Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 66
30. september 2011 FÖSTUDAGUR38
folk@frettabladid.is
Útsölu lok
Ti
lb
oð
in
g
ild
a
á
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t.
V
SK
e
r i
nn
ifa
lin
n
í v
er
ði
.
Fy
rir
va
ra
r e
ru
g
er
ði
r v
eg
na
m
ög
ul
eg
ra
p
re
nt
vi
lln
a.
Lagerútsala
Sparið
allt að
á völdum vörum
80%
krakkar@frettabladid.is
„Draugar eru ekki eins slæmir og
margir telja. Ætli þeir hjálpi manni
ekki bara í gegnum lífið, án þess
að maður taki eftir því?“
Ísak og Victoría leika í bíó myndinni:
„Hrafnar, sóleyjar og myrra“.
Krakkasíðan er
í helgarblaði Fréttablaðsins
MILLJÓN DALA borgaði fyrirsætan Holly
Madison fyrir að láta tryggja á sér brjóstin. Það
eru um 120 milljónir íslenskra króna.
1
Það eru mörg fræg nöfn á
leikaralista myndarinnar
The Ides of March og því
mikið um dýrðir á rauða
dreglinum við frumsýn-
ingu myndarinnar í Beverly
Hills á dögunum. George
Clooney mætti í nýpress-
uðum svörtum jakkaföt-
um og einnig nýja kær-
asta kappans, leikkonan
Stacy Keibler, en hún brosti
breitt í gulllituðum kjól.
Sjarmörinn Ryan Gosling,
sem er í aðalhlutverki eins
og Clooney, var flottur
að venju í flöskugrænum
jakkafötum og lakkskóm.
Leikkonan unga Evan
Rachel Wood mætti töff-
araleg í hvítum jakkafötum
og Marisa Tomei var í vín-
rauðum kjól með eins konar
leður svuntu. Báðar leika
þær í myndinni.
Kátur Clooney á frumsýningu
KÖFLÓTT Leikkonan
Kate Mara í munstr-
uðum kjól en hún er
frægust fyrir að vera
systir Rooney Mara
sem leikur Lisbeth
Salander í bandarískri
útgáfu af Körlum sem
hata konur.
Bíó ★★
Inside Lara Roxx
Leikstjóri: Mia Donovan
Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík
Gölluð vara úr góðu efni
Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til
Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið
í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja
kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum.
Í Inside Lara Roxx fylgjumst við með baráttu stúlkunnar við sjúkdóminn,
en auk þess að vera HIV-smituð glímir hún við geðræna kvilla og eitur-
lyfjafíkn. Lara fellur ekki inn í staðalmynd „klámstjörnunnar“. Hún er langt
frá því að vera heimsk, er með skakkar tennur og virðist ekki hafa látið
breyta sér líkamlega. En hún hefur tekið slæmar ákvarðanir og verður nú
að laga líf sitt að afleiðingunum.
Þessi sæmilega heimildarmynd gefur áhorfandanum innsýn í líf þess-
arar ólánsömu konu en hvergi er kafað sérlega djúpt. Myndatakan er aug-
unum erfið á köflum og „sögumennska“ konunnar á bak við myndavélina
er handahófskennd og þurr. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir það að
fara ekki auðveldustu leiðina, sem væri að kæfa áhorfandann í dramatískri
tilgerð. Efnið býður upp á það en leikstýran hefur vit á því að gera það
ekki.
Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Umfjöllunarefnið er áhugavert en framkvæmdin ófullnægjandi.
GULLKJÓLL Stacy
Keibler, hin nýja
kærasta Clooneys,
lét sig ekki vanta á
frumsýninguna.
FLOTTIR SAMAN
Ryan Gosling og
George Clooney
leika aðalhlut-
verkin í myndinni
sen fjallar um spill-
ingu í stjórnmálum
í Bandaríkjanna.
VÍNRAUTT
Marisa Tomei
var glæsileg
í kjól í tísku-
litnum í ár,
vínrauðum.
JAKKAFÖT
Evan Rachel
Wood ákvað
að bregða sér
í hvít jakkaföt í
tilefni dagsins.