Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 18. .janúár 1946 ÍSLENDINGUR S „A sökktum togara sigla þeir báðir“ Þannig hljóSar feitletruð fyrir- sögn á leiðara í síðasta tbl. Verka- mannsins. Þar segir: „Vitanlegt er, aS átök- in verða því á milli Sósialistaflokká- ins og SjálfstæSisflokksins, hvort Sósialistar fá 4 menn kjörna eða Sjálfstæðisflokkurinn 4, hvort Jón Ingimarsson nær kosningu eða Helgi Pálsson.“ Ef til vill er þetta alveg rétt. Síðar í greininni segir: „Helgi Pálsson, sem er í baráttusæti Sjálf- stæðisflokksins, hefir alveg sérstak- ■lega lýst því yfir, sem varamaður í hæjarstjórn og formaður Sjálfstæðis- félagsins hér í bæ, með mörgum og stórum orðum, að hann sé gjörsam- lega andvígur fyrirætluninn um byggingu hafnarmannvirkjanna á Tanganum.“ Þetta er rétt, að öðru leyti en því, að ég sem form. Sjálfstæðisfélags Akureyrar hefi enga slíka yfirlýsingu gefið fyrir flokksins hönd, enda ekkert umboð haft til þess. Þó að Verkamaðurinn álíti það styrk sinn við í hönd farandi hæjar- stjórnarkosnmgu, þá skal ég endur- taka það, að það er mitt persónulega álit, að „ævintýrið“ við Glerárósa, eins og það kom upprunalega fram, gangi glæpi næst gagnvart bæjarfé- láginu. Að byggja nýhöfn þar fyrir 15—20 miljónir, og það í bæ, sem hefir stærstu og beztu höfn landsins, eða um 2 ferkm. varða höfn! Það er mitt álit, að réttara sé að verja lé til aukinna hafnarmannvirkja tnnan gömlú, góðu hafnarinnar, sem kaupslaðurinn stendur við. Eg veit heldur ekki til, að nokk- Urt fé sé fyrir hendi til að leika „ævintýrið" á enda. Og enginn hefir enn reynt að benda á, hvernig „æv- intýrið“ á að standa undir sér. Fy rir það, sem þessi nýhöfn er áaHluð að kosta, mundi vera hægt að byggja 4 Laxárvirkjanir, jafn- stórar þeirri, sem til er, eða byggja allt að 250 fyrsta flokks íbúðir fyrir fólk, sem skortir íbúðir, eða kaupa 5 nýtízku-togara o. s. frv. 1 öllum þessum fyrirtækjum mundu fyrir- tækin skila fénu til baka. í „ævintýrinu“ er peningunum ekið í Oddeyrarál. Ilitt er svo annað mál, að úr því, sem komið er, mun ég stuðla að tví, að norðan á eyrinni komi upp dráttarbrautir og byggður verði fyr- ir þær skjólgarður, þó að ég hins vegar álíti, að þær hefðu átt að koma innan gömlu hafnarinnar. Dokk fyrir smábátaútveginn vil ég uka að byggð verði innan Akureyr- arhafnar og sjómönnum sköpuð þar góð skilyrði til að athafna sig við ótgerðina, sem er eitt af höfuðskil- y^ðunum fy rir bæinn vegna atvinn- unnar og nauðsynjarinnar á nýjum og góðurn fiski. Síðar í sama leiðara stendur: „Sjálfstæðisflokkurinn á líka fleira ! sameiginlegt með Framsókn. Hann j át ofan í sig, ásamt Framsókn, hvorki - meira né minna en helming af þeim togaraflota, sem Helgi og flokksfé- lagar hans voru búnir að samþvkkja, að bærinn skyldi fá. Helgi og flokks- bræður lians sigla því til bæjar- stjórnarkosninganna á togara, er þeir sjálfir sökktu í innilegri sam- vinnu við Framsókn.“ Svo er nú það! Jú, ég beitti mér fyrir því á s. 1. vetri, að ýnts félög í bænum tæku höndum saman og ynnu að því, að stofna hér útgerðar- félag til aukins atvinnulífs og bættr- ar afkomu einstaklings og bæjarfé- lags. Félögin tóku höndum saman, og kusu öll sína fulltrúa, og sam- vinnan hefir verið ágæt. Félagið var stofnað, og bærinn hefir nú fest kaup á togara handa félaginu. Það skal fram tekið, að mér dettur ekki í hug að draga þá, sem hlutafénu hafa lof- að, í pólitíska dilka. Hitt er öllum kunnugt, að Utgerðarfélag KEA á- kvað strax að leggja fram 20% af hlutafénu, og er engin breyting þar á. Það er því hvorki 4. maður B- listans né ég, sem sökkt höfum neinum togara fyrir kommunum. Hvaða álit, senyforusta kommanna liefir á mér, mun ég hiklaust halda áfram að vinna að aukningu atvinnu- lífs og framkvæmda