Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 38
10 föstudagur 30. september
Hildur Hafstein
hefur verið með listina
í fingrunum síðan hún
man eftir sér. Hún hefur
komið víða við en ein-
beitir sér nú að skartgri-
palínu sinni, Kora, sem
er bæði fyrir augu og
anda.
Viðtal: Álfrún Pálsdóttir
Myndir: Anton Brink
Þ
etta gerðist í raun
bara óvart, ég ætl-
aði ekki að opna lítið
skartgripafyrirtæki
en svona þróast hlut-
irnir. Þeir koma til þín á réttum
tíma.”
Í litlu björtu þakherbergi í mið-
bænum eyðir Hildur Hafstein
vinnudeginum, umvafin litríkum
steinum og fallegu handgerðu
silfri.
„Nafnið Kora er í raun bara
orðaleikur á heitinu orka. Svo
eftir að ég fór að lesa mér til um
nafnið Kora uppgötvaði ég að
Kora er heiti á pílagrímagöngu í
Nepal, sem er skemmtileg tilvilj-
un því búddisminn hefur verið
mér mikill innblástur en nú er ég
einmitt að stúdera tíbeskan búdd-
isma í HÍ.“
Hildur byrjaði að prófa sig
áfram í skartgripaframleiðslunni
fyrir um þremur árum. Hún byrj-
aði að föndra heima hjá sér með
vinkonurnar sem álitsgjafa.
„Ég byrjaði að gera háls festar
og gefa vinkonum mínum og
fjölskyldumeðlimum. Ég held að
fyrsta hálsfestin sem ég gerði
hangi um hálsinn á Helgu vin-
konu minni og fyrsta arm bandið
fæddist svo eftir ferð til Kína.“
DROTTNINGIN Á HEIMILINU
Hildur býr í vesturbæ Kópavogs
ásamt eiginmanni sínum, Sig-
urði Ólafssyni, og fjórum sonum
á aldrinum þriggja til 15 ára.
„Ég er drottningin á heimilinu,“
segir Hildur hlæjandi og bætir við
að það sé oft mikið líf og fjör á
heimilinu. „Við búum í stóru húsi
sem er yfirleitt stútfullt af börn-
um. Húsið köllum við stundum
Sjónarhól eins og hús Línu Lang-
sokks. Það var bara síðast í gær
sem ég hugsaði „vá, hvernig geta
verið svona mikil læti heima hjá
mér“ en það er gaman enda eru
þetta allt ljúfir og góðir strák-
ar. Það krefst samt mikils skipu-
lags að reka stórt heimili og ég er
í raun mjög heppin að geta unnið
sjálfstætt og með sveigjanlegan
vinnutíma.“
Hildur lætur stórt heimili
og mörg börn ekki stöðva sig í
vinnunni og segist ekki skilja
hvernig sumir geta gefið drauma
sína upp á bátinn vegna barn-
eigna. „Börnin hafa gott af því að
fylgjast með foreldrum sínum gera
það sem þá langar til. Börn þurfa
ekki að vera nein fyrirstaða fyrir
því að láta draumana rætast.“
SVAF MEÐ STEIN UNDIR
KODDANUM
Þegar Hildur var nýbúin að eignast
fjórða son sinn lenti hún í erfið-
leikum sem urðu upphafið á því
að hún fór að pæla í orkusteinum.
Hún fór að grúska í fræðunum
og setja steinana í eigin búning,
blandaði þeim með gömlu ömmu-
gulli og slitnum hippahálsfestum.
„Ég fékk hálfgert fæðingar-
þunglyndi í kjölfarið á minni síð-
ustu fæðingu. Ég leitaði allra leiða
til að ná mér út úr því en helst
sótti ég í alls kyns óhefðbundn-
ar aðferðir og lækningar. Þarna
fór ég á kaf í steinapælingarnar,“
segir Hildur. Fyrsti steinninn sem
hún keypti sér var fjólublár ame-
týst en máttur hans á að vera ró-
andi og hjálpa til við svefn. „Ég
svaf með hann undir koddanum í
langan tíma og sem betur fer náði
ég mér upp úr lægðinni en það er
oft þegar maður er í öngstræti í
lífinu sem maður uppgötvar eitt-
hvað spennandi.“
Hildur fór í Prisma nám, sem
var samstarfsverkefni Háskól-
ans í Bifröst og Listaháskólans,
þar sem nemendur eru í þriggja
mánaða stífu námi. „Þetta var
frábært nám sem blandar saman
listum og heimspeki með áherslu
á skapandi hugsun. Þar náði ég að
þróa hugmyndina að skartgripa-
línunni og lokaverkefnið var ein
stór steinasinfónía.“
Hildur kláraði BA-gráðu í textíl-
hönnun við Listaháskóla Íslands
árið 2001, en það var rétt áður en
náminu var breytt í fatahönnun
eins og það heitir í dag.
