Íslendingur


Íslendingur - 18.05.1946, Qupperneq 1

Íslendingur - 18.05.1946, Qupperneq 1
Laugardaginn 18. maí 1946 20. tbl. Unglingareglan \ar sextug 9. þ. m. Þessa afmælis var minnst myndarlega, bæði í Rvík cg í höfuðstað Norðurlands. Barnastúkan „Æskan“ í Rvík var stofnuð 9. maí 1886. Var ftjörn Páls- s:n ljósmyndari stofnandi hennar, fii hann var fyrsti formaður Stór- s'úkunnar (stórtemplar). Hún var slofnuð 24. júní sama vor. Formaður Unglingareglunnar í 1 indinu nú er Hannes J. Magnússon } firkennari, eða eins og það heitir á máli Templara stórgæzlumaður i nglingastarfs. Þar er rjettur maður é rjettum stað, einn okkar bezti 1 arna- og unglingaleiðtogi. Það er mikið hlutverk, sem bíður 1 æði Unglingareglunnar og Templ- í rareglunnar yfirleitt með þessari óð. Svo einstakt er drykkjudrabb- ið orðið í landinu, einkum meðal æskulýðsins, að út yfir tekur. Urn- sögn lögreglunnar í Reykjavík er á þá leið, að hverjum hugsandi manni hlýtur að standa stuggur af þeim ésköpum. Lögreglan biður um stórt drykkjuniannahæli og stórt tugthús. lljer þarf bráðra bóta við, ef mönn- iim stendur ekki á sama um æsku- inenn og konur, sem sogast æ dýpra í hylinn. ■--------------------1------ Prentsmiðja Björns Jónssonar aftur flutt ó Oddeyri. Ið nýja hús Prentsmiðju Björns Jónssonar við Gránufjelagsgötu 4 (r nú langt komið, og var prent- smiðjan flutt út eftir í þessari viku, I ringum vinnuhjúa skildagann. — Verður þetta mikið hús, og batna liú öll vinnuskilyrði stórum frá því, sem var inn frá. Árnar „íslending- ur“ forstjóra prentsmiðjunnar, eig- endum og starfsliði öllu alls góðs og vaxandi verkefna í inum nýju innum. Júlíusi sýslumanni Havsteen var haldið heiðurssamsæti um dag- 'nn í Húsavík, að afloknum 25. sýslu- ''efndarfundi, sem hann hefir stjórn- 'l® þar. Voru sýslumanni fluttar inar læztu þakkir við það tækifæri fyrir dugmikla forustu í málum sýslunnar á liðnum aldarfjórðungi. Margar ræður voru fluttar. VÖRÐUR, íjelag ungra Sjálfstæðismanna hjer 1 bæ, hjelt fjölmennan fund að Hótel Akureyri 10. þ. m. Mættur var þar crindreki Sambands ungra Sj álf- stæðismanna, Gunnar Helg ason írá Hlíðarenda í Fljótshlíð, og flutti bann þar ræðu, er tekið var ið bezta. Un inesti áhugi ríkir ineðal ,Varðar“-fjelaga, og bætast fjelaginu "ý"' starfskraftar með hverjum fundi. — Æskulýðurinn hópast inn ! ^julug Sjálfstæðismanna nu um '®ud allt. FrambjóOendur Framsóknarflokksins við Alþingiskosningarnar hausfið 1942 voru 11 úr Reykjavík og grennd í kjördaemum ufan Reykjavíkur, en 10 úr Sjólfsíaeðisflokknum Það kom út grein í Degi 9. þ. m„ sem heitir „Farfuglar". Ritstjórinn er þar að hreiða sig út yfir Reykja- víkurvaldið og fárast um framboð Reykvíkinga úti á landsbyggðinni. Segir, að „þessi viðhorf þurfi menn að íhuga, nú í sumarbyrjun, þegar farfuglarnir að sunnan komi fljúg- andi og akandi norður yfir heiðar og biðli um kjörfylgi. Blaðið telur, að landsmenn geti mqð góðri sam- vizku vísað þorra þessara gesta til fyrri heimkynna án þingumboðs.