í bænum. Þá er í sama leiðara gerður sam- anburður á mér og Jóni Ingimars- syni, fjórða sæti á lista C og D, sem Verkamaðuritin segir, að harátl- an standi um. Þar vil ég aðeins leiðrétta, að ég hefi aldrei fengið 25 þús. kr. á ári í laun við skömmt- unitia. Kaup mitt var fyrsta árið kr. 250,00 á mánuði, síðar kr. 300,00 á mánuði til 1. janúar 1945 og síðan kr. 500.00, allt plús dýrtíðaruppbót. Um þetta getur Verkamaðurinn full- vissað sig hjá bæjargjaldkera. Eftir- lit með kolum hef ég aldrei haft. Hitt get ég líka upplýst Verka- manninn um, að ég hef flesta daga orðið að vinna meir en 8 stundir til að afla nægilegra tekna fyrir heimili mitt, en ég hef ánægju af að starfa, og þrátt fyrir allt hef ég getað lagt fram nokkra vinnu til ýmissar fé- lagsstarfsemi endurgjaldslaust, t. d. Útgerðarfélags Akureyringa. Að endingu skal fram tekið, að ég þekki Jón Ingimarsson noklcuð og hef ekkert honum til lasts að segja, heldur ekki um aðra frambjóðend- ur. Kjósendur verða sjálfir að gera upp við sig, áður en þeir ganga að kjörborðinu 27. þ. m., hvorn okkar þeir velja sem bæjarfulltrúa sinn í bæjarstjórn um næstu 4 ár. Helgi Pálsson. Avarp Ungir Sjálfstœðismenn og konur á Akureyri! Nú, er við höjum öðlazt sjálfstœði okkar, verðum við eftir megni að varðveita það, sem okkur hefir verið gejið. Fylkjum okkur því saman strax í dag, og tökum til starfa. Okkur hef- ir verið veitt í vöggugjöj sú þraut- seigja og sá dugnaður, að á einni öhl höfum við hrifið okkur upp úr hungri og vesceldóm, upp í það að vera frjáls og fullvalda þjóð. Þeir, sem beztan og mestan þátt eiga í þessari baráttu, hafa verið jrelsis- unnandi feður vorir, sem hafa virt og elskað frelsið. Þeir hafa ekki lát- ið bugast af alls konar erfiðleikum, sem að þeim liafa steðjað, og í dag er markinu náð, í dag hafa þessir menn, sem ekki eru horfnir héðan, séð ávöxt erfiðis síns, því að í dag erum við jrjáls þjóð á framfara- braut. Framtíðin ber í skauti sér fögui fyrirheit hér á landi. En hvernig getum við nýtt hið fengna frelsi okkar á réttan hátt? Þessi spurning er vandamál fram- tíðarinnar. Félagslegur þroski og samstarf er nauðsynlegt, því að „sundraðir föllum vér, en samein- aðir stöndum vér.“ Því er' okkur nauðsynlegt, unga fólk hér, að draga ekki til morguns, það sem vér get- um gert í dag. Það er okkar að taka við því frelsi, er okkur hefir verið veitt, og skila því óskertu til kom- andi kynslóða. Við þurfum því að gera okkur ljóst, að á tímum eins og nú, þegar hið pólitíska moldrok rýkur fjöll- unum hærra, verðum við að skapa okkur traustari grundvöll undir bjartari og betri framtíð. Stöndum því saman og styðjum livert annað. Með því gefst okkur kostur á að þroska þá frelsishugsjón, sem lengi hefir verið í deiglunni, en er nú orðin að veruleika. Hinir fyrstu Islendingar voru menn, er flýðu yfir ólgandi haf undan kúgun og ííþján, og stofnuðu þannig bæði lífi sínu og sinna nánustu í lífshættu. Svo dýrmætt hefir þeim frelsið ver- ið. En afkomendur þeirra glötuðu því sökum þess, að þeir gátu ekki staðið saman sem einn maður á 'móti því afli, er ásældist frumburðar rétt þeirra til fósturjarðarinnar. Látum þeirra víti okkur að varnaði verða, fylkjum okkur saman, eflum hróður og velferð þessa fagra lands okkar! Ungir Sjálfstæðismenn og konur á Akureyri! Fylkj um okkur undir merki ungra Sjálfstæðismanna strax í dag, og berum glæsi legan sigur af hólmi í bæj- arstjórnarkosningunum. Indriði Þorsteinsson. Sjálfstæðismönnu Félag ungra Sjáifstæðismanna á Akur- ejri, Vðrður, hefur starfsemi sína á ný Um 30 nýir meðlimir gengu inn á /. iundinum í síðastliðinni viku var stofnað til fundar í Verzl- unarmannahúsinu til að ræða um endurreisn Varð- ar, félags ungra Sjálfstæðis- manna hér á Akureyri. Var