Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 31.05.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 31. maí 1946 ISLENDINGUR 3 ÍSLENDINGUR ÁbyrgðarmaSur: KARL JÓNASSON Sínú 24. Ótgefandi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnaretr. 101. Síini 354. Auglýsingar og afgreiSsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. PrentsmiBja BjSrns Jónssenar h.f. Kúgunin í Eystra- saltsiðndunum Eins og kunnugt er, liafa Bretland og Bandaríkin enn ekki viðurkennt innlimun Eystrasallsríkjanna í Búss- land. Enn í dag viðurkenna þessi stórveldi Eislland, Lettland og Lit- hauen sem fullvalda ríki. I’að er ljót sagan um kúgun þessara landa. Arið 1940 kvörtuðu Rússar um hættu þá, sem stafaði af herliði Eystrasaltsríkj anna við landamæri Rússlands. Það búa rúml. 6 milljónir mánna í Eystrasaltslöndunum, en um 190 mill jónir í Ráðstjórnarríkjunum. Aug- ljóst er, hve mikil hætta hefir verið, sem stóð af lterafla Eystrasaltsland- anna fyrir Rússland! Þetta minnir á söguna um úlfinn og lamhið. Það var 14. júni 1940, setn skrið- drekar Rússa komu hrunandi inn í Eystrasaltslöndin. Rússneskt herlið settist að í horgum og þorpum. í lok þessa mánaðar voru allir flokkar í þessmn löndum lýstir ólöglegir, nema Kommúnistar. Kosningar voru látnar fara fram 14. og 15. júlí, en á frainboðslistum voru engir nema Kommúnistar, „flokkur inna vinn- andi stétta“ var hann kallaður. Ur- slil kosninga þessara voru birt af inni opinberu frjettastofu Rússlands í London 24 klukkustundum áður en kjörstöðum var lokað! Þar af iná sjá, hvílíkur bragur hefir verið á kosnittgunum! Stjórn sú, stun komst á laggirnar eftir þessar kosningar, hað þegar í stað um það, að löndin fengi að sameinast Rússlandi, og var samningur um það staðfcstur 8. ágúst af rússtiesku stjórninni. Blaðið Pravda í Moskv,a komst svo að orði, í santbandi við þetta, að „sól Stalins stjórnarskrárinnar staf- aði nú inunt heillatíku geislunt frels- isins á ný lönd ög nýtt fólk.“ Fyrslu geislum frelsisins stafaði af lögreglunni rússnesku, sem fjekk það hlútverk að uppræta allt það í Eystra saltslöndunum, sem gæti orðið þráttd ur í gölu góðrar sambúðar við Rússa. Eintökuin af fyrirskipunum unt þetta var smyglað úl úr landinu, og voru þær birlar í New York af Lithaun- ian American Council. Þau hera það nteð sjer, að lögreglunni var skipað að ná í þá og útrýma þeitn, sem nú skulu nefndir: 1. Alla fylgjendur pólilískra flokka annarra en Komniúnista. 2. Alla lögreglumenn. 3. Alla yfirmenn í hernum. 4. Alla, er réknir höfðu verið úr Kommúnistaflokknum sökunt mót- þróa. 5. Alla, sem ltafa skorast undan þjón uslu. 6. Alla erlenda borgara, fulltrúa erlendra viðskiptastofnana, þjóna í skrifstofum erlendra fyrrv. borgara erlcndra ríkja, þjóna í sendiráðum og í fjelögum annarra þjóða, hver sent þau eru. 7. Alla, sem ltafa persónulegt sam- band eða halda uppi brjefaskriftum við erlend scndiráð eða ræðismenn, Esperantista og frínterkjasafriara. 8. Alla fyrri þjóna í ráðherraskrif- stofum. 