Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 31.05.1946, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR » o Föstudaginn 31. maí 1946 F r j ettatilkynningar frá ríkisstjórninni Hr. Hálfdani Bjarnasyni hefir ný- leglega verið veitt viðurkenning ítölsku ríkisstjórnarinnar sem aðal- ræðismaður íslands í Genoa. Utanáskrift aðalræðismannsins er: Via C. Roccalagliata, Ceccardi 4— 21, Genoa, Italia. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 16. maí 1946. Samkyæmt tilkynningu sendiráðs íslands í London er nú næstum úti- lokað að útvega hótelherbergi þar í borg vegna sigurhátiðarinnar, sem halda á snemma í júní. Utanríkisráðuneytið, 17. maí 1946. Laugardaginn 18. maí var undir- ritaður í Stokkhólmi viðskiptasamn- ingur milli íslands og Svíþjóðar. Vilhjálmur Finsen sendifulltrúi und- irritaði samninginn fyrir Islands hönd. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík 20. maí 1946. Með lögum nr. 18 24. marz 1944 voru Dönum áskilin sömu jafn-rjett- indi við islenzka ríkisborgara og þeir höfðu haft samkvæmt 6. gr. sam- bandslaganna, fyrst um sinn, þar til sex mánuðum eftir að samningar um það mál gátu hafist milli Islands og Danmerkur. Samningaumleitanir milii Islend- inga og Dana fóru fram síðastliðið haust í Danmörku, en var frestað, og var svo ráð fyrir gert, að sanm- ingum yrði haldið áfram lijer á landi og þeim endanlega lokið snemma á þessu ári. Þessu varð þó eigi við komið af Dana hálfu, og hafa þeir óskað eftir því, að fram- haldsviðræðum verði frestað þar til í ágústmánuði næstkomandi. Ríkis- stjórnin hefir tekið gildar ástæður Dana fyrir frestun þessari, en hefir þó lagt áherzlu á, að framhaldsum- ræðurnar geti hafist hjer í Reykja- vík um mánaðamótin ágúst—septem- ber. Með tilliti til þessa aflaði ríkis- stjórn íslands sjer heimildar með bráðabirgðalögum, dags. 21. maí, til þess, meðan eigi væri lokið samn- ingum þeim, sem nú standa yfir, vegna niðurfellingar dansk-íslenzka sambandslagasamningsins 30. des- ember 1918, að gera þær ráðstafan- ir, sem þörf'væri á, til að láta danska ríkisborgara njóta áfrarn þeirra fiskveiða- og atvinnurjettinda hjer á landi, er þeir hafa notið hingað til, þó eigi lengur en til 30. september 1946. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að nota heimild laganna þannig, að danskir ríkisborgarar þurfi, svo sem verið hefir síðan 5. marz sl., dvalar- og, atvinnuleyfi til þess að mega stunda atvinnu hjer á landi. Jafnframt hefir ríkisstjórnin falið sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn að leita samkomulags við dönsku ríkisstjórnina um skipulagn- ingu á flutningum borgara milli land anna í atvinnuleit, vegna hins mikla aðstreymis af dönskum borgurum, sem undanfarið hefir verið hingað til landsins. 24. maí 1946. Fyrir nokkru var tilkynnt opinber- lega, að sendiherra Sovietríkjanna, sem hjer hefir verið undanfarin 2 ár, Alexei Nicolaevich Krassilnikov, væri að fara hjeðan til þess að taka Hægt að geyma mjólk við venjulegan liús- liita í 10 daga, án þess að hún súrni Gabriel Bertrand, prófessor í bakteríufræði við Pasteur-stofunina í París, hefir nýlega fundið upp undravökva, sem kemur í veg fyrir, að mjólk súrni, þó að hún sje geymd við venjulegan stofuhita alltað tíu dögum. Vökvinn lilar mjólkina örlítið (ljósbrúna). Einn dropi nægir í líter mjólkur. SJerfræðingar Pasteur- stofnunarinnar fullyrða, að vökvi þessi spilli á engan hátt fjörefnum mjólkurinnar eða hafi nokkur önn- ur áhrif en að varna því, að mjólkin súrni. Mjólkin reynist með þessu jafn fersk á bragðið á 10. degi og hún er, þegar hún kemur úr fjós- inu. EDDA, 2. árg., 2.—3. tbl., hefir blaðinu borist fyrir fám dögum. Blaðið er helgað minningu Jóhanns M. Bjarna- sonar skálds og konu hans, Guð- rúnar Hjörleifsdóttur. — Árni Bjarnarson, bóksali og frkvslj. á Akureyri, er ritstjóri „Eddu“. Blað þetta er 28 bls. að stærð og flytur myndir, æviágrip og dórna um 17 rithöfunda íslenzka í Vesturheimi. Ennfremur flytur blaðið sagnaþætti. Meðal rithöfundanna, sem skrifað er um, má nefna Stephan G. Step- hansson, Ilalldór Hermannsson, Jóhann M. Bjarnason, Rögnvald Pjelursson, Richard Beck, Guttorm J. Guttormsson, Káinn, Gunnar Björnsson, Jakobínu Johnson og Sig. Júl. Jóhannesson. — Ritfærir menn hjerlendis skrifa um Vestur- íslendingana, þ. á. m. biskupinn og Jónas alþm. Jónsson. Árni Bjarnar- son hefir ekkert til