margt manna á fundinum, þar af nokkrir gamlir félag ar Varðar. Jón G. Sólnes hélt mjög skörulega framsöguræðu og lýsti tildrögum að fundarboðun þessari að nokkru. Kvað hann starfsemi Varðar hafa legið niðri um nokkur ár, en nú væri tímabært að hefja hana að nýju af fullum krafti. Var gerður rnjög góður rómur að móli hans, og síðan gengið til kosninga um nýja stjórn í félaginu. Stjórnarkosning fór þannig: Indriði Þorsteinsson, formaður Meðstj órnendur: Guðmundur Jónsson, Hugi Asgrímsson, Ilörður Sigurgeirsson og Snorri Kristjánsson. í fulltrúaráð voru kosnir: Ragnar Magnússon, Friðjón Sigfússon og Gunnar H. Steingrímsson. Síðan var kosið í skemmtinefnd og nokkrar fleiri nefndir. Að þess- um kosningum loknum stóðu nokkr- ir gamlir félagar upp og árnuðu fé- laginu allra heilla í framtíðinni. Um 30 nýir meðlimir gengu í fé- lagið á þessum fyrsta fundi. Fréttir frá í. S. í. Fimleikalög ÍSI. Fyrir nokkru hefir ÍSI gengið frá Almennum regl- um ISI um fimleikamót. Gerð var þriggja ára áætlun um framkvæmd þeirra. Stjórn ISI hefir skipað þriggja manna nefnd til að sjá um framkvæmd þessa máls. Þessir menn eru í nefndinni: Þorgeir Sveinbjarn- arson, Benedikt Jakobsson og Baldur Kristjónsson. Nefndin vinnur í sam- ráði við ÍSÍ. Gullmerki ÍSÍ. í tilefni af 50 ára afmæli þeirra Axels Andréssonar, knattspyrnukennara, og Þórarins Magnússonar, afgreiðslumanns Í- þróttablaðsins, voru þeir sæmdir gull merki ISI fyrir ágæta starfsemi í þágu íþróttahreyfingarinnar. Staðjest íslandsmet. 1000 metra hlaup. Arangur 2:35,2 mín. Sett 17. ágúst af Kjartani Jóhannssyni (Í.R.) 4x1500 metra. Sveit Glímufél. Ár- mann. Árangur 17:52,6 mín. Sett 21. ágúst. Staðfest 23. nóv. 8x50 metra boðsund karla. Sveit Sundfél. Ægis. Árangur 3:55,1 mín. Sett 14. nóv. Staðfest 30. des. í júlímánuði n. k. mun koma til landsins danskt knattspyrnulið í boði íþróttasambands íslands. Verð ur það danskt landslið frá „Dansk Boldspil Union“, — sambandi danskra knattspyrnufélaga. Farandkennsla. Axel Andrésson hefir lokið knattspyrnunámskeiði við Bændaskólann á Hvanneyri. — Nemendur voru 63. Námskeiðið stóð yfir frá 8. til 30. nóv. Þá hefir Axel einnig lokið námskeiði ó Bændaskól- anum á Ilólum í Hjaltadal. Nemend- ur voru þar 40. Axel mun hefja kennslu við Reykholtsskóla í janúar. Kjartan Bergmann hefir haldið glímunámskeið frá 16. nóv. til 21. des. á þessum stöðum: íþróttafél. Miklaholtshrepps í Hnappadalssýslu, Reykjaskóla í Hrútafirði og Hvann- eyrarskóla, Borgarfirði. Nemendur á námskeiðum þessum voru 127. Á öllum stöðunum sýndi hann kvik- myndir ISÍ. Ævifélagi ISI hefir nýlega gerzt Hafsteinn Ó. Hannesson, bankafé- hirðir, ísafirði, og eru nú ævifélagar sambandsins 302. Bára Baldvinsdóttir F. 2. okt. 1916. — D. 6. jan. 1945. KVEÐJUORÐ. Nú er þinni baróttu við hinn lang- vinna sjúkdóm lokið. Ennþá einu sinni hefir . dauðinn rifið ungan gróður upp með rótum, þar sem hann gengur um og grisjar í skógi lífsins. Glaðværu hlátrarnir hennar eru þagnaðir, en það er eins og ómur þeirra lifi enn í hrjóstum okkar, og minningin máist aldrei úr meðvit- und okkar vinanna. Minningin um æsku hennar, hlýjan í svipnum og gleðin í brosunum hennar gleymist aldrei. Það er sá varanlegi minnis- varði, sem hún hefir reist sér í hug- um okkar, sem kynntumst henni bezt. Og við kveðjum hana með þökk fyrir þá ógleymanlegu ánægju, sem hún veitti okkur með glaðværð sinni og innileik. Og við vonum það, að við fáum að sjá hana aftur hinum megin við hina miklu móðu. H. i i i ■ .... Skíðalandsmótið 1946 háð á Akureyri Samkvæmt tilkynningu frá í. S. í. verður skíðamótið í ár haldið hér á Akureyri. Mótið mun fara fram um páskana, og sér íþróttabandalag Ak- ureyrar ufn það.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.