9. Alll slarfsfólk Rauða-krossins. (Formaður llauða-krossins í Lithau- en, dr. Antonas Garmus, er sagður ltafa drukknað í Eystrasalti, er hann var að flýja til Svíþjóðar. Var allt skyldulið ltans þess vegna dærnt til lifláts af sovjet-dómstólnum í Vilna). 10. Alla pólitíska flóltanieiin. 11. Alla presta og alla ötula starfs- ntenn trúarflokka eða safnaða. 12. Alla fyrrverandi aðalsmenn, jarðeigendur, kaupmenn, banka- sljóra, hóteleigcndur og eigendur matsöluhúsa o. s. frv. Tilganginunt nieð þessunt aðför- um, að því er ketnur til Eystrasalls- ríkjanna og fleiri landa, er vel lýst í hók Arthurs Köstlers: Tlie Yogi and the Commissar, en hann var áður Kommúnisti. Svo er til orða tekið á bls. 200 í nefndri hók: „Aðgerðir þessar miðuðu að ]tví, að losa þessi landsvæði, scnt sameinast höfðu Ráðstjórnarríkjunum, við ]tá tnenn, scm Kommúnistar kalla aktivista, og er þá við þá ntenit ált, livort heldur eru í vinstri eða hægri flokkum, sent hafa áltuga á stjórnmálum og þekk- ingu á þeim, leiðloga og skipulags- fröntuði á sviði menningar, — fjár- hags- og fjelagsntála, kjarna frjálsr- ar hugsunar og alhafna. Þjóð, sent þannig er svift líkamlegum og and- legunt máttarstoðum sínutn, verður að nokkurskonar formlausu hlaupi, riægilega lingerð til þess að geta lagað sig eftir cðli og ástandi ráð- stjórnareinræðisins. Því að tnenn verða að hafa það hugfast, að þessar milljónir 'nýrra þegna Ráðstjórnar- ríkjasambandsins verða að læra að lifa án almennrar gagnrýni, við nýja löggjöf, sem leggur hömlur á persónufrelsi þeirra, — ferðafrelsi, málfrelsi, lestrarfrelsi og atvinnu- frelsi, — og býr tilveru þeirra svo þröngan stakk, að ekki eru dænti til slíks, jafnvel ekki undir inum hálf- gerðu einræðisstjórnum Póllands og Lithauen, sem áður sátu að völd- um. Því meiri, scm ntunur er tnenn- ingar og lífskjara, því róttækari að- gerða þarf lil að „mýkja“ ina sign- uðu þjóð, svo að inir rússnesku valdhafar geti nælt hana, án veru- legra óþæginda.“ Eim er þess að geta, áð um 200 þúsundir manna, kvenna og barna voru tekin frá heimilum sínurn í Eystrasaltslöndunuin og flutt til Síheríu og Mið-Asíu í gripavögnum. Alltaf voru eiginmennirnir aðskildir frá konunum og hörnin frá forcldr- unuiil. (Að því leyti, seni grein þessi cr ekki tekin upp úr hók Koestlcrs, er hún tekin upp úr Heimskringlu, þýdd úr Evening Telegram í Toronto, send Hkr. af höfundinunt Watson Krikconnell). IIVAÐ BÍÐUR OKKAR? Langar menn ltjer á Islandi að búa við sömu kjör og þjóðirnar í Eystrasaltslöndunum? Menn verða að gera sjer ljóst, að ef Kommún- istar kærnust hjer á landi til aukinna valda og áhrifa frá því, sem nú er, eru þeir líklegir til að búa samlönd- urn sínum, sent eru í borgaraflokk- ununt, svipuð kjör og þjóðir Eyslra- saltslandanna verða nú að sæta. Skugga-Sveinninn í íslenzkum stjórnmálum ntá ekki magnast úr þessu. Hver kjósandi, sem styður Kommúnista við kosningarnar með atkvæði sínu, varpar skugga yfir framtíð íslenzku þjóðarinnar. Hann stýður að því, að smeygja rússnesk- um þrældómsfjötri á þjóð sina. Mál- gögtt Kommúnista, einnig hjer á landi, fagna hvert sinn, sem Rússar sigrast á smáþjóðuiium og kúga þær. Þá syngur ævinlega