sparað, að gera þetta hefti sem bezt úr garði. Hann er farinn nýlega vestur um haf. við störfum hjá hinum Sameinuðu þjóðum. Eftirmaður hans hefir nú verið skipaður og er Vasilii Arsenievich Rybakov. Iiann er fæddur 1908 og hefir lokið prófi frá utanríkisverzl- unar-háskóla. Ilann hefir starfað í ábyrgðarstöðum í utanríkisráðuneyt inu og upplýsingastofnun Soviet- ríkjanna (Sovinformbyro) frá 1939 til 1945. Árið 1945 var hann aðstoð- armaður pólitísku fulltrúanna í eft- irlitsnefnd Bandamanna í Finnlandi og nú síðast sendisveitarráð í sendi- ráði Sovietríkjanna í Finnlandi. Reykjavík, 14. maí 1946. Skrifstofa SJÁLFSTÆÐISMANNA opin 2—7 e. h. Verzlunarskýrslur órið 1944 eru nýkomnar hingað. — Verðupp- hæð innflutningsins 1944 hefir verið 247,5 milj. kr., en útflulnings 254,3 milj. kr. Fiskiafurðir hafa að verð- mæti numið nærri 240 milj. kr. og eru því yfirgnæfandi í útflutningn- um. Landbúnaðarafurðirnar eru anu ar aðalþáttur útflutningsins. Árið 1944 voru þær útfluttar fyrir 16,4 milj. kr. Innfluttar vörur til Reykjavíkur á árinu námu rúml. 223 milj. kr. að verðmæti. Næst kemur Siglufjörð- ur: 6 milj. 589 þús. Þriðji bærinn í röðinni er Akureyri: 6 milj. 227 þús. — Af útflutningnum kemur á Reykjavík 165 milj. 642 þús. Þá kemur Siglufjörður: 21 milj. 455 þús., síðan Vestmannaeyjar: 19 milj. 946 þús. •— Frá Akureyri er útflutt 3 milj. 384 þús. Margt er íhugunarvert í sambandi við þessar tölur, en þvf miður ekki rúm til að leggja út af því nú. Blindravinafjelag r Islands » úthlutar á þessu ári 10 viðtækjum til blindra fátæklinga. Umsóknum skal skilað til stjórnar fjelagsins í Rvík fyrir 15. júlí n. k. Þeim skal fylgja afrit af skaltskýrslu umsækj- enda, og þess látið getið, bvorl tæk- ið eigi að vera fyrir rafhlöður eða straum. Umberto II. Ítalíukonungur hefir sent forsela ís- lands árnaðaróskir, og forsetinn þakkað og flutt konungi og þjóð hans heillaóskir. SJÁLFSTÆÐISMENN! Afhugið hvort þér eruð á kjörskró! VERÐSKRÁ Á RAKARASTOFUM: Klipping ....... kr. 5.00 Höfuðböð .... — 5.00 Rakstur .......... — 2.50 Barnaklipping . . — 4.00 Hálsklipping . . — 2.50 Hárgreiðsla .... — 2.50 / Afgreiðslur, sem unnar eru eftir lokunartíma greiðist með 25% hækkun. RAKARASTOFIJR BÆJARINS. mjmmmjmmmimmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmí’æmtmmsimsgismsBms n É Frá Happdrættinu Endurný'jun til 6. flokks er hafin. Á að vera lokið 5. júní. Dregið verður 10. júní. Þeir, sem ekki endurnýjuðu fyrir síðasta jlokk, geta end- urnýjað nú, séu miðarnir óseldir. i I | 1 | 1 | 1 I 1 1 Eftir er að draga 5321 vinning, samtals | fyrir 1.864.700.00 krónur. Endurnýið í tíma. — Kaupið miða meðan til eru. Takið eftir! Eftir 10 ára dvöl í Kaupmannahöfn opna ég þann 1. júní Kjóla- saumastofu mína í Skipagötu 1, efstu hæð. — Hefi fyrirliggjandi suinarkjóla, saumaða á eigin verkstæði. Tek einnig efni til að sauma úr. •— Komið og lítið á. Virðingarfyllst Skjöldur Hlíðar, sími 497. Aðvöru n Eftirleiðis verða reikningar á Vegagerð ríkisins hér, aðeins greiddir á þriðjudögunr á skrifstofu minni, á venju- legum skrifstofutíma. Allir, sem reikninga liafa og greiðast eiga af mér, eru áminntir um, að framvísa þeim mánaðarlega. Karl Friðriksson, umsj ónarverkstj óri. & & ',','Sí',',',',',',',',',',',',',',','^','S^',',',','^'>t Bifreiðaeigendur! Vátryggið bifreiðir yðar hjá Sjóvátryggingafélagl íslands h.f. Bifreiðadeild. Einkaumboðsmaður í Eyjaf jarðarsýslu : Guímumlur Pétursson, útgerðarmaður fírekhugötu 27 A — Sími 93. BANN | I r Samkvæmt tilmælum heilbrigðisnefndar hefir bæjar- É stjórn samþykkt að banna sölu í bænum á óslægðum ® fiski. Þetla tilkynnist bjer með blutaðeigendum. HEILBRIGÐISFULLTRÚI. DPPBOÐ i I 8 1 | I | 1 Laugardaginn þ. 1. júní n. k. verður opinbert uppboð sett og haldið í Hafnarstræti 86 B (portinu) og þar seldar hæstbjóðanda ýmsar vörur, svo sem: Rafeldavél amerísk, borðstofu- og stofuborð, skápar, leirtau, smíðatól, ýms borðstofu- og eldhúsgögn, rúm- fatnaður, bækur o. fl. Ennfremur eillhvað af búðar- varningi. — Uppboðið hefst kl. 2 e. h. Greiðsluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Sesselja Kr. Eldjórn. | 1 | I | I | 1 I * | X STOFA til leigu í Holtagölu 10, niðri. — SJÁLFSTÆÐISMENN! Afhugið hvort þér eruð á kjörskró! Herbergi til leigu frá 1. júní. Marinó Tryggavson, Ægisgötu 22. Aiiglýsid í íslendingi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.