlaust
af.“ Þegar grennslast var fyrir um ástæður þess
kom í ljós að í hverri viku voru þau á sama tíma á
sama stað í tómstundum.
Stúlkunni tíðrætt um „örugga staði“ á skólalóðinni
Foreldrar þolanda kynferðisofbeldis óánægðir með yfirvöld á Akranesi
Lögmaður foreldra á Akranesi sem hætta ekki á að
senda dóttur sína í skólann segir skóla- eða bæjar-
yfirvöld verða að finna lausn á málinu. Bæjar-
stjóri bendir foreldrunum á að skjóta málinu til
æðra stjórnvalds ef þeim hugnast ekki niðurstaða
Akraness kaupstaðar.