í þeint eins og Pravda, þegar Eystrasalsþjóðirn- ar vorit innlimaðar, að nú skíni geislar innar stalinsku frelsissólar á þessar þjóðir. Hjer í bænutn verður nú kosninga- bardaginn milli Sjálfstæðisflokksins og Kommúnistaflokksins. Það er bar- átta milli íslands og Ráðstjórnarríkj- anna. Sjálfstæðisflokkurinn er frjáls lyndur, íslcnzkur frantfaraflokkur. Kommúnistaflokkurinn er Rússa- sinnaður kúgunarflokkur. Milli þess- ara flokka eiga kjósendur á Akur- eyri að vclja við kjörborðið 30. júní. Frantsóknarflokkurinn fær ekki nú fremur en áður óskabyr ltjer í bænum. Alþýðuflokkurinn því síð- ur. Líkurnar til þess að þingntanns- efni lians verði uppbótarþingmaður eru sama sent engar. — Þetta verða ntenn allt að gera sér ljóst, áður en þeir ganga að kjörborðinu. Þeir verða að minnast þess, að „slagur- inn“ stendur milli Sjálfstæðisflokks- ins — og ]>ar með borgaralegu flokk- anna — annarsvegar og Kommúnista hins vegar. Þeir verða að gera upp reikninginn. Hvorn þessara tveggja á j.eg að styðja? o—o Brynjólfur sendur í Eyjar og Haralcður sefJur niður urn eina tröppu Þarna blasa við staðreyndirnar: Eftir langt þóf sigruðu þeir Einar og Sigfús og „glansa“ nú efstir á list- anum í höfuðstaðnum, en ráðherr- ann Brynjólfur rekinn út í Vest- mannaeyjar. Eftir enn lengra þóf sigraði Jóns Blöndals- og Gylfa-flokkurinn hjá Krötununt. Nú er Gylfi Gislason efstur á list'anum í Reykjavík, Sigur- jón Olafsson í öðru sæti og for- maðúr þingflokksins, hr. Haraldur Guðmundsson, kominn niður í 3. sæti, og er því vonlaus um þingsæti. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hœsta varði. Frentsmiðja Björas Jónssonar h. £ KAUPFJELAG EYFIRÐINGA 60 ára Kaupfjelag Eyfirðinga er 60 óra á þessu vori. Aðalfundur þess var haldinn á Hrafnagili 28. og 29. þ. m. Voru þar mættir 178 fulltrúar, stjórn, framkvæmdarstjóri, endur- skoðendur, forstjóri SlS og margt annarra fjelagsmanna. Samkvæmt skýrslu framkvæntd- arstjóra voru innstæður fjelags- manna í árslok 1945 í viðskipta- reikningum, stofnsjóðum og inn- lánsdeild .... kr. 15.758.294.28 en skuldir þeirra — 197.514.43 Inneignir hærri en skuldir kr. 15.560.779.85 I árslok voru innstæður kr. 14.788.254.53 en skuldir — 149.136.05 Hreinar inneignir kr. 14.693.118.48 Aslæður fjelags- mahna hafa því batnað á árinu um .............. kr. 867.661.37 Ástæður fjelagsins út á við hafa versnað á árinu sökum aukinna vörubirgða og fasteigna. Innstæður þess hjá SlS, bönkum, í peningum og tryggðum verðbrjefum námu alls kr. 10.189.240.29 í árslok. I árslok 1945 voru fjelagsmenn samtals 44Ö7. Gengu 423 í fjelagið á árinu og 111 úr. Á Akureyri eru 1685 fjelagar. Vörusalan alls á árinu nant ca. 15 miljónunt króna, og óx unt 1 milj. frá fyrra ári. Kjötbúð fjelagsins á Akureyri seldi innlendar og útlendar vörur á árinu fyrir kr. 2.529.967.25, þar af innl. vörur fyrir kr. 2.033.008.41. Lyfjabúðin seldi ó árinu vörur fyr ir 446 þús. krónur, og er það 6 þús. kr. nteira en árið áður. Fjelagið leigir nú um 800 hólf til matvælageymslu í frystihúsinu. Smjörlíkis- og efnagerðin Flóra seldi vörur á árinu fyrir 