“ Loks bætir blaðið við: „Reynslan sannar áþreifanlega, að ef vel á að fara, verða fulltrúar byggðanna sjálfra að fara með umboð þeirra á þingi. Á annan hátt næst ekki lífs- nauðsynlegt jafnvægi í þjóðfjelag- inu“. „íslendigur" er að mörgu leyti sammála „Degi“ í þessum málum, en efast um heilindin. Vorið og haustið 1942 fjargviðr- aðist „Dagur“ ekkert út af framboð- um Reykvíkinga til þings úti á landsbyggðinni, en þá var líka Vilhjálmur Þór, bankastjóri í Reykja vík, frambjóðandi Framsóknarflokks ins á Akureyri. -— Svo er annað. Jónas Jónsson alþm. „passar víst ekki í kram“ Dags núna, og þá' á við að taka lagið um Reykjavíkur- valdið. Olukkan er sú, að „Dagur“ slær Framsóknarhöfðingjana á munninn með því að tala um „farfuglana að sunnan“, sem „biðli um kjörfylgi" fyrir norðan heiðar. Á þá, Dagur sæll, að vísa Her- manni, Steingrími, Páli Zoph. og Eysteini „til fyrri heimkyhna, án þingumboðs?“ Eða er alll í lagi, ef Reykvíkingarnir eru Framsóknar- menn? Sje svo, þá fara heilindin að ' verða lítil í prjedikunum blaðsins um byggðavaldið. Við skulum athuga, hvort Fram- sókn liafi slaðið framar Sjálfstæðis- flokknum við síðustu kosningar um það, að meta méira innanhjeraðs- menn en Reykvíkinga til þingfram- boðs. Við framboð nú á þessu vori er ekki hægt að miða, því þau eru enn sem komið er ekki kunn nærri öll. Frambjóðendur Framsóknar utan Reykjavíkur haustið 1942, búsettir í Rvík og grennd, voru þessirr Páll Zophóniasson (N. Múl.), Ey- steinn Jónsson (S. Múl.), Jón Helga- son (Hafn.), Þórarinn Þórarinsson (Gbr. og Kj.), Bjarni Ásgeirsson (Mýr.), Páhni Einarsson (Dal.) Bergur Jónsson (Barð.), Hermann Jónasson (Strand.), Vilhjálmur Þór (Ak.) Jónas Jónsson (S. Þing.) og Gísli Guðmundsson (N.-Þing).• Það eru 11 úr Reykjavík og grennd. Frambj óðendur Sj álfstæðisflokks- ins utan Reykjavíkur, við sömu kosn ingar, búsettir í Rvík og grennd, voru þó ekki nema 10 (og voru þó frambjóðendur þeirra í fleiri kjör- dæmum en frbj. Framsóknar): Garðar Þorsteinsson (Eyjaf.), Magnús Gíslason (S.-Múl.), Eiríkur Einarsson (Árn.), Olafur Thors (Gbr. og Kj.), Gunnar Thoroddsen (Snæf.J, Gísli Jónsson (Barð.), Björn Björnsson (Isaí.), Lárus Jóhannesson (Seyðisf.), Helgi Herm. Eiríksson (/V^Skapt.) og Jóhann Þ. Jósefsson (Vestme.). Það er ekki Framsóknarflokkur- inn, sem hingað til hefir tryggt bænda- og byggðavaldið á þingi. -—- Bezt fyrir ritstj. „Dags“ að hæla flokki sínúm fyrir eitthvað annað næst, þegar hann fer á stúfana að fylla eyðurnar. Þessi för hefir orðið sneypuför fyrir hann. FRAMBOÐ af hálfu Sjálfstæðisflokksins hafa verið ráðin sem hjer segir: / Eyjafjarðarsýslu: Garðar Þor- steinsson, hæstarj.lögmaður, í Rvík, Stefán Slefánsson, óðalsbóndi í Fagraskógi, Stefán Jónsson, útvegs- bóndi í Brimnesi, og Einar Jónsson, bóndi á Laugalandi. Það varð ekki úr því, sem frjetzt hafði, að Garðar Þorsteinsson drægi sig í hlje við kosningarnar. Er listinn studdur, bæði af miðstjórn flokksins og full- trúaráði hans í hjeraði. I V estur-II únavatnssýslu: Guð- brandur sýslumaður Isberg, fyrrv. alþm., á Blönduósi. 