„Þetta var skemmtilegt nám og
í raun undirstaða fyrir það sem ég
er að gera í dag, núna er ég bara
að vinna í nýtt efni. Mér finnst
nauðsynlegt að halda sér á tánum
og prófa eitthvað nýtt reglulega.
Ég hef verið í meistaranámi í
menningarstjórnun en það situr
nú á hakanum þar sem skartið á
hug minn allan.“
LÆKNINGARMÁTTUR
STEINANNA
Með hverri vöru sem Hildur selur
er að finna upplýsingar um mátt
hvers og eins steins. Þess vegna
segir Hildur að skartgripirnir séu
bæði fyrir augu og anda.
„Já, ég trúi á steinana. Þetta
snýst náttúrulega í kjarnann um
að hafa trú á sjálfum sér og þá
virkar það sem þú trúir á,” segir
Hildur og bætir við að oft heilli
skilaboðin jafnmikið og útlit
skartgripanna fyrir viðskipta-
vinina.
Línan gengur vel og skartgrip-
ir Hildar eru seldir í búðum eins
og Aftur, Epal, Boutique Bella og
á hennar eigin heimasíðu, hildur-
hafstein.is, þar sem hægt er lesa
nánar um skartgripalínuna. Hildi
þykir vænt um velgengnina, eink-
um sökum þess að skartgripirnir
hjálpuðu henni að komast í gegn-
um lægðina í sínu lífi.
„Það er gaman þegar hlutirnir
gerast svona hálfpartinn óvart og
ganga svo upp. Ég get samt verið
óþolinmóð en er að læra að góðir
hlutir gerast hægt.“
TÍSKULJÓN
Hildur hefur starfað við ýmislegt
innan fatabransans, meðal ann-
ars í fatabúð, séð um útstillingar
og stíliserað myndatökur. Einn-
ig hefur hún séð um búninga-
hönnun fyrir leikhús og sjón-
varpsþætti, meðal annars Idol-
ið á Stöð 2 og svo klæddi hún
Eurovision-hópinn árið 2005.
„Það var mjög l i fandi og
skemmtilegt að vinna í leikhúsi og
sjónvarpi. Mikið fjör og skemmti-
legt fólk en sá kafli er búinn fyrir
mig í bili. Þetta er mikið álag og
mikil tarnavinna. En það var
gaman meðan á því stóð.“
Hildur fylgist með tískunni og
finnst gaman að pæla í nýjum
straumum og stefnum í tísku-
heiminum. Áhuginn hefur hins
vegar breyst með aldrinum sem
og fataskápurinn.
„Ég er orðin vandlát á föt með
aldrinum, það þarf að vera rétt
snið og gott efni. Ég er lítið fyrir
að kaupa mér tískubólur sem detta
úr móð eftir þrjá mánuði,“ segir
Hildur en hennar uppáhalds ís-
lensku hönnuðir eru Bára Hólm-
geirsdóttir sem er með Aftur, Far-
mers Market og Steinunn Sigurð-
ardóttir.
„Það er frábært að sjá hvað er
mikil gróska í íslenskri hönnun.
Íslensk hönnun var svo lengi ekki
samkeppnishæf en það er aldeil-
is að breytast hratt,“ segir Hildur
og bætir við að það sé að miklum
hluta metnaðarfullu starfi Lista-
háskólans að þakka.
SKÓHÖNNUN Í BARCELONA
Hildur er í fyrsta sinn að reka sitt
eigið fyrirtæki en það er í mörg
horn að líta. Hún er viss um að
það sé hægt að gera hlutina öðru-
vísi og ekki hafa málin svona flók-
in fyrir fólk sem stendur í eigin
rekstri.
„Það er ekki verið að gera manni
það auðveldara fyrir með allri
pappírsvinnunni. Flækjustigið er
hátt þó að þetta sé í raun afar ein-
falt,“ segir Hildur en hún kaupir
megnið af efnivið í skartgripina
sína erlendis þó að hún búi þá svo
MIKILVÆGT AÐ HALDA Í DRAU
Lifir drauminn Hildur Hafstein
lenti í fæðingarþunglyndi eftir
fæðingu fjórða sonar síns en
út frá þeirri lægð í lífinu þróað-
ist hugmyndin að skartgripalín-
unni Kora, sem eru armbönd og
hálsmen úr orkusteinum.
Grensásvegur 16, sími 553 7300
Opið mán–fös 12–18
laugd 12–17
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
FULL BÚÐ AF
NÝJUM VÖRUM
Ég fékk hálfgert fæðingarþunglyndi í
kjölfarið á minni síðustu fæðingu. Ég
leitaði allra leiða til að ná mér út úr því en
helst sótti ég í alls kyns óhefðbundnar aðferð-
ir og lækningar.