1 milj. 429 þúsund kr. og Sjöfn og Freyja (eign SÍS að hálfu) fyrir 893 þús. kr. Innvegin mjólk í Mjólkursamlag- ið nam á árinu 4.666.785 kg. Út- borgað alls kr. 6.857.808.53. Meðal- verð pr. kg. í aurum: 125.99. Innstæður í Innlánsdeild námu í árslok kr. 8.485.203.83. — Stofn- sjóður í árslok kr. 2.751.197.26. Aukning á árinu kr. 284.775.39. — Útborgað á árinu kr. 44.859.42. Arður greiddur af ágóðaskyldri vöru á árinu 375 þús. kr., en 5% af- sláttur á vöruúttekt afnumið á ár- inu. Starfsmenn fjelagsins eru nú orðn ir alls 260. Samþ. var að úthluta af innstæðu ágóðareiknirigs ársins 1945 til fje- lagsntanna 7% arði af kaupunt þeirra á ógóðaskyldum vörum. Útgerðarfjelag KEA og h.f. Njörð ur fluttu út á órinu ísfisk, 2875 tonn, fyrir kr. 1.434.736.00, hraðfrystan fisk, 321.8 tonn, fyrir kr. 672.992,22, saltaða síld, 3557 tn., fyrir 300 þús. kr. Lýsisfrantleiðsla var 169.645 lítr. Frosin beitusíld 203 tonn. Verð- mæti kr. 162.400.00. Slátrað var 1945 á vegum KEA alls 29.633 sauðfjár. Nýjungar í verksmiðjurekstri fje- lagsins á árinu voru þessar: 1) Vjela- og viðgerðarsmiðjur. Fjelag- ið keypti 1945 meirihluta hlutafjár- ins í tveimur járnsmíða- og vjela- NÝJA-BÍÓ Föstudagskvöld kl. 9: Æskan er léttlynd Laugardag kl. 6: Skautamærin Laugardagskvöld kl. 9: Skyttur dauðadalsins Fyrsti kafli Sunnudag kl. 3: Tarzan og skjarldmeyjarnar Sunnudag kl. 5: Skyttur dauðadalsins Annar kafli Sunnudagskvöld kl. 9: Skyttur dauðadalsins Þriðji kafli (í síðasta sinn) Skjaldborgarbíó Föstudagskvöld kl. 9: Kvöld eftir kvöld (Litmynd) Laugardagskvöld kl. 9: Kvöld eftir kvöld Sunnudaginn kl. 5: Hrakfallabálkur nr. 13 Sunnudagskvöld kl. 9: Kvöld eftir kvöld verkstæðum á Akureyri, verkstæð- unum Marz h.f. og Vjelaverksmiðj- unni Oddi h. f. 2) Hjólbarðaviðgerðarverhstœði í húsakynnunt Vjelaverkstæðisins Marz (skýrt frá því í síðasta blaði). Fyrirhugað er að setja upp, í sam- bandi við verkstæðin, fullkomið málmhúðunarverkstæði, sent getur tekið að sjer allar venjul. tegundir ntálmhúðunar, svo sent tinhúðun á mjólkurbrúsunt, allskonar galvani- seringu, krómhúðun og nikkeleringu. Verða vjelar keyptar til þessa frá Englandi, og starfrækslan hafin und- ir eins og þær eru konmar og sett- ar upp. Kaupfjelag Eyfirðinga er orðið auðugt fjelag og voldugt. Á fjárhags yfirlitinu árið 1945 má sjá, að ýmis- konar tryggingarsjóðir nema í órs- lok nærfellt 4 ntilj. króna. Óráðstaf- aðar eftirstöðvar nema á sama tíma kr. 1.741.886.94 og innstæða ágóða- reiknings rjett um 400. þús. kr. Vöruvelta (verzlunarumsetning) fjelagsins árið 1945 var 42 millj. króna, og er það tveimur millj. kr. rneira en í fyrra. 60 ára afmælis fjelagsins var rninnst í fyrrakvöld á Ilrafnagili. Ræður fluttu: Einar Áfnason, fyrrv. ráðh., formaður fjelagsins, Vil- hjálmur Þór, forstjóri S. I. S., fyrrv. ráðh., sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöllunt, og Jón Melsteð, bóndi á Hallgilsstöðuni. Karlakór Akureyr- ar söng og Lúðrasveit Akureyrar Ijek lög. Kvikníyndasýningar fóru þar og fram og síðast dans.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.