1 Hafnarfirði: Þorleifur Jónsson bæjarfulltrúi. / Borgarj jarðarsýslu: Pjetur Ottesen alþm. á Ytra-Hólmi. Hann hefir lengst allra núverandi þing- nianna selið á Alþingi, eða í 30 ár samfleytt, alltaf fyrir Borgfirðinga. / Vestur-Skaftafellssýslu: Gísli sýslum. Sveinsson. Ilann var fyrst kosinn á þing haustið 1916. I Austur-Skaftafellssýslu: Gunnar Bjarnason, ráðunautur Búnaðarfjel. Islands í hrossarækt, í Rvík, ungur og dugandi maður. Býður liann sig nú fram fyrsta sinni. 4 Siglujirði. Sigurður Kristjáns- son forstjóri. Það framboð var ráð- ið í fyrrakvöld. Sigurður var í kjöri við síðustu kosningar, og munaði þá aðeins 13 atkv. á honum og þeim, sem kosinn var. Miklar líkur eru til, að Bjarni Jóhannsson, yfirlögregluþjónn á Siglufirði, verði þar í kjöri af hálfu Framsóknarflokksins. SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN hjer hjeldu fjölbreytta samkomu að Ilólel Norðurland s. 1. laugardags- kvöld. Stjórnaði Richard Ryel sam- komunni. Ræður flutlu: Helgi Páls- son, frúrnar Ingibjörg Halldórsdótt- ir og Helga Marteinsdóltir, og Gunn- ar Ilelgason erindreki, og Gísli Jónsson af hálfu ungra Sjálfstæðis- rnanna. Edv. Sigurgeirsson sýndi kvikmynd, frú Helga Jónsdóltir söng einsöng og að lokum var stiginn dans. Ríkti mikill áliugi á fundinum. Ilúsið var troðfulll. Samkoman fór ágætlega fram. Framsóknarlisti nr. 2 er kominn fram í Árnessýslu: Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni, Sigurgrímur Jónsson, bóndi í Holti, Sigurður Ágústsson, bóndi í Birtinga holti, og Teitur forstjóri á Lilla- Hrauni. Þeir eru í framboði fyrir Jónasar-deildina, en Jörundur og hans menn fyrir Hermannsdeildina. Steingrímur Aðalsteinsson Hrólfur Þorsteinsson, bóndi á Stekkjarflötum í Skagafirði, verður sextugur 21. þ. m. Hann er alkunnur fjallagarpur, hefir fyrir víst flestum ef ekki öllum núlifandi Skagfirðingum og Eyfirðingum oft- ar farið á fjöll, í eftirleitir og göng- ur, og er því allra .manna kunnug- astur á fjöllunum suður af Skaga- fjarðardölum og milli Austurdals og Eyjafjarðarbyggða. Svaðilfarir lians eru margar orðnar. — En minnast ber og Hrólís fyrir einstaka greiða- semi hans og gestrisni. Árna vinir hans og frændur hon- um allrar blessunar og langra líf- daga á þessum tímamótum í ævi lians. Fulltrúoróð Framsóknarfjelaganna í Suður-Þing- eyjarsýslu átti fund með sjer á Laug- um um daginn til að ákveða framboð í sýslunni. Sagt er, að Jónas Jónsson hafi fengið 11 atkv. og Björn á Brún 6, en miðstjórn flokksins í Rvík styður Björn. lætur ið dólglegasta í „Þjóðviljan- um“ um daginn, hótar Sjálfstæðis- flokknum samvinnuslitum í stjórn, ef vissir menn, eins og einn bezti maður flokksins, Bjarni borgarstjóri Benediktsson, fái nokkur áhrif á þingmál. Þessi hótun Steingríms er ákaflega barnaleg. — Það er naum- ast, að Bolsar eru orðnir montnir af því að liafa fengið'að dingla í stjórn 1V2 ár, undir forræði Sjálfstæðis- flokksins. Ef undirtyllur Rússa ætla að fara að gera sig merkilega og líklega lil að fara að skipa fyrir verkum, þá mega þeir eiga von á að vera settir út fyrir garð. Það verða einhver ráð með stjórnarmyndun á lslandi án þeirra, og því fremur, sem tíminn vinnur nú móti þeim víða því meir sem lengra líður. Tveir Akureyringar verða í efstu sætum Framsóknarlist- ans í Eyjafjarðarsýslu: Bernharð Stefánsson bankastjóri og dr. Krist- inn Guðmundsson skattstjóri. Ekki aftur í kjöri Mælt er, að þessir þingmenn verði ekki aftur í kjöri (í viðbót við þá, er getið var í síðasta blaði): Björn Kristjánsson, Barði Guðmundsson, Kristinn E. Andrjesson og Sigfús Sigurhjarlarson. Kristinn kvað nú eingöngu ætla að helga útgáfustarfsemi komrnún- ista krafta sína, en Sigfús þykir ó- lækur, af því að liann er andvígur Moskva-slefnunni. — í Norður-ísa- fjarðarsýslu, þar sem B. G. var síð- ast i kjöri fyrir Alþýðuflokkinn, verður nú í kjöri fyrir þann flokk inn umsvifamikli ritstjóri „Skutuls“ á ísafirði, Hannibal skólastjóri Valdimarsson. Um B. Kr. hefir heyrst, að hann fáist ekki til að gefa kost á sér á ný. Stefón Jóh. Stefónsson alþm. fyrv. ráðh. verður í kjöri fyr- ir Alþýðuflokkinn í Eyjafjarðarsýslu í vor. Síðasta kjörtímabil var hann einn af þingm. Reykvíkinga. Nóg fjórmagn Ráðstjórnarríkin buðu nýlega út innanríkislán, að upphæð 20 milj- arða rúbla. Að viku liðinni höfðu safnast 22 miljarðar rúbla. Hátíðahöldin 17. júní. Auk þess, sem áður er um getið frá ársþingi íþróttabandalags Akur- eyrar, viðvíkj andi hátíðahöldunum 17. júní, var samþykkt tillaga til bæj arstj órnar um það, að hún gang- ist fyrir hátíðahöldunum (þjóðhá- tíðinni) 17. júní n. k. Jafnframt býð- ur Bandalagið aðstoð íþróttamanna, og telur heppilegt, að nefnd frá ýms- um fj elagasamtökum í bænum hafi samvinnu við bæjarstjórn um há- tíðahöldin. í sambandi við þetta vill blaðið styðja tillögu Bandalagsins. Ef um þjóðhátíð á að vera að ræða, er sjálf- sagt að aðgangur sje öllum, yngri sem eldri, frjáls og ókeypis. Kjörskrá til næstu Alþingiskosn- inga liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjárstjóra alla virka daga til 30. þ. m„ að honum meðtöldum. Kærum út af skránni skal skilað á skrifstofu bæjarstjóra í síðasta lagi 3 vikum fyrir kjördag, þ. e. fyrir 9. júní. — Athugið í tíma hvort þjer.eruð á